Tól og ábendingar til að hjálpa þér að verðleggja herbergið þitt

Skoðaðu sambærilegar eignir í nágrenninu, taktu tillit til staðsetningarinnar og nýttu þér afslætti.
Airbnb skrifaði þann 10. ágú. 2023
3 mín. lestur
Síðast uppfært 10. ágú. 2023

Viðráðanlegt verð er ein af helstu ástæðum þess að gestir bóka herbergi á Airbnb. Meira en 80% herbergja í heiminum árið 2022 voru undir USD 100 á nótt og meðalverðið var USD 67 á nótt.*

Þú ræður alltaf verðinu hjá þér. Airbnb býður upp á tól sem þú getur notað til að stilla og breyta verðinu hjá þér.

Samanburður á álíka eignum í nágrenninu

Þegar þú verðleggur eignina þína getur verið gott að byrja á því að skoða meðalverð sambærilegra eigna í nágrenninu.

Opnaðu gestgjafadagatalið til að bera saman álíka eignir í nágrenninu. Veldu dagsetningu eða tímabil og pikkaðu síðan eða smelltu á gistináttaverðið. Fyrir neðan það velur þú hnappinn sem segir „bera saman álíka eignir.“ Þá birtist kort sem sýnir meðalverð sambærilegra eigna og þinnar. Þú getur sýnt eignir sem eru annað hvort bókaðar eða óbókaðar á tilteknu tímabili.

Richard, sem býður upp á herbergi nálægt miðborg Toronto, ákvað að bjóða „aðeins lægra verð en samkeppnisaðilarnir“ til þess að fá bókanir fyrr. Það virkaði — Hann segir að fyrstu þrír mánuðirnir hafi verið næstum fullbókaðir.

„Verðið hjá mér er enn frekar lágt en ég hef ávallt markmið mitt að leiðarljósi,“ segir Richard. „Ég hef hugsað mér að hækka verðið í litlum skrefum með tímanum.“

Staðsetning höfð í huga

Með því að fylgjast með þróun ferðalaga á þínu svæði gætir þú átt betra með að bjóða samkeppnishæft verð fyrir eignina. Gestir sem stoppa yfir helgi, fólk sem bókar frí eða ferðast vegna vinnu og annars konar gestir kunna að hafa ólíka skoðun á hvað telst til „viðráðanlegs verðs“.

Reed, ofurgestgjafi í Philadelphia, kynnti sér markaðsumhverfið á svæðinu áður en hann verðlagði fullbúna svefnherbergið sitt á þriðju hæð. Þar sem hann býr nálægt háskólum og sjúkrahúsum verðlagði hann herbergið sitt fyrir námsfólk og starfsnema sem höfðu ekki mikil fjárráð. „Við höfum tekið á móti fjölda tilvonandi lækna og rannsakenda í starfsnámi sem þurfti á gistiaðstöðu að halda í nokkrar vikur,“ segir hann.

Með því að halda verðinu lágu og taka við bókunum á langtímagistingu segist Reed hafa getað haldið dagatalinu fullu og greitt af húsnæðisláninu sínu á undan áætlun. „Ég er með fleiri bókaðar gistinætur og stend í minna umstangi á milli bókana,“ segir hann. „Það er engin ástæða til að flækja hlutina þegar þeir geta verið einfaldir.“

Afslætti bætt við

Gestir sem hyggja á lengri gistingu leita yfirleitt að skráningum með afslætti. Reed notar viku- og mánaðarafslátt til að auka líkur á bókunum. „Flestir sem hafa áhuga á að bóka herbergið okkar eru að leita sér að gistingu í að minnsta kosti í nokkrar vikur,“ segir hann.

Þú getur prófað þig áfram með mismunandi afslætti fyrir mismunandi aðstæður. Þú getur nálgast þessa valkosti frá verðflipanum í dagatalinu:

  • Nýskráningartilboð. Þetta kynningartilboð veitir 20% afslátt af gistináttaverðinu fyrir fyrstu þrjár bókanirnar. Ef þú bætir því við getur það orðið til þess að þú fáir umsagnir frá gestum fyrr og byrjað að skapa þér orðspor sem gestgjafi herbergis.

  • Forkaupsafsláttur. Þessi afsláttur gildir um bókanir sem eru gerðar með fyrirvara. Þú velur með hve miklum fyrirvara, allt frá einum til 24 mánuðum fyrir innritun. Forkaupsafsláttur getur hjálpað til við að ná til gesta sem skipuleggja sig með góðum fyrirvara.

  • Afsláttur á síðustu stundu. Þessi afsláttur gildir um bókanir sem eru gerðar með stuttum fyrirvara. Þú velur hve stuttum, allt frá einum til 28 dögum fyrir innritun. Gestir sem bóka herbergi ferðast oft einsamlir og hafa meiri sveigjanleika til að bóka með minni fyrirvara en til dæmis pör eða fjölskyldur.

  • Viku- og mánaðarafsláttur. Vikuafsláttur gildir um bókanir sem vara sjö nætur eða lengur og mánaðarafsláttur gildir um bókanir sem vara 28 nætur eða lengur. Slíkir afslættir geta hjálpað þér að fylla dagatalið með færri bókunum.

Gakktu úr skugga um að stillt lágmarks- og hámarksdvöl hjá þér sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Að því loknu getur þú stillt hámarksdvölina þannig að hún sé að minnsta kosti jafn margar nætur og dvalarlengdin sem þú hyggst bjóða afslátt fyrir.

*Gistináttaverð með gjöldum og sköttum frá 1. janúar til 31. desember 2022

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
10. ágú. 2023
Kom þetta að gagni?