Fyrstu skrefin til að hefja rekstur á Airbnb

Fylgdu þessum einföldu skrefum til að byrja að afla tekna á Airbnb.
Airbnb skrifaði þann 24. jún. 2022
10 mín. myndskeið
Síðast uppfært 21. júl. 2023

Aðalatriði

  • Áætlaðu hversu mikið þú gætir þénað

  • Kynntu þér hvernig þú getur staðið að rekstri fyrirtækis þíns

Þú þarft ekki að búa yfir reynslu af fyrirtækjarekstri til þess að ná árangri sem gestgjafi á Airbnb. Taktu ofurgestgjafana Bryan og Catherine í Columbus, Ohio á orðinu. Hvorugt þeirra hafði neina reynslu af smárekstri eða gistirekstri áður en þau gerðust gestgjafar á Airbnb með því að skrá aukaherbergi.

„Nú, átta árum síðar, tökum við á móti gestum í fjórum mismunandi fasteignum og erum að vinna að því að koma gistiheimili á laggirnar,“ segir Bryan.

Sértu að hugsa um að opna heimili þitt eða annað rými fyrir gestum og velta fyrir þér hvernig þú getur hafið gistirekstur á Airbnb þá ert þú á réttum stað. Hér eru nokkur einföld skref til að hefjast handa, allt frá áætlun tekjumöguleika til skipulags hversdagsverka.

Leggðu mat á markaðsumhverfið

Byrjaðu á því að skoða eignir á Airbnb og gistiheimili á svæðinu sem svipar til eignar þinnar. Reyndu að átta þig á því sem þessar eignir bjóða og því sem þær vantar en þú gætir mögulega boðið upp á.

Íhugaðu hvers konar gestir eru líklegir til að bóka hjá þér. Er mikið um viðskiptaferðamenn eða fjölskyldur í fríi þar sem þú ert? Eru áhugaverðir staðir í nágrenninu eins og þjóðgarðar eða söguslóðir? Þessar upplýsingar geta hjálpað þér að ákvarða stíl hönnunar, þægindi og dvalarlengd.

Mikilvægt er að kynna sér hvaða lög og skattar eiga við um skammtímaútleigu á staðnum áður en byrjað er að taka á móti gestum. Airbnb getur hvorki veitt þér laga- né skattaráðgjöf en við getum hjálpað þér að finna upplýsingar varðandi reglur um gestaumsjón.

Áætlaðu tekjumöguleikana

Þegar þú hefur aflað þér frekari upplýsinga um markaðsumhverfi þitt getum við hjálpað þér að áætla tekjumöguleika þína. Þegar þú setur þér tekjumarkmið ættir þú einnig að hugsa um útgjöld þín og verðstefnu:

Haltu skrá yfir útgjöldin
Til að átta þig á tekjumöguleikunum og áætla fyrirframgreiddan kostnað vegna innbús, þráðlauss nets og annara nauðsynja ættir þú að halda skrá yfir útgjöld sem ætti líka að ná til þátta eins viðvarandi og endurtekins kostnaðar, t.d. vegna rúmfata, snyrtivara, hreingerningaþjónustu eða greiðslna af húsnæðislánum. Mundu líka að skrá viðhaldskostnað vegna nauðsynlegra viðgerða eða árlegrar skoðunar á skorsteini.

„Við höldum úti reikniskjali þar sem við skráum öll útgjöld og tekjur þannig að við getum fylgst með fjárstreyminu.“
Superhost Bryan,
Columbus, Ohio

Settu upp verðstefnu
Þegar þú setur upp verðstefnu skaltu kynna þér leiguverð í nágrenninu eftir árstíma og hvernig upphafleg verðlagning hjá þér er í samanburði. Þú getur gert breytingar í samræmi við eftirspurn með því að uppfæra verð eftir árstíðum, helgum og stórum viðburðum.

Hafðu í huga að gestir koma til með að greiða þjónustugjald og önnur gjöld sem þú leggur á til viðbótar við gistináttaverðið hjá þér. Það er ekkert að því að byrja með verðið í lægri endanum vegna þess að eftir því sem þú færð fleiri fimm-stjörnu umsagnir getur þú hækkað það.

Íhugaðu snjallverð
Þú getur kveikt á snjallverði til að gera verðlagningu hjá þér sjálfvirka. Snjallverð tekur mið af yfir 70 þáttum, þar á meðal árstíð og eftirspurn og gerir þér einnig kleift að stilla lágmarksverð á nótt svo að verðið hjá þér fari aldrei lægra en sú upphæð.

Ákveddu hvernig þú sinnir gestum

Margar mismunandi leiðir eru til að taka á móti gestum á Airbnb og sumir gestgjafar geta varið meiri tíma í gestaumsjón en aðrir. Komstu að því hvernig þú getur hagað framboði hjá þér og kynntu þér gagnlega þjónustu og tól.

Bryan segir að þegar þau Catherine hófu gestaumsjón hafi þau sinnt öllum verkum sjálf, allt frá þvotti til viðhalds á eigninni. Það kom að því að þau ákváðu að kaupa hluta þessarar þjónustu.

Þú getur einnig gert ákveðna þætti rekstursins sjálfvirka með tólum eins og tímasettum skilaboðum, hraðsvörum og hraðbókun.

Þú ákveður hvenær og hversu oft þú tekur á móti gestum á Airbnb. Með því að nota dagatals- og bókunarstillingar getur þú stillt framboð hjá þér ásamt lágmarks- og hámarksdvöl gesta og fleira.

Útbúðu einstaka upplifun fyrir gesti

Árangur þinn sem gestgjafi ræðst af getu þinni til að skapa eftirminnilega upplifun fyrir gesti.

Ákveddu hvernig gesta þú vilt ná til, svo sem gesta með gæludýr, para, fjölskyldna eða fjarvinnufólks og bjóddu upp á þægindi sem henta þörfum þeirra. Hugsaðu út í smáatriðin sem gera eignina framúrskarandi og láta gestum líða vel eins og hlýleg móttökuskilaboð eða minjagripi frá staðnum.

„Við fengum listamann frá staðnum til að gera teikningar af húsum okkar séð utan frá og breyttum í lítil póstkort sem gestir okkar geta tekið með sér eða sent heim,“ segir Catherine.

Markaðssettu eignina þína

Skráning eignar á Airbnb kostar ekki neitt og þú greiðir aðeins þjónustugjald þegar bókun hefur verið staðfest. Við stefnum að því að gera þetta ferli eins einfalt og mögulegt er—fylgdu bara þessum einföldu skrefum.

Að mati Catherine eru góðar myndir og grípandi skráningartitill það fyrsta sem fólk tekur eftir þegar það skoðar gistingu á Airbnb. Sumir gestgjafar taka hágæðamyndir með snjallsíma en þú getur líka íhugað að ráða atvinnuljósmyndara.
„Við tókum eftir miklum mun á bókunum þegar við fjárfestum í þjónustu atvinnuljósmyndara.“
Superhost Catherine,
Columbus, Ohio

Mundu að mismunandi eignir henta mismunandi fólki. Passaðu að skráningarupplýsingar og myndir séu lýsandi og gefi réttar væntingar.

Fáðu aðstoð frá Airbnb

Airbnb leggur sig fram um að styðja gestgjafa í gegnum allt ferlið svo að hægt sé að taka á móti gestum af öryggi.

Aðalatriði

  • Áætlaðu hversu mikið þú gætir þénað

  • Kynntu þér hvernig þú getur staðið að rekstri fyrirtækis þíns

Airbnb
24. jún. 2022
Kom þetta að gagni?