Vektu athygli á skráningunni þinni

Bættu við hágæðamyndum og tilgreindu öll þægindin sem þú býður upp á.
Airbnb skrifaði þann 8. maí 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 8. maí 2024

Auktu sýnileika skráningar þinnar í leitarniðurstöðum með því að setja inn frábærar ljósmyndir og vinsæl þægindi. Slíkar upplýsingar hjálpa gestum að átta sig á því hvort eignin þín henti þörfum þeirra.

Að setja inn hágæðamyndir

Ljósmyndir eru einn mikilvægasti hluti skráningarsíðunnar. Svona getur þú nýtt þær til að fanga athygli gesta og stuðla að fleiri bókunum.

  • Sýndu eignina eins og hún er upp á sitt besta. Taktu myndirnar á þeim tíma dags sem birtan er sem mest inni í eigninni, dragðu gluggatjöld frá og fjarlægðu allt smádót og aukahluti.
  • Hugaðu að samsetningunni. Miðaðu við blöndu af víðmyndum og nærmyndum og hafðu viðfangsefnið fyrir miðju rammans. Taktu myndir í augnhæð án þess að halla myndavélinni upp eða niður.
  • Bjóddu upp á myndleiðangur. Taktu myndir af öllum rýmum sem gestir hafa aðgang að. Myndleiðangur Airbnb, sem styðst við gervigreind, raðar skráningarmyndum þínum í einu hvelli eftir herbergi þannig að gestir átti sig betur á því hvernig eignin lítur út.

Fáðu fleiri ábendingar um hvernig má taka frábærar skráningarmyndir og kynntu þér hvernig þú getur fengið atvinnuljósmyndara til liðs við þig í gegnum ljósmyndaþjónustu okkar.

Að tilgreina öll þægindi í boði

Þegar þú útbýrð skráningarsíðuna biðjum við þig um að velja úr lista yfir vinsæl þægindi. Mundu að bæta við öðrum þægindum sem þú býður upp á úr heildarlistanum sem telur næstum því 150 þægindi, eftir að þú birtir skráninguna.

Margir gestir nýta sér síur til að leita að eignum sem bjóða upp á þægindin og eiginleikana sem leitast er eftir. Með því að bæta við öllum þægindum í boði eykur þú sýnileika skráningarinnar í leitarniðurstöðum og veitir gestum réttar væntingar.

Vinsælustu þægindin sem gestir leita stöðugt eftir á Airbnb eru meðal annars:

  • Þráðlaust net
  • Sundlaug
  • Heitur pottur
  • Eldhús
  • Sjónvarp eða kapalrásir
  • Loftræsting
  • Þvottavél og þurrkari
  • Gjaldfrjáls bílastæði
  • Sjálfsinnritun

Að hressa upp á skráningartitilinn og -lýsinguna

Notaðu titilinn og skráningarlýsinguna til að sýna það sem ber af við eignina.

  • Hafðu titilinn stuttan. Titillinn „Nútímaleg risíbúð í miðbænum“ inniheldur t.d. fjögur einföld og lýsandi orð. Notaðu aðeins hástaf í upphafi setningar og í tilfelli sérnafna. Slepptu því að nota tjákn (e. emojis), tákn og setningar sem samanstanda af hástöfum.
  • Leggðu áherslu á sérkennin. Þú gætir lagt áherslu á staðsetninguna eða vinsæl þægindi sem þú býður upp á í skráningartitlinum, til dæmis: „Notalegur smábústaður með kokkaeldhúsi.“
  • Notaðu þægilegt orðalag. Segðu frá því í skráningarlýsingunni hvernig það er að gista í eigninni þinni, líkt og þú værir að tala við vin. Leggðu áherslu á atriðin sem þú heldur mest upp á.

Að útbúa húsreglur

Airbnb er með grunnreglur sem allir gestir þurfa að fara eftir. Þær eru skýrar og hnitmiðaðar: Gestir verða að ganga um heimili þitt sem sitt eigið og samþykkja almennu húsreglurnar þínar við bókun.

Húsreglurnar þínar veita gestum upplýsingar um hvað þú leyfir í eigninni þinni. Þessar reglur verða að samræmast þjónustuskilmálum Airbnb, sem og reglum gegn mismunun.

Veldu úr eftirfarandi atriðum á lista Airbnb fyrir almennar húsreglur:

  • Gæludýr
  • Viðburðir
  • Reykingar og rafrettur
  • Kyrrðartími
  • Inn- og útritunartími
  • Hámarksfjöldi gesta
  • Myndataka og kvikmyndun í atvinnuskyni

Þú getur tilgreint viðbótarreglur í skráningarstillingunum ef þú þarft að koma sérstökum leiðbeiningum á framfæri sem koma ekki fram í almennu húsreglunum.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
8. maí 2024
Kom þetta að gagni?