Þrjár undirstöður hágæðaupplifunar

Hvernig þú leggur áherslu á styrkleika þína þegar þú sendir inn upplifunina.
Airbnb skrifaði þann 8. jún. 2018
5 mín. lestur
Síðast uppfært 25. ágú. 2021

Aðalatriði

  • Bjóddu upp á eitthvað sem gestir geta eiga ekki auðvelt með að gera á eigin spýtur

  • Taktu mið af sérþekkingu þinni og einstöku sjónarhorni
  • Hjálpaðu gestum að mynda mikilvæg mannleg tengsl
  • Kynntu þér gæðaviðmið og kröfur Airbnb fyrir upplifanir

Viltu mynda tengsl við samfélag ferðalanga og heimafólks sem hefur áhuga á að kynnast heimi þínum betur? Fyrsta skref: Kynntu þér gæðaviðmið og kröfur Airbnb sem allir gestgjafar þurfa að uppfylla til að fá upplifun sína birta. Nú þegar grunnatriðin eru á hreinu skulum við kanna þrjú undirstöðuatriði Airbnb til að bjóða upp á hágæðaupplifun og finna leiðir til að leggja áherslu á styrkleika þína þegar þú sendir inn upplifunina.

Þrjár undirstöður gæða

Upplifunargestgjafar veita ferðalöngum innsýn á veröld sína og láta þeim líða líkt og hún tilheyri þeim, jafnvel þótt það sé ekki nema í nokkrar klukkustundir. Þrjú nauðsynleg gæðaviðmið sem innsend upplifun þarf að uppfylla eru: Sérþekking, sérstakt aðgengi og tengsl. Þessi grundvallaratriði greina upplifanir frá hefðbundnum skoðunarferðum og tryggja að framboð okkar byggi á hágæðaupplifunum undir handleiðslu sérfróðra og vingjarnlegra gestgjafa.

Hér eru nokkur atriði til að hafa í huga þegar þú lest nánar um það sem felst í þessum grundvallaratriðum og hugar að upplifuninni sem þú hyggst bjóða:

  • Sérþekking þín skiptir ekki ein máli heldur einnig hið einstaka sjónarhorn sem þú hefur á tiltekið málefni eða afþreyingu.
  • Leyfðu ímyndunaraflinu að njóta sín. Upplifanir ættu að bjóða upp á eitthvað sem gestir eiga ekki auðvelt með að gera á eigin spýtur. Reyndu að aðgreina upplifun þína frá hefðbundinni afþreyingu fyrir ferðamenn.
  • Bestu upplifanirnar skapa þýðingarmikil, mannleg tengsl. Hvernig ætlar þú að gæta þess að öllum gestum finnist þeir vera hluti af hópnum?

Sérþekking

Hefurðu ástríðu fyrir handverki, afþreyingu og/eða samfélaginu þínu? Þetta er góður upphafspunktur þegar þú hannar hugmyndina að upplifun og sendir hana inn til yfirferðar! Auk ástríðunnar ætti reyndur gestgjafi að hafa í huga hvaða sérþekkingu, réttindi eða sjónarhorn viðkomandi hefur á aðalviðfangsefni upplifunarinnar. Gættu þess að taka það skýrt fram þegar þú sendir inn upplifunina.

Hér eru þrjú dæmi um hvernig þú gætir útskýrt sérþekkingu þína á viðfangsefninu með mismiklum árangri:

Forðastu:„Ég elska skrautskrift!“ Þessi yfirlýsing útskýrir ekki alveg hvernig eða hvers vegna þú hefur sérþekkingu á viðfangsefninu.

Gott: „Ég hef lagt stund á skrautskrift í fimm ár og byrjaði nýlega að kenna vinum mínum.“ Þessi yfirlýsing veitir gagnlega innsýn á hæfni þína til að leiða þessa upplifun.

Frábært: „Ég kenni skrautskrift við SF Asian Arts Center. Ég flutti nýlega ræðu um skrautritun á stafrænu öldinni á alþjóðaráðstefnunni um skrautritun.“ Þessi yfirlýsing sýnir vel fram á marktæka sérþekkingu á viðfangsefninu.

Eleonora and Achref, gestgjafar upplifunarinnar Matarlist! hafa útbúið hlutann upplýsingar um þig með sniðugum hætti sem leggur áherslu á sérþekkingu þeirra:

Fyrsta dæmi: Eleonora er kokkur með yfir 15 ára reynslu á alþjóðavettvangi. Hún er sjónvarpskokkur hjá sjónvarpsstöðinni Italia7 sem elskar að deila þekkingu sinni með öðrum. Hún hefur fetað í fótspor móður sinnar og ömmu af ástríðu en heldur alltaf áfram að bæta við sig þekkingu og auk þess að vera lærður bakari og sérfræðingur í vín og matarpörun, er hún einnig sérhæfður pizzu-bakari, eða pizzaiolo. Hún gaf út fyrstu matreiðslubók sína árið 2018.

Anabel, gestgjafi Náttúruleg litarefni með fornum aðferðum í Mexíkóborg stendur sig einnig vel þegar kemur að því að lýsa sérþekkingu sinni:

Annað dæmi:  Ég er mexíkóskur textílunnandi sem lærði tískuhönnun og trefjalist í Barselóna. Ég snéri aftur til Mexíkó fyrir nokkrum árum þegar ég byrjaði að læra um náttúruleg litarefni í Oaxaca þar sem ég féll fyrir líflegum litbrigðum fornra textílefna. Síðan þá hef ég þróað ýmis verkefni, þar á meðal handsaumaða bakpoka sem búnir eru til úr sumum af efnunum og aðferðunum sem við munum fræðast um á þessu námskeiði.

