Kynntu þér stjórnborð samgestgjafa

Notaðu stjórnborðið til að fylgjast með beiðnum og ná til nýrra gestgjafa.
Airbnb skrifaði þann 30. jan. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 30. jan. 2024

Þegar þú hefur tengst þjónustuverkvangi reyndra samgestgjafa og búið til notandalýsingu er komið að samstarfi við gestgjafa sem þurfa á aðstoð þinni að halda. Gestgjafar í nágrenninu geta fundið þig með því að slá inn heimilisfang skráningarinnar sinnar á aðalsíðu reyndra samgestgjafa. Þegar viðkomandi hefur sent þér beiðni birtist hún á stjórnborðinu þínu.

Notkun stjórnborðsins

Stjórnborðið þitt er með tvo flipa:

  • Stillingaflipa, þar sem þú gerir breytingar á notandalýsingunni

  • Beiðnaflipa, þar sem þú fylgist með mögulegum gestgjöfum sem gætu haft áhuga á að vinna með þér

Frá beiðnaflipanum getur þú einnig fylgst með beinum tilvísunum en það eru gestgjafar sem þú hefur tengst utan þjónustuverkvangs reyndra samgestgjafa. Þegar þú bætir þessari tegund gestgjafa við notandalýsinguna þína getur þú fylgst með framvindu viðkomandi á stjórnborðinu þínu.

Eftirfylgni með tilvonandi gestgjöfum

Mikilvægur þáttur í fimm stjörnu gestaumsjón á Airbnb er að svara gestum tímanlega. Sem reyndur samgestgjafi gildir það sama um hvernig þú meðhöndlar beiðnir frá gestgjöfum. Ef þú svarar hratt getur það verið til marks um að þú sért röskur samstarfsaðili.

Þegar þú færð beiðni finnur þú nafn gestgjafans, heimilisfang, símanúmer, netfang, dagsetningu beiðnar og stöðu í beiðnaflipanum. Valkostir fyrir stöðu eru meðal annars:

  • Nýtt: Gestgjafi hefur spurt hvort þú viljir vinna með honum

  • Í vinnslu: Þú ert í viðræðum við gestgjafa um samstarf

  • Tapað: Gestgjafi hefur valið að vinna ekki með þér

  • Hafnað: Þú hefur valið að vinna ekki með gestgjafa

  • Unnið: Þú og gestgjafi hafið samþykkt að vinna saman

Þegar gestgjafi sendir þér boð um að gerast samgestgjafi færðu það í innhólfið þitt á Airbnb. Þú getur samþykkt eða hafnað boðinu. Ef þú veitir samþykki verður staðan á stjórnborðinu sjálfkrafa uppfærð í stofnað til samstarfs. Ef þú hafnar verður staðan uppfærð í hafnað.

Samstarf við gestgjafa

Þegar þú hefur tengst gestgjafa getur þú rætt hugsanlegt samstarf og sagt frá því hvers vegna þú gætir hentað eigninni vel.

„Við gefum tilvonandi gestgjafa yfirsýn á hvað felst í verklaginu, svo sem ræstingar, gestaumsjón og viðhald,“ segja Clarysse og Arthur, reyndir samgestgjafar í París. „Við sýnum viðkomandi tiltekna skráningu sem við höfum umsjón með á vefsíðu Airbnb þannig að gestgjafinn öðlist betri skilning á því sem við gerum og hlakki til frekara samstarfs við okkur.“

Sjáir þú nú þegar um gestaumsjón í sameiningu við aðra gestgjafa gætir þú óskað eftir meðmælum frá viðkomandi. Sandra og Jimmy, reyndir samgestgjafar í Combs-la-Ville í Frakklandi beita oft slíkri nálgun.

„Það kemur sér vel að útskýra það sem felst í þjónustu okkar og sýna skráningar sem við höfum umsjón með, en ekkert toppar góð meðmæli frá núverandi viðskiptavini okkar,“ segir Jimmy. „Það stóreykur líkurnar á því að stofna til nýs samstarfs.“

Sameiginleg markmið

Sabrina, reyndur samgestgjafi í Denver, Colorado segir það gríðarlega mikilvægt að tryggja að þjónusta sín „henti viðkomandi gestgjafa vel.“ Þegar hún hittir nýjan gestgjafa segist hún byrja á því að „kynnast eigninni og átta mig á hve miklum tíma viðkomandi vill verja í gestaumsjónina. Ég spyr gestgjafann einnig út í tekjuvæntingar eða fer yfir tekjumöguleikana.“

Jimmy, reyndur samgestgjafi í Palm Springs í Kaliforníu er sammála þessu. „Ég er mjög vandlátur þar sem nálægð og gæði skipta mig miklu máli,“ segir hann. „Það er lykilatriði að eiga í góðu sambandi við eigendurna.“

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
30. jan. 2024
Kom þetta að gagni?