Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Hvenær útborgunin berst þér

Hér eru góðu fréttirnar: Peningarnir þínir eru á leiðinni! Dvalarlengd gests, úrvinnslutími útborgunarmáta þíns og hvort þú sért nýr gestgjafi eða ekki ræður því hvenær útborgunin berst þér.

Athugaðu: Útborganir samgestgjafa eru yfirleitt millifærðar á sama tíma og útborganir gestgjafa og upplýsingarnar í þessari grein eiga einnig við um þær.

Hvenær Airbnb millifærir útborganir fyrir skammtímagistingu

Við millifærum útborgun þína um sólarhring eftir að gestur innritar sig þegar um gistingu sem varir í 27 nætur eða skemur er að ræða og úrvinnslutími útborgunarmáta þíns ræður því hve lengi það tekur greiðsluna að berast.

Hvenær Airbnb millifærir útborganir fyrir langdvöl

Ef bókunin er langdvöl og varir í 28 nætur eða meira, millifærum við útborgun fyrir fyrsta mánuðinn um það bil sólarhring eftir að gesturinn innritar sig og við sendum allar útborganir mánaðarlega eftir það. Frekari upplýsingar um hvernig útborganir fyrir langdvöl ganga fyrir sig.

Úrvinnslutími útborgana

Þegar Airbnb hefur millifært útborgun til þín líður ákveðinn úrvinnslutími áður en greiðslufyrirtæki þitt birtir hana á reikningnum þínum.

  • Hraðgreiðsla: 30 mínútur eða minna frá því að Airbnb millifærir útborgunina (aðeins í boði í Bandaríkjunum)
  • Fyrirframgreitt Payoneer Mastercard debetkort: Innan sólarhrings
  • PayPal: Innan eins virks dags
  • Western Union: Einn virkur dagur en það er mismunandi á milli landa eða svæða
  • ACH (millifærsla): Þrír virkir dagar (aðeins í boði í Bandaríkjunum og Púertó Ríkó)
  • Alþjóðleg millifærsla: Þrír til sjö virkir dagar
  • Bankareikningur: Fimm til sjö virkir dagar
  • MLC-kort: Þrír til fimm virkir dagar (aðeins í boði á Kúbu)
  • VaCuba: Þrír til fimm virkir dagar (aðeins í boði á Kúbu)

    Útborganir gætu tafist fyrir nýja gestgjafa

    Ef þú ert nýr gestgjafi getur verið að við höldum útborgunum til þín eftir í 30 daga eftir að fyrsta bókunin er staðfest. Ef fyrsta bókunin á að hefjast eftir meira en 30 daga færðu útborgunina millifærða sólarhring eftir áætlaðan innritunartíma gestsins. Þetta mun gilda um allar áætlaðar greiðslur á þessu 30 daga tímabili.

    Gakktu úr skugga um að útborgunarmáti þinn og stillingar séu réttar

    Gættu þess að tilgreina minnst einn útborgunarmáta til að þú getir fengið greitt. Gættu þess að setja upp sjálfgefinn útborgunarmáta ef þú vilt að útborganir millifærist sjálfkrafa.

    Þú getur alltaf skoðað útborgunarstöðu í tekjustjórnborðinu.

    Heildarupphæðin er yfirleitt greidd í einu lagi ef innritun á sér stað í fleiri en einni eign sama dag. Ef þú hefur tilgreint lágmarksútborgun verður útborgunin ekki millifærð þar til tilgreindri fjárhæð er náð.

    Tafir á útborgunum vegna helga og frídaga

    Bankar vinna ekki úr millifærslum um helgar eða á almennum frídögum og því verður greiðslan þín afgreidd á næsta virka degi. Hafðu samband beint við bankann þinn ef þú hefur einhverjar spurningar.

    Með hraðgreiðslu og Payoneer er hægt að vinna úr millifærslum útborgana um helgar og á frídögum.

    Útborganir gætu tafist á meðan farið er yfir þær

    Allar færslur gætu verið yfirfarðar áður en þær eru millifærðar. Við gætum til dæmis farið yfir færslu til að koma í veg fyrir svik. Þetta gæti leitt til þess að tafir verði á millifærslunni, hlé verði gert á henni eða hún tekin út af aðganginum þínum. Í þessum tilvikum gætum við þurft að takmarka aðgangsheimildir og greiðslumillifærslur og þú gætir þurft að veita viðbótarupplýsingar til að staðfesta á þér deili.

    Yfirferð er hluti af stöðluðu ferli hjá mörgum fyrirtækjum eins og Airbnb til að koma í veg fyrir svik og fylgja reglugerðum.

    Gjöld kunna að eiga við um suma úborgunarmáta

    Í sumum tilvikum kann að vera að fjármálafyrirtækið eða útborgunarmátinn sem þú notar til að taka á móti greiðslum innheimti viðbótargjald eða gjöld. Kynntu þér nánar hvernig útreikningur á útborgun fer fram.

    Var þessi grein gagnleg?

    Greinar um tengt efni

    Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
    Innskráning eða nýskráning