Þarftu að vera meistari til að bjóða upplifun? Nei! Mundu bara að leggja áherslu á hvaða sérþekkingu þú býrð yfir sem snýr að upplifuninni.

Innherjaaðgangur

Upplifanir ná út fyrir hefðbundna afþreyingu fyrir ferðamenn og gestum er boðið að taka virkan þátt í samfélagi eða menningu gestgjafa. Frábærar upplifanir veita aðgang að stöðum og dægrastyttingu sem hinn almenni ferðamaður gæti líklega ekki nálgast á eigin spýtur.

Íhugaðu að bjóða gestum aðgang að einhverju einstöku sem stendur hinum almenna gesti ekki til boða til að auka líkurnar á því að upplifunin verði birt á Airbnb. Þegar þú sendir upplifunina þína inn skaltu leggja áherslu á það sem er sérstakt við staðina sem þú heimsækir með gestum þínum.

Ég byrja alltaf upplifunina á spurningunni: „Af hverju bókaðir þú þessa upplifun?“ Fólk segist hafa verið að leita að frábrugðinni afþreyingu. Ég býð þeim eitthvað einstakt sem það gæti ekki upplifað á eigin spýtur. Ég reyndi að útbúa áhugaverðari upplifun en þær sem ég sá að aðrir voru að bjóða upp á og það hefur virkað fyrir mig.
Gabriela, Host of Get to know Little Africa'

  • Leyfðu gestum að kynnast sérstökum stað eins og eina vatnsbrunni heimamanna eða falinn almenningsgarð í hverfinu. 
  • Kynntu gestum fyrir fólki, samfélagshópum eða afþreyingu sem þeir hefðu annars ekki aðgang að.
  • Bjóddu skemmtilega útfærslu á hinni hefðbundnu afþreyingu fyrir ferðamenn.

Marvin, gestgjafi upplifunarinnar Hunangsflugumeðferð veitir einstakan aðgang að bakgarði sínum og almenningsgörðum þar sem gestir fá skoðunarferð um býflugnabú Los Angeles. 

Mundu að leggja áherslu á tengsl þín við þessa staði eða samfélagshópa þegar þú sendir inn upplifunina. Spyrðu þig að því hvers vegna þeir eru þér sérstakir og af hverju gestum þínum gætu fundist þeir áhugaverðir. Þú gætir deilt sérstakri minningu sem tengist þessum stöðum.

Tenging

Frábær upplifunargestgjafi einsetur sér að mynda djúpstæð, mannleg tengsl. Viðkomandi leggur sig fram um að taka vel á móti gestum og láta þeim líða vel. Gestgjafinn er vingjarnlegur og hugulsamur, skapar tengsl við gesti sína og leggur sig fram um að veita þeim ánægjulega upplifun. Ef gestgjafinn myndar góð tengsl þá mæta gestir oft í upplifun sem ókunnugir en fara sem vinir.

Þegar þú sendir inn upplifun skaltu leggja áherslu á hvernig þú hyggst huga að smáatriðunum og tryggja að gestir finni til öryggis, tengsla og þátttöku meðan á upplifuninni stendur. Þetta getur verið allt frá litlum atriðum eins og að bjóða sólarvörn á sólríkum degi, til stærri atriða eins og að skapa rými sem einkennist af samkennd þar sem gestir geta myndað tengsl sín á milli.

Hér eru nokkrar spurningar sem þú getur spurt þig að þegar þú útbýrð upplifun:

  • Hvernig er séð fyrir þörfum gesta tengdum hlutum eins og mataræði, aðgengi eða öryggismálum?
  • Hvað gætir þú gert ef ófyrirséðar aðstæður koma upp, eins og veðurbreytingar?
  • Hvernig liðkar þú fyrir tengslamyndun og samskiptum á milli gesta þinna meðan á upplifuninni stendur?
  • Hvernig tekur þú tillit til þarfa hvers og eins í hópi gesta af ólíkum menningarlegum bakgrunni?

Að samþætta þessi atriði á síðunni þinni

Hafðu í huga að allar upplifanir verða að fullnægja þessum gæðaviðmiðum til að komast á markaðssvæði Airbnb. Það skiptir máli hvernig þú segir frá öllum þessum þáttum á upplifunarsíðunni þinni. Í þessum hluta skaltu leggja áherslu á einstaka sérþekkingu þína, innsýn sem utanaðkomandi hafa ekki greiðan aðgang að og tengsl:

Upplýsingar um þig – Mundu að taka fram hvers vegna þú sért besti aðilinn til að leiða þessa upplifun, hvernig sérþekking þín nýtist í afþreyingunni og hvað gerir þig að hugulsömum gestgjafa.

Hvað þið komið til með að gera og hvar þið verðið – Lýstu því hvernig gestir fá aðgang að stöðum eða samfélagshópum sem utanaðkomandi hafa ekki greiðan aðgang að. Farðu út í smáatriðin! Hafðu tilbúin svör við algengum spurningum sem gestir kunna að spyrja.

Það sem ég útvega – Taktu fram það sem er innifalið í upplifuninni, allt frá drykkjum og snarli til miða sem veita gestum aðgang að tilteknum viðburði. 

Aðalatriði

  • Bjóddu upp á eitthvað sem gestir geta eiga ekki auðvelt með að gera á eigin spýtur

  • Taktu mið af sérþekkingu þinni og einstöku sjónarhorni
  • Hjálpaðu gestum að mynda mikilvæg mannleg tengsl
  • Kynntu þér gæðaviðmið og kröfur Airbnb fyrir upplifanir

Airbnb
8. jún. 2018
Kom þetta að gagni?