Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Að bæta við eða breyta myndum

Sýndu eignina í sem bestu ljósi með frábærum myndum  — Þær vega þungt í ákvörðun gesta um hvar skal dvelja.

Hvað felst í myndleiðangri

Myndleiðangrar eru meira en bara leið til að sýna gestum eignina með frábærum ljósmyndum. Nýttu þér myndleiðangurinn sem leið til að úthluta herbergjum réttu myndirnar, þægindin eða aðgengiseiginleikana þannig að gestir geti skoðað hvað felst í hverju herbergi fyrir sig. Ef þú vilt halda áfram að bæta við ljósmyndum handvirkt getur þú einnig gert það! Opnaðu umsjónartól skráningarsíðunnar og síðan eignina þína. Opnaðu myndir og pikkaðu á breyta til að gera viðeigandi breytingar.

Prófaðu þessar ábendingar um myndatöku fyrir frekari aðstoð eða nýttu þér þjónustu atvinnuljósmyndara til að vekja sem mesta athygli á skráningunni þinni.

Svona ganga myndleiðangrar fyrir sig

Þegar þú hefur útbúið myndleiðangurinn getur þú sérsniðið hann með því að bæta myndum við, færa þær til eða eyða herbergjum úr skráningunni. Ef þú bætir við nýjum myndum mun gervigreindin flokka þær í ný herbergi fyrir þig með sjálfvirkum hætti.

Hafðu nokkur atriði í huga eftir að þú bætir myndleiðangri við skráninguna:

  • Gættu þess að minnst ein mynd sé til staðar af öllum herbergjum og rýmum til að við getum birt gestum myndleiðangurinn. Ef þú ert með herbergi eða rými án mynda getur þú annaðhvort bætt við myndum eða einfaldlega eytt því herbergi eða rými. Þú getur síðan alltaf bætt því við síðar.
  • Þegar myndleiðangurinn er tilbúinn getur þú bætt frekari upplýsingum við hvert herbergi eða rými, svo sem svefnfyrirkomulagi, þægindum eða aðgengiseiginleikum.

Að bæta mynd við myndleiðangur

  1. Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á eignin þín í umsjónartóli skráningarsíðunnar
  3. Smelltu á myndir og svo á útbúa myndleiðangur
  4. Smelltu á skoða myndleiðangurinn til að fara yfir hvernig myndunum hefur verið raðað
  5. Smelltu á + til að bæta við nýrri ljósmynd og tengdu hana síðan við herbergi

Athugaðu: Hafðu í huga að til að hægt sé að birta gestum myndleiðangurinn þarf minnst ein mynd að vera til staðar fyrir hvert herbergi eða rými.

Þú getur einnig tilgreint aðgengiseiginleika og þægindi á meðan þú uppfærir myndirnar í myndleiðangrinum.

Uppfærsla á forsíðumynd þinni

  1. Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á eignin þín í umsjónartóli skráningarsíðunnar
  3. Smelltu á myndleiðangur og síðan á allar myndir
  4. Veldu tiltekna mynd og smelltu á nota sem forsíðumynd
  5. Til að bæta við valfrjálsum myndatexta smellir þú á bæta lýsingu við þetta herbergi eða rými
  6. Smelltu á vista

Allt að hálftími gæti liðið áður en breytingarnar koma fram. Prófaðu að nota Google Chrome eða Mozilla Firefox fyrir hraðara upphal.

Athugaðu: Upplausnin skiptir máli. Gættu þess að myndirnar séu að minnsta kosti 1024 x 683 punktar. Ef þú ert í vafa, hafðu þá í huga að stærri mynd er alltaf betri.

Endurröðun mynda

Þú getur endurraðað fyrstu fimm myndunum á forsíðu myndleiðangursins. Pikkaðu einfaldlega á allar myndir og dragðu myndirnar í þá röð sem þú vilt að þær birtist í. Breytingarnar verða sjálfkrafa vistaðar.

Fyrstu fimm myndirnar skipta mestu máli þar sem þær birtast með áberandi hætti á skráningarsíðunni. Gættu þess að fyrsta myndin fangi augað. Það er stóra myndin sem birtist í leitarniðurstöðum.

Að eyða myndum

  1. Smelltu á skráningar og veldu skráninguna sem þú vilt breyta
  2. Smelltu á eignin þín í umsjónartóli skráningarsíðunnar
  3. Smelltu á myndleiðangur og síðan á allar myndir
  4. Smelltu á umsjón með myndum
  5. Veldu myndina eða myndirnar sem þú vilt eyða og smelltu á ruslakörfutáknið
  6. Smelltu á eyða til að staðfesta
Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning