Leggðu grunninn að fimm stjörnu gistingu

Veittu eftirminnilega ferð með þessum gagnlegu ábendingum.
Airbnb skrifaði þann 10. jan. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 8. maí 2024
Leggðu grunninn að fimm stjörnu gistingu
Að taka á móti fyrstu gestunum
Leggðu grunninn að fimm stjörnu gistingu

Fimm stjörnu gisting byggist á undirbúningi þar sem hugsað er út í smáatriðin. Nýttu þér þessa fimm skrefa handbók til að hefjast handa.

1. skref: Réttar væntingar

Dragðu fram kosti eignarinnar samhliða heiðarlegri lýsingu á því sem þú býður upp á.

  • Greindu skýrt frá því sem bíður gesta. Segðu ítarlega frá hverfinu og þægindum í boði til að gestir geti áttað sig á því hvort eignin henti þeim.

  • Uppfærðu skráningarsíðuna í takt við breytingar. Þetta felur í sér að bæta við nýjum þægindum og halda myndum uppfærðum. Sumir gestgjafar uppfæra jafnvel myndir sínar eftir árstíðum.

„Lýstu sérkennum eignarinnar í skráningarlýsingunni á skýran og heiðarlegan hátt,“ segir Nikki, ofurgestgjafi frá San Francisco. „Þetta er í raun góð æfing í að sýna samkennd. Þú ættir að veita gestum nægar upplýsingar til að þeir geti valið réttu eignina fyrir sig.“

2. skref: Snurðulaus inn- og útritun

Gestir gera ráð fyrir að koma og brottför gangi vel fyrir sig.

  • Skrifaðu skýrar innritunarleiðbeiningar. Útskýrðu ferlið skref fyrir skref og láttu fylgja með allar upplýsingar sem gætu komið að gagni, svo sem myndir eða kort með örvum.

  • Haltu útritunarverkum í lágmarki. Það ætti að krefjast lítillar eða engrar fyrirhafnar að fara eftir leiðbeiningunum. Láttu gesti vita hvernig þeir geta læst dyrunum á leiðinni út.

„Við höldum útritunarferlinu okkar eins einföldu og mögulegt er,“ segir Keshav, meðlimur ráðgjafaráðs gestgjafa og ofurgestgjafi í Nýju-Delí. „Ræstitæknir kemur og sér um allt svo að gestirnir þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur.“

3. skref: Hlýlegar móttökur

Reyndu að sjá fyrir þér hvernig gestum kemur til með að líða þegar þeir koma inn í eignina og því sem þeir koma til með að muna eftir að brottför lokinni.

  • Hannaðu notalega eign. Vertu með þægindi eins og púða og ábreiður. Vertu með pláss þar sem gestir geta lagt frá sér eigur sínar.

  • Hampaðu nærsamfélaginu. Þú gætir skreytt með listaverkum frá staðnum eða skilið eftir staðbundið góðgæti. Bentu á uppáhalds staðina þína í ferðahandbókinni.

  • Vertu til taks. Láttu gesti vita að þeir geti náð í þig hvenær sem er. Hafðu kveikt á tilkynningum þannig að þú fáir boð í hvert skipti sem gestir senda þér skilaboð.

„Það mikilvægasta er að gestum líði líkt og eignin sé þeirra eigin,“ segir Catherine, ofurgestgjafi í Columbus, Ohio. „Gefðu þér tíma til að losa þig við allt sem gæti bent til þess að gestirnir séu á heimili einhvers annars.“

4. skref: Að búa sig undir hið óvænta

Hugsaðu út í það hvernig þú getur leyst úr þeim ýmsu málum sem gætu komið upp meðan á dvöl gests stendur.

  • Vertu með neyðarbúnað á staðnum. Hafðu slökkvitæki, sjúkrakassa og vasaljós til taks í eigninni. Láttu gesti fá neyðarsímanúmer ef þeir skyldu þurfa á hjálp að halda.

  • Kynntu þér hvað felst í verndinni. AirCover fyrir gestgjafa veitir vernd frá A til Ö sem er alltaf innifalin og kostar aldrei neitt.

  • Vertu með aðila sem eru til taks. Byggðu upp samband við fólkið sem sinnir viðhaldi. Fáðu samgestgjafa til liðs við þig til að tryggja að einhver sé gestum ávallt innan handar.

5. skref: Að gefa og fá umsagnir

Einkunnir og umsagnir geta byggt um traust meðal gesta og hjálpað þér að bæta úr því sem betur mætti fara.

  • Skrifaðu umsögn um gestina þína. Þetta er tækifæri til að láta í ljós þakklæti, deila athugasemdum og minna gesti á að skrifa umsögn um þig. Gestgjafar og gestir hafa 14 daga frá útritun til að skrifa umsögn.
  • Veittu stjörnugjöfinni athygli. Gestir geta gefið heildardvöl sinni einkunn ásamt því að gefa þér stjörnur fyrir hreinlæti, nákvæmni, innritun, samskipti, staðsetningu og virði.
  • Svaraðu umsögnum. Nýttu þetta sem tækifæri til að sýna að þér sé annt um að bæta það sem betur mætti fara. Ef þú svarar opinberri umsögn gests birtist svarið beint fyrir neðan hana.

„Það er mikilvægt að gefa umsögnum vægi,“ segir Sadie, ofurgestgjafi í Santa Fe, Nýju-Mexíkó. „Gestirnir geta í raun kennt þér hvernig þú ferð að því að fá fimm stjörnu umsögn.“

Þú hefur kost á því að fá einstaklingsbundna leiðsögn frá ofurgestgjafa ef þú átt enn eftir að fá fyrstu bókunina. Um er að ræða vinsælustu og reynslumestu gestgjafana á Airbnb.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Leggðu grunninn að fimm stjörnu gistingu
Að taka á móti fyrstu gestunum
Leggðu grunninn að fimm stjörnu gistingu
Airbnb
10. jan. 2024
Kom þetta að gagni?