Finndu rétta samgestgjafann á Airbnb

Með þjónustu samgestgjafa er framúrskarandi aðstoð ekki langt undan.
Airbnb skrifaði þann 16. okt. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 16. okt. 2024

Nú er ekkert mál að finna og ráða afbragðs samgestgjafa til að sinna heimili þínu og gestum, beint í appinu.

Þjónusta samgestgjafa kemur þér í kynni við framúrskarandi samgestgjafa á svæðinu sem veita aðstoð í samræmi við þarfir þínar. Veldu úr lista yfir mögulega samstarfsaðila, kynntu þér reynslu þeirra, stofnaðu til samstarfs og deildu útborgunum.

Samgestgjafi getur tekið á móti gestum í þinn stað

Þú getur ráðið samgestgjafa hvort sem þú ert tilvonandi, nýr eða reyndur gestgjafi. Óskaðu eftir aðstoð samgestgjafa við tiltekin verk eða gestaumsjónina sjálfa. Þjónusta þeirra getur falið í sér:

  • Uppsetningu skráningar
  • Uppsetningu á verði og framboði
  • Umsjón með bókunarbeiðnum
  • Skilaboð til gesta
  • Aðstoð við gesti á staðnum
  • Ræstingar og viðhald
  • Myndatöku af eign
  • Innanhússhönnun og skreytingar
  • Umsýslu með leyfum og heimildum fyrir heimagistingu

Samgestgjafar geta bætt við annarri þjónustu, svo sem landslagshönnun, viðskiptagreiningu og þjálfun í gestrisni. Upplýsingar um þjónustu sem tiltekinn samgestgjafi veitir er að finna á þjónustusíðu viðkomandi.

Samgestgjafar í þjónustunni eru meðal bestu gestgjafa okkar. Heildareinkunn samgestgjafa er að meðaltali 4,86 stjörnur frá gestum og þeir hafa fjögurra ára reynslu að meðaltali á Airbnb. Sem stendur eru 73% þeirra ofurgestgjafar og 84% sinna gestaumsjón í minnst einni skráningu í uppáhaldi hjá gestum.

Þjónusta samgestgjafa stendur eins og er til boða í Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Mexíkó, Spáni, Bretlandi og í Bandaríkjunum. Þjónustan kemur til með að standa til boða í fleiri löndum á árinu 2025.

Þjónusta samgestgjafa er einföld í notkun

Nýttu þér þjónustu samgestgjafa til að leita að og tengjast einhverjum sem býður upp á þjónustuna sem þú þarfnast.

Svona finnur þú samgestgjafa:

  • Sláðu inn heimilisfang eignarinnar til að leita að samgestgjafa í nágrenninu. Þú munt sjá þjónustusíður samgestgjafa á svæðinu sem raðast eftir þáttum eins og staðsetningu, virkni og gæðum.
  • Veldu þjónustusíðu tiltekins samgestgjafa til að nálgast frekari upplýsingar, svo sem reynslu, umsagnir, skráningar viðkomandi, verð og fleira.
  • Sendu skilaboð til þeirra sem þér líst best á. Kynntu þig og segðu aðeins frá þörfum þínum.
  • Þú gætir spurt frekari spurninga og rætt væntingar þegar kemur að gestaumsjóninni.

Svona ræður þú samgestgjafa:

  • Gerðu upp hug þinn og þegar þú hefur fundið rétta samgestgjafann gæti það komið sér vel að gera formlegan samstarfssamning.
  • Opnaðu skráninguna þína á Airbnb. Sendu nýja samstarfsaðilanum boð um að gerast samgestgjafi og tilgreindu aðgangsheimildir. Viðkomandi hefur tvær vikur til að samþykkja boðið.
  • Veldu að deila hluta af útborgun hverrar bókunar í gegnum Airbnb.*

Öll verkfærin sem þú þarft til að vinna með samgestgjafa má nálgast í appinu. Þú getur:

  • Sent skilaboð beint til samgestgjafans.
  • Boðið viðkomandi að gerast samgestgjafi skráningar þinnar.
  • Sett upp aðgangsheimildir viðkomandi fyrir umsjón með skráningunni.
  • Deilt útborgunum fyrir bókanir með samgestgjafanum.*

*Ákveðnar takmarkanir eiga við en þær fara eftir staðsetningu gestgjafans, samgestgjafans og eignarinnar.

Þjónusta samgestgjafa stendur til boða í Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi, Ástralíu, Mexíkó (þar sem hún er rekin af Airbnb Global Services Limited); Kanada (þar sem hún er rekin af Airbnb Living LLC); og Brasilíu (þar sem hún er rekin af Airbnb Plataforma Digital Ltda).

Gestgjafar í þjónustu samgestgjafa skera sig frá öðrum fyrir háar einkunnir, lágt afbókunarhlutfall og mikla reynslu af gestaumsjón á Airbnb. Einkunnir byggjast á umsögnum gesta fyrir skráningar þar sem viðkomandi er annað hvort gestgjafi eða samgestgjafi og endurspegla ekki endilega tiltekna þjónustu sem samgestgjafinn býður upp á.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
16. okt. 2024
Kom þetta að gagni?