Samskipti gerð einfaldari

Tímasettu skilaboð og sendu hraðsvör til að byggja upp reksturinn.
Airbnb skrifaði þann 4. jan. 2024
2 mín. lestur
Síðast uppfært 4. jan. 2024

Tímasett skilaboð og hraðsvör geta sparað þér tíma. Þegar þú skrifar þessi skilaboð skaltu hafa í huga að gestir eru líklegri til að lesa þau ef þau eru stutt og tímanleg.

Tímasett skilaboð

Tímasettu skilaboð sem sendast sjálfkrafa til gesta í kjölfar tiltekinna aðgerða, svo sem bókunar á gistingu, innritunar og útritunar.

Íhugaðu að tímasetja skilaboð við eftirfarandi aðstæður.

  • Bókunarfyrirspurn eða -beiðni: Svaraðu samstundis (eða innan sólarhrings) þegar gestir hafa samband.
  • Bókunarstaðfesting: Þakkaðu gestum fyrir bókunina og láttu viðkomandi vita að þú getir svarað öllum spurningum.
  • Fyrir innritun: Minntu gesti á hvar þeir geti nálgast innritunarleiðbeiningar um 24–48 klst. áður og tilgreindu allar aukalegar upplýsingar um hvernig má komast inn í eignina.
  • Eftir innritun: Spurðu hvernig allt gengur stuttu eftir komu gestanna.
  • Fyrir útritun: Sendu vinalega áminningu um útritunartíma, kvöldið fyrir brottför gesta, til að koma í veg fyrir síðbúna útritun.
  • Eftir útritun: Þakkaðu gestum fyrir og biddu þá um að skrifa umsögn. Gefðu viðkomandi umsögn eins fljótt og unnt er.

Hraðsvör

Með hraðsvörum getur þú svarað algengum spurningum með einum smelli eða pikki. Þú getur notað sömu hraðsvörin fyrir allar skráningar þínar.

Sérsníddu svörin með flýtikóðum sem fylla sjálfkrafa út tilteknar upplýsingar um gesti, bókun og skráningu. Gættu þess að allar skráningarupplýsingarnar séu fullfrágengnar áður en þú notar flýtikóða.

Nokkur dæmi um flýtikóða:

  • Eiginnafn gests
  • Innritunardagur
  • Innritunartími
  • Útritunardagur
  • Útritunartími
  • Innritunarmáti
  • Útritunarleiðbeiningar
  • Leiðarlýsing
  • Ferðahandbók
  • Húsleiðbeiningar
  • Húsreglur
  • Heiti á þráðlausu neti
  • Lykilorð fyrir þráðlaust net

Ef þú notar API-tengdan hugbúnað getur þú notað þessa eiginleika í hugbúnaðinum þínum ef þjónustuveitandi þinn hefur samþætt þá. Ef svo er ekki skaltu hafa samband við þjónustuveitanda þinn til að komast að því hvenær eiginleikarnir verða í boði.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
4. jan. 2024
Kom þetta að gagni?