Umsjón með dagatalinu þínu

Uppfærðu bókunarstillingar þínar til að koma í veg fyrir afbókanir.
Airbnb skrifaði þann 8. maí 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 8. maí 2024

Gestir geta fundið skráninguna þína í leitarniðurstöðum innan sólarhrings frá því að þú birtir hana. Allar dagsetningar á dagatalinu þínu eru sjálfkrafa opnar. Það er mikilvægt að þú uppfærir framboðið hjá þér strax og veljir svo afbókunarreglu og hvernig gestir geta bókað hjá þér.

Uppfærsla á framboði hjá þér

Lokaðu dagatalinu þínu fyrir þær dagsetningar sem þú getur ekki tekið á móti gestum. Þetta felur skráninguna þína í leitarniðurstöðum og hjálpar þér að koma í veg fyrir afbókanir.

„Þú veitir gesti þínum þjónustu og þér ber að gera allt sem í þínu valdi stendur til að standa við það,“ segir Felicity, meðlimur ráðgjafaráðs gestgjafa og ofurgestgjafi í Nýja-Suður Wales í Ástralíu.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að hafa umsjón með framboðinu hjá þér.

  • Tilgreindu hve langt fram í tímann gestir geta bókað. Þú getur samþykkt bókanir samdægurs fram að ákveðnum tíma eða gert kröfu um að gestir bóki allt að sjö dögum fyrir innritun.

  • Samstilltu dagatölin þín. Með því að samstilla dagatalið á Airbnb við önnur dagatöl verður einfaldara fyrir þig sem gestgjafa að hafa umsjón með bókunum og að koma í veg fyrir tvíbókanir.

  • Veldu afbókunarreglu. Það er undir þér komið hversu sveigjanlega eða stranga afbókunarreglu þú vilt hafa ef gestur afbókar. Veldu þá reglu sem hentar þér best.

  • Haltu dagatalinu uppfærðu hjá þér. Þetta hjálpar til við að koma í veg fyrir afbókanir og tilheyrandi viðurlög og gjöld.

Að ákveða hvenær gestir geta gist

Ákveddu hvenær þú vilt að gestir inn- og útriti sig og hve langan tíma þú vilt hafa milli bókana.

  • Tilgreindu lágmarks- og hámarksdvöl. Þú getur útbúið sérsniðna ferðalengd fyrir tilteknar dagsetningar. Fylgdu alltaf staðbundnum lögum og reglum.

  • Ákvarðaðu undirbúningstímann hjá þér. Hve langan tíma á milli gesta þarft þú eða ræstitæknar þínir? Margir gestgjafar heimila gestum að innrita sig sama dag og aðrir gestir útrita sig. Aðrir loka á eina eða tvær nætur fyrir og eftir hverja bókun.

  • Tilgreindu inn- og útritunartíma. Tilgreindu hve snemma gestir mega koma og hve seint þeir mega fara. Þú hefur einnig val um að tilgreina lokatíma fyrir innritun ef þú vilt ekki að gestir komi eftir tiltekinn tíma.

Að velja hvernig gestir geta bókað

Þú getur samþykkt bókanir sjálfkrafa eða handvirkt. Það er auðvelt að breyta þessum stillingum hvenær sem er.

  • Hraðbókun gerir hverjum þeim sem uppfyllir kröfur til gesta og gengst að húsreglum þínum, kleift að bóka sjálfkrafa lausar dagsetningar í dagatalinu þínu. Gestir geta enn sem áður haft samband við þig, hafi þeir einhverjar spurningar.

  • Bókunarbeiðnir gefa þér 24 klukkustundir til að samþykkja eða hafna beiðni gests áður en hún rennur út. Þetta gefur þér tíma til að ganga úr skugga um að gestir séu meðvitaðir um sérreglur eða tiltekin sérkenni eignarinnar, svo sem brattan stiga sem liggur að eina innganginum. Ef þú leyfir bókunarbeiðnum að renna út haldast umbeðnar dagsetningar fráteknar í dagatalinu hjá þér þar til þú opnar aftur fyrir þær.

Haltu dagatalinu ávallt uppfærðu, óháð því hvaða bókunarmáta þú velur, til að koma í veg fyrir skipulagsárekstra og afbókanir.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
8. maí 2024
Kom þetta að gagni?