Skilvirkari samskipti með uppfærslum á skilaboðum
Skilaboð eru stór þáttur í árangursríkum samskiptum sem gestgjafi. Uppfærslur á skilaboðaflipanum munu hjálpa þér að spara tíma og svara gestum á skýran hátt.
Ný sniðmát fyrir hraðsvör innihalda svör við algengum spurningum svo að þú þurfir ekki að byrja að skrifa frá grunni. Þú getur breytt og sent þessi sniðmát á meðan þú spjallar við gesti eða tímasett þau til sendingar seinna.
Aðrir nýir eiginleikar í skilaboðaflipanum eru:
- Skilaboðaþræðir sem hjálpa þér að halda utan um samtöl
- Breytingatól sem gera þér kleift að breyta eða afturkalla skilaboð sem þú hefur sent
Þessar uppfærslur verða í boði fyrir alla gestgjafa á næstu mánuðum.
Ný hraðsvör
Meira en tylft nýrra sniðmáta fyrir hraðsvör gefa svör við algengum spurningum gesta um efni eins og leiðarlýsingu, þráðlaust net og útritun. Notaðu forskrifuðu skilaboðin eins og þau koma fyrir eða breyttu þeim í samræmi við þína samskiptahætti, þægindi eða þarfir gesta.
Nýju sniðmátin bæta einnig við eiginleikum sem flýta fyrir samskiptum og gera þau auðveldari.
- Tillögur: Þegar eitt af nýju sniðmátunum gæti hjálpað þér að svara spurningu gests birtist gervigreindartillaga að hraðsvari sjálfkrafa í samtalinu en aðeins þú sérð hana. Þú getur yfirfarið og breytt svarinu áður en þú sendir það eða skrifað önnur skilaboð.
- Upplýsingar: Nýju hraðsvörin innihalda staðgengla sem fylla sjálfkrafa út nafn gestsins og tilteknar bókunar- og skráningarupplýsingar þegar skilaboðin eru send.
- Áminningar: Þegar líður að skilaboðum sem þú hefur tímasett muntu sjá áminningu í samtali þínu við gestinn. Breyttu eða slepptu því að senda skilaboðin ef þau endurtaka upplýsingar sem þú hefur þegar deilt.
Nýju eiginleikarnir verða í boði snemma árs 2025. Þangað til getur þú notað núverandi tól okkar til að búa til eigin hraðsvör og tímasetja skilaboð til gesta. Þú tapar ekki neinum sniðmátum sem þú hefur vistað þegar við bætum nýjum sniðmátum við.
Skilaboðaþræðir og breytingatól
Við erum að kynna skilaboðaþræði og breytingatól til að hjálpa þér að hafa umsjón með skilaboðum.
- Skilaboðaþræðir: Þegar þú svarar tilteknum skilaboðum sem þræði er svarið faldað undir upprunalegu skilaboðin. Gestir geta svarað á sama hátt og þannig verður til fjöldi tengdra skilaboða.
- Breytingatól: Þú munt geta breytt skilaboðum innan 15 mínútna frá því að þau eru send og afturkallað skilaboð innan sólarhrings.
Við munum byrja að bjóða upp á skilaboðaþræði og breytingatól í nóvember. Uppfærslur á skilaboðaflipanum eru hluti af vetrarútgáfu 2024.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.