Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Að taka frábærar myndir af eigninni

Gefðu gestum tilfinningu fyrir eigninni með hrífandi myndum, þar á meðal myndum teknum innandyra, utandyra og af hverfinu umhverfis eignina. 

Frekari upplýsingar um notkun myndavélarinnar á snjallsímanum þínum og hvernig skráningarmyndum er hlaðið upp og raðað.

Ábendingar til að taka sem bestar skráningarmyndir

  • Skapaðu rétta stemmingu: Sjáðu til þess að eignin sé hrein og snyrtileg til að hún komi sem best út á myndunum.
  • Dagsbirtan er besta lýsingin: Dragðu frá gluggatjöldum og kveiktu á ljósum til að lýsingin sé með besta móti.
  • Taktu myndir á langsniði: Allar myndir í leitarniðurstöðum eru birtar á langsniði. Myndir á skammsniði sýna ekki eignina jafn vel.
  • Settu inn mynd í réttri upplausn: Notaðu myndir í upplausn sem er minnst 1024 x 683 punktar. Ef þú ert í vafa hafðu þá í huga að stærri mynd er alltaf betri.
  • Sýndu einstök þægindi: Gestum líkar vel við að dvelja á stöðum sem hafa sinn persónuleika. Leggðu því áherslu á sérstök atriði eins og arinn, listaverk eða grill í bakgarðinum.
  • Leggðu áherslu á aðgengiseiginleika: Vektu athygli á atriðum sem gagnast gestum með hreyfihamlanir, svo sem breiðar dyragáttir, þrepalausa gólffleti og gripslár. Frekari upplýsingar um hvaða eiginleikar uppfylla skilyrðin og bestu leiðina til að mynda þá.

Þú getur einnig spurt ofurgestgjafa á svæðinu um ábendingar til að taka góðar skráningarmyndir. Þarfnastu aðstoðar fagfólks? Frekari upplýsingar um ljósmyndaþjónustu.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning