Nýjum og gagnlegum upplýsingum bætt við tekjustjórnborðið
Með því að hafa tekjuupplýsingar þínar á hreinu getur þú bætt gistireksturinn. Það er ástæða þess að við erum að bæta þessum eiginleikum, innblásnum af athugasemdum gestgjafa, við tekjustjórnborðið.
- Sérsniðnar skýrslur: Útbúðu tekjuskýrslur fyrir hvaða skráningu og tímabil sem er.
- Síaðu eftir greiðsluliðum: Skoðaðu sundurliðun á tekjum þínum eftir gistingu, inneignum, úrlausnum og fleiru.
- Tekjuspjöld: Við látum þig vita þegar þú átt von á greiðslum.
Hér förum við yfir hvernig þú getur notað eiginleikana í tekjustjórnborðinu og byrjum á þeim nýjustu.
Nýjar sérsniðnar skýrslur
Útbúðu sérsniðnar skýrslur fyrir hvaða skráningu og tímabil sem er. Airbnb útbýr enn mánaðar- og ársuppgjör fyrir þig allt frá þeim mánuði sem þú byrjaðir að taka á móti gestum.
Í hverri skýrslu er að finna sundurliðun á vergum tekjum, frádrætti og hreinum heildartekjum. Þú getur einnig haft eftirfarandi með í tekjuskýrslunni:
- Útborgunarmáta sem sýna heildartekjur fyrir hvern reikning
- Frammistöðuupplýsingar sem sýna bókaðar gistinætur og meðallengd dvala
Þegar þú hefur valið hvað þú vilt að komi fram getur þú sótt skýrsluna eða sent þér hana á PDF-sniði með tölvupósti.
Ný sía fyrir greiðsluliði
Síaðu tekjurnar eftir greiðsluliðum þegar þú skoðar væntanlegar eða greiddar færslur. Greiðsluliðirnir eru meðal annars:
- Gisting
- Upplifanir
- Inneignir
- Úrlausnir
Þú getur einnig síað færslur eftir dagsetningu, skráningu og útborgunarmáta.
Ný tekjuspjöld
Tekjuspjald birtist á tekjustjórnborðinu þegar von er á greiðslu. Þar kemur fram:
- Útborgunarmáti
- Fjárhæð
- Áætlaður úrvinnslutími
Opnaðu færsluna til að skoða nánari upplýsingar.
Gagnvirk tekjutafla
Tekjutaflan efst á stjórnborðinu sýnir:
- Mánaðarlegar tekjur þínar undanfarna sex mánuði
- Hve mikið þú hefur þénað í mánuðinum fram að þessu
- Áætlaðar tekjur þínar næstu fimm mánuði miðað við bókanir á næstunni
Víkkaðu út töfluna til að skoða tekjur eftir mánuði eða ári og notaðu síuna til að skoða tekjur eftir skráningu.
Fyrir neðan gagnvirku tekjutöfluna birtast frammistöðuupplýsingar með heildarfjölda bókaðra gistinátta og meðallengd dvala.
Tekjuyfirlitið sýnir vergar tekjur þínar, frádrætti og hreinar heildartekjur frá 1. janúar líðandi árs.
Stillingar og skjöl
Gírhjólatáknið efst í hægra horninu á tekjustjórnborðinu gerir þér kleift að nálgast:
- Útborgunarmáta og millifærslureglur
- Upplýsingar um skattgreiðanda og skattgögn
- Tekjuskýrslur fyrir hvaða skráningu og tímabil sem er
- Endurtekin framlög þín til Airbnb.org sem renna til fólks í neyð í formi prósentuhlutfalls af hverri útborgun
Fáðu forsýn í dag til að prófa nýju eiginleika tekjustjórnborðsins.
Notendaupplifun getur verið mismunandi eftir staðsetningu.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.