Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Að nálgast tekjuupplýsingar

Þú getur ávallt skoðað stöðu tekna þinna frá tekjustjórnborðinu.

Gagnvirkt tekjuyfirlit

Tekjustjórnborðið státar nú af gagnvirkum töflum. Þú getur valið útvíkkunartáknið í súluritinu til að opna gagnvirka tekjuyfirlitið.

Gagnvirka tekjuyfirlitið gerir þér kleift að sía töflur eftir skráningu og víxla á milli mánaðarlegra og árlegra tekjuyfirlita, skoða mánaðartekjur fyrir fyrri og komandi ár og yfirfara helstu frammistöðuupplýsingar.

Ársyfirlit fram til dagsins í dag

Ársyfirlitið er heildarupphæðin sem þú hefur unnið þér inn fyrir hverja bókun á tilteknu ári. Það sýnir einnig öll þjónustugjöld, skatta og annan frádrátt ásamt hreinum heildartekjum þínum.

Væntanlegar tekjur

Skoðaðu næstu þrjár væntanlegu færslur á tekjustjórnborðinu eða veldu sýna allar væntanlegar færslur til að skoða listann í heild sinni.

Þú getur síað væntanlegar færslur eftir dagsetningu og skráningu og leitað að tilteknum færslum með staðfestingarkóða bókunar eða upphæð útborgunar.

Opnaðu tiltekna færslu til að skoða færsluupplýsingar ásamt áætluðum greiðsludegi og hvernig útreikningur fór fram. Þú getur einnig breytt útborgunarmátanum sem færslan millifærist á með því að velja breyta útborgunarmáta.

Greiddar tekjur

Skoðaðu síðustu þrjár greiddar færslur í tekjustjórnborðinu eða smelltu á sýna allar greiddar færslur til að skoða listann í heild sinni.

Veldu tiltekna línu til að skoða nánari tekjuupplýsingar, þ. á m. bókunarupplýsingar, leiðréttingar og afbókunarupplýsingar.

Ef þú ert með margar skráningar með bókunum sem hefjast á sama degi, gætir þú fengið tekjurnar útborgaðar í sameiningu og þær birtast þá á sömu línu.

Ef gestur á inni greiðslu hjá þér vegna afbókunar eða breytingar á bókun getur þú fylgst með stöðu hennar á tekjustjórnborðinu. Frekari upplýsingar um hvað felst í tekjuleiðréttingu.

Hvenær þú færð tekjurnar þínar

Þú getur skoðað útborgunaráætlun fyrir allar bókanir undir væntanlegar færslur og greiddar færslur í tekjuhlutanum.

Staða hverrar færslu kemur fram fyrir neðan útborgunarupphæðina. Þú getur smellt á ábendinguna til að fá frekari upplýsingar um hvenær áætlað er að tiltekin útborgun berist þér.

Það ræðst af útborgunarmáta þínum hve langur tími líður þar til greiðsla berst þér.

Ef greiðslan var send nýlega skaltu hafa í huga að úrvinnslutími hennar fer eftir því hvaða útborgunarmáta þú notar. Frekar upplýsingar um meðalúrvinnslutíma okkar.

Svona flytur þú út CSV-skrá með útborgunarupplýsingum þínum:

  1. Opnaðu tekjur
  2. Smelltu á sýna allar væntanlegar greiðslur eða sýna allar greiðslur > sækja skýrslu > útbúa skýrslu til að sækja CSV skránna

To download earnings reports to a PDF

You can also view automatically generated monthly and yearly summary reports for your earnings as well as download them as PDFs.

Download an earning report PDF on desktop

  1. Click Earnings
  2. Go to Settings and documents, then Earnings reports
  3. Choose the desired year of your Earnings report
  4. Click a monthly or yearly report to open it
  5. Click Get PDF report
  6. Under Get PDF report, choose Download PDF or Send by email
  7. Click Download or Send
Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning