Svona tekur þú frábærar myndir af eigninni þinni

Gerðu eignina klára, notaðu símann sem myndavél og bættu við upplýsingum og myndatextum.
Airbnb skrifaði þann 8. nóv. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 8. nóv. 2024

Frábærar skráningarmyndir vekja athygli, gefa raunhæfar væntingar og veita gestum hvatningu til að bóka. Prófaðu þessar ábendingar til að taka hágæðamyndir af eigninni.

Undirbúningur fyrir myndatöku

Ítarlegar myndir hjálpa gestum að átta sig á því hvort eignin henti þörfum þeirra. Taktu til í eigninni og hugsaðu út í uppstillingar áður en þú hefur myndatökuna.

  • Þrífðu og taktu til í eigninni. Sýndu gestum nákvæmlega hvað bíður þeirra. „Það kemur á óvart hvað það er algengt að fólk gleymi að taka til í eigninni áður en það tekur myndir,“ segir Jeff, ljósmyndari og ofurgestgjafi í Joshua Tree, Kaliforníu.
  • Veldu hvað þú vilt leggja áherslu á. Hverju eiga gestir eftir að verða hrifnir af við eignina? Hverju þurfa þeir að vita af til að koma í fyrir óvæntar uppákomur? Nýttu myndirnar til að sýna skemmtileg smáatriði, vinsæl þægindi og aðgengiseiginleika.
  • Gerðu lista. Reyndu að taka myndir frá mismunandi sjónarhornum af hverju herbergi og svæði sem gestir hafa afnot af. Myndir af bakgarðinum gætu til dæmis sýnt allan garðinn, sundlaugina, veröndina með sólbekkjunum og læsinguna á hliðinu.
  • Finndu réttu lýsinguna. Mjúk og náttúruleg birta skilar sér í hlýlegum myndum með notalegum blæ. Taktu myndir innandyra þegar dagsbirtan er sem mest. Taktu myndir utandyra þegar bjarminn er „gylltur“, um 60 mínútum fyrir morgunsárið eða við sólarlag.
  • Það gæti verið góð hugmynd að ráða atvinnuljósmyndara. Ljósmyndaþjónusta stendur til boða í gegnum Airbnb í tilteknum borgum um allan heim.

Hágæða myndataka

Flestar myndavélar geta tekið góðar myndir af eigninni, þar á meðal myndavélin á snjallsímanum. Svona getur þú tryggt að myndirnar þínar komi sem best út á Airbnb.

  • Slökktu á flassinu. Dragðu frá gluggatjöldum og gardínum. Ef dagsbirtan dugir ekki til skaltu kveikja á ljósunum.
  • Taktu myndir á langsniði. Langsnið kemur betur út en skammsnið vegna þess að myndirnar eru klipptar í ferninga í leitarniðurstöðum og myndir á skráningarsíðunni birtast á langsniði.
  • Miðjustilltu viðfangsefnið innan rammans. Kveiktu á hnitanetinu til að auðvelda uppstillinguna.
  • Taktu myndir beint fram á við. Taktu myndir úr hlutlausri stöðu án þess að halla linsunni upp eða niður til að gestir fái raunhæfa sýn á eignina.
  • Veldu úr myndunum. Veldu blöndu af víðmyndum, myndum teknum úr miðlungs fjarlægð og nærmyndum til að sýna bæði heildarmyndina og smáatriðin.
  • Snyrtu til myndir með myndvinnslu. Stilltu birtustig og skerpu myndanna með tólum á borð við sjálfvirka myndvinnsluhnappinn á símanum þínum. Klipptu, réttu við eða snúðu myndum (þannig að rétta hliðin snúi upp) eftir þörfum.
  • Settu inn myndir í hárri upplausn. Notaðu myndir í minnst 1200 x 800 punkta upplausn. Stærri skrár eru betri, upp í allt að 10 mb.
Slökktu á flassinu og nýttu náttúrulega birtu sem helsta ljósgjafann.

Að bæta við myndleiðsögn og myndatexta

Þegar þú hefur sett myndirnar inn getur þú notað verkfærin í skráningarflipanum til að sýna eignina.

  • Útbúðu myndleiðangur. Myndleiðangurinn raðar myndunum sjálfkrafa eftir herbergi til að gestir átti sig betur á skipulagi heimilisins. Þú getur fært, fjarlægt og bætt við myndum.
  • Bættu upplýsingum við hvert herbergi. Þú gætir tekið fram að rúmið í svefnherberginu sé af king-stærð eða að stofan sé með 55 tommu sjónvarpi. Þú getur einnig tilgreint upplýsingar um aðgengiseiginleika herbergisins.
  • Skrifaðu myndatexta. Taktu fram atriði sem koma ekki fram á myndinni og gætu verið gestum mikilvæg. Til dæmis: „Stækkanlega borðstofuborðið rúmar allt að 10 manns með öllum framlengingum.“
  • Greindu frá því hvar hvert herbergi er staðsett í eigninni. Veittu samhengi eins og t.d.: „Fyrsta svefnherbergið er á annarri hæð og er með aðliggjandi baðherbergi.“
  • Leggðu áherslu á eiginleika og þægindi. Vektu athygli á vinsælum hlutum. Dæmi: „Espressóvél er til staðar í sameiginlega eldhúsinu ásamt hraðsuðukatli og ísskáp með sérhillu fyrir gesti.“ Þegar allt er klárt pikkar þú á hnappinn „skoða“ til að forskoða skráningarsíðuna.

 Þegar allt er klárt pikkar þú á hnappinn skoða til að forskoða skráningarsíðuna.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
8. nóv. 2024
Kom þetta að gagni?