Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Búðu þig undir að taka á móti gestum

Jafnt fagfólk sem byrjendur geta alltaf notið góðs af smá undirbúningsvinnu. Svona leggur þú grunninn að góðum árangri (og frábærri umsögn!).

Gerðu dagatalið klárt

Umsjