Yfirfarðu verðið hjá þér

Notaðu innbyggð verðtól til að þróa samkeppnishæfa verðstefnu.
Airbnb skrifaði þann 8. maí 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 8. maí 2024

Verðtillagan sem sýnd er í startpakka Airbnb miðast við staðsetningu, þægindi í boði, eftirspurn gesta og sambærilegar eignir. Þú ræður alltaf verðinu hjá þér og getur breytt því hvenær sem er.

Þú gætir misst af bókunum ef eignin þín er með hærra verð en sambærilegar eignir í nágrenninu. Yfirfarðu verðið hjá þér núna og íhugaðu að breyta því reglulega í samræmi við tekjumarkmið þín.

Samanburður á álíka eignum í nágrenninu

Góður skilningur á staðbundinni eftirspurn getur hjálpað þér að stilla samkeppnishæft verð fyrir eignina.

Opnaðu dagatalið þitt til að skoða meðalverð sambærilegra eigna í nágrenninu á kortinu. Þú getur valið að sjá eignir sem eru annað hvort bókaðar eða óbókaðar dagana sem þú velur. Tekið er tillit til margra þátta við val sambærilegra eigna, meðal annars staðsetningar, stærðar, eiginleika og þæginda.

„Það að vita hvernig málin standa og þróast á mínu svæði veitir mér mikið meira traust á verðinu sem ég býð,“ segir Felicity, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa og ofurgestgjafi í Nýja-Suður Wales, Ástralíu. „Ég kem til með að vita hvort ég sé að bjóða besta verðið og geti haldið mínu striki eða hvort ég þurfi að lækka verðið hjá mér.“

Tekið tillit til annarra þátta

Þegar þú ferð yfir verðið hjá þér skaltu hafa eftirfarandi í huga:

  • Árstíðabundna þróun. Þú getur stillt verðið í takt við eftirspurn. Lisa, ofurgestgjafi í Accord, New York, segist halda verðinu hærra á sumrin þar sem hún býður upp á sundlaug og lægra yfir veturna til að „halda bókunum stöðugum allt árið“.

  • Heildarverðið sem gestir greiða. Það felur í sér þjónustugjöld Airbnb, skatta og öll viðbótargjöld eins og ræstingagjöld og gæludýragjöld. Veldu tiltekinn dag eða dagsetningar í dagatalinu til að sjá sundurliðun á verði, þ.m.t. hvað gestir greiða.

  • Virði eignarinnar. Endurbætur og viðhald stuðlar að fleiri gestum. „Hönnun og þægindi eru frábær leið til að hækka verðið og fá fleiri bókanir,“ segir Katie Kay, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa og ofurgestgjafi í Lake Arrowhead, Kaliforníu.

Snjallverð nýtist þér til að stilla verðið sjálfkrafa. Snjallverðtólið tekur mið af hundruðum þátta til að stilla verðið reglulega í takt við eftirspurn. Þú stillir verðbilið og getur kveikt og slökkt á því fyrir hvaða dagsetningar sem er.

Afslætti bætt við

Sumir gestgjafar bjóða lágt verð í byrjun, áður en skráning viðkomandi hefur safnað mörgum umsögnum sem auka líkur á bókunum frá öðrum gestum. Kynningartilboð og afslættir geta einnig vakið áhuga gesta. Meðal annars:

  • Nýskráningartilboð. Bjóddu 20% afslátt af gistináttaverðinu fyrir fyrstu þrjár bókanirnar. Þetta stuðlar að því að þú fáir umsagnir fyrr.

  • Forkaupsafsláttur. Þú velur með hve miklum fyrirvara gestir þurfa að bóka, allt frá einum til 24 mánuðum fyrir innritun.

  • Afsláttur á síðustu stundu. Fullnýttu lausar dagsetningar í dagatalinu með stuttum fyrirvara, allt frá einum til 28 dögum fyrir inritun.

  • Viku- og mánaðarafsláttur. Bjóddu afslátt af heildarverði bókunar fyrir gistingu sem varir lengur en sjö daga annars vegar og 28 daga eða lengur hins vegar.

„Ég fæ bókanir fyrir lengra tímabil með því að bjóða viku- og mánaðarafslætti,“ segir Daniel, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa og ofurgestgjafi á Kanaríeyjum á Spáni. „Yfirleitt enda gestir á því að bóka eina viku, sem er góður árangur út af fyrir sig.“

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
8. maí 2024
Kom þetta að gagni?