Hve mikið innheimtir Airbnb af gestgjöfum?
Flestir gestgjafar greiða 3% þjónustugjald fyrir hverja bókun.
Þjónustugjöld standa fyrir prósentuhlutfalli af:
- Gistináttaverði allra bókaðra nátta
- Öllum viðbótargjöldum sem þú leggur á, svo sem ræstinga- eða gæludýragjaldi
Þjónustugjald þitt er sjálfkrafa dregið af hverri útborgun. Þú skiptir annað hvort gjaldinu með gestum eða tekur það alfarið á þig.
Gjaldskipting
Svona er gjaldinu yfirleitt háttað. Flestir gestgjafar sem eru aðeins með eina eign á skrá greiða skipt gjald sem nemur 3%.*
Flestir gestir greiða minna en 14,2% af millisamtölu bókunarinnar, en ýmsir þættir gætu valdið því að upphæðin hækki. Sem dæmi gæti gestur greitt hærra gjald ef viðkomandi greiðir í öðrum gjaldmiðli en þeim sem gestgjafinn tilgreindi við skráningu sína.
Óskipt gjald gestgjafa
Þetta er ekki jafn algengt. Gestgjafar greiða þjónustugjaldið að fullu, yfirleitt um 14% til 16% af millisamtölu bókunarinnar.**
Óskipt gjald gestgjafa er áskilið fyrir hefðbundnar gistieignir eins og hótel og þjónustuíbúðir. Þú greiðir einnig óskipt gjald gestgjafa ef þú notar eignaumsjónarhugbúnað til að tengjast Airbnb, nema flestar skráningar þínar séu staðsettar í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Bahamaeyjum, Argentínu, Úrúgvæ eða Taívan.
Þú hefur val um að greiða óskipt gjald gestgjafa í markaðsskyni ef þú vilt einfalda verðsundurliðunina sem birtist gestum.
Spurningar og svör um þjónustugjöld
*Sumir greiða meira, þar á meðal gestgjafar með eignir á Ítalíu.
**Gestgjafar með ofurstranga afbókunarreglu gætu greitt hærra gjald og gjaldið fyrir dvalir sem vara í 28 nætur eða lengur gæti verið lægra.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.