Eigðu skilvirk samskipti

Sendu gestum upplýsingar á mikilvægum stundum.
Airbnb skrifaði þann 22. feb. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 22. feb. 2024

Skýr og skjót samskipti við gesti geta orðið til þess að gistingin verði ánægjuleg og stuðlað að jákvæðum umsögnum. Nýttu þér þessar ábendingar við nálgun þína á samskipti.

Grunnatriðin fyrst

Hvernig þú hagar samskiptum þínum við gesti leggur grunnin að upplifun þeirra af dvölinni. Leggðu þig fram um að:

  • Vera til taks. Kveiktu á tilkynningum í síma til að bregðast hratt við skilaboðum frá gestum. Annette, gestgjafi í San Francisco segir að jafnvel þótt að um eitthvað lítilvægt sé að ræða hvetji hún gesti til að „hafa samband þegar í stað og við leysum úr málinu.“

  • Sýna gagnsæi. Greindu skýrt frá því sem gestir ættu að gera ráð fyrir. „Það sem þú segir gestum þínum að verði í boði þegar þeir koma á staðinn, verður að standast,“ segir Daniel, gestgjafi í San Francisco.

  • Sýna hlýju í samskiptum. Spurðu gesti hvernig þú getur orðið þeim að liði til að viðkomandi líði sem best. „Við sem gestgjafar getum ekki séð allt fyrir,“ segir Sadie, ofurgestgjafi í Santa Fe í Nýju-Mexíkó.

  • Sýna umhyggju. Hvernig þú bregst við vandamáli getur skipt sköpum. „Þú getur breytt erfiðum aðstæðum í bókun síðar meir, ef þú berð þig rétt að með því að sýna samkennd og skjót viðbrögð,“ segir Felicity, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa og ofurgestgjafi í Nýja-Suður Wales í Ástralíu.

Skilaboð á mikilvægum stundum

Sjáðu fyrir hvað gestir þurfa að vita til að bjóða snurðulausa upplifun og minnka þörf á spurningum, sérstaklega þegar um eftirfarandi er að ræða:

  • Bókunarfyrirspurn eða -beiðni. Svaraðu innan 24 klst. frá því að gestir hafa samband. 

  • Bókunarstaðfesting. Sendu gestunum skilaboð til að þakka fyrir bókunina og láta vita að þú sért til taks til að svara öllum spurningum sem viðkomandi kunna að hafa.

  • Koma. Minntu gesti á einum eða tveimur dögum fyrir komu hvar þeir geta nálgast innritunarleiðbeiningarnar í appinu og deildu mikilvægum upplýsingum um hvernig má komast inn í eignina. Spurðu hvernig allt gengur fyrir sig innan fyrsta dagsins frá innritun.

  • Brottför. Sendu skilaboð skömmu eftir útritun þar sem þú þakkar gestum fyrir og biður þá um að skrifa umsögn. Gefðu viðkomandi umsögn eins fljótt og unnt er.

Skilaboð gerð sjálfvirk

Gott svarhlutfall hjálpar skráningunni þinni að birtast ofar í leitarniðurstöðum gesta á Airbnb. Notaðu þessa eiginleika til að sjá fyrir og svara algengum spurningum:

  • Hraðsvör. Þú getur valið úr lista yfir sniðmát úr innhólfinu þínu til að skrifa og vista þín eigin svör. Þú færð leiðbeiningar um hvernig þú getur sérsniðið svörin með flýtikóðum sem fylla sjálfkrafa út upplýsingar um viðkomandi gest, bókun og eign.
  • Tímasett skilaboð. Gestir fá þessi skilaboð sjálfkrafa á tilteknum stundum með gagnlegum upplýsingum fyrir dvöl sína. Þessi svör má einnig sérsníða með flýtikóðum.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
22. feb. 2024
Kom þetta að gagni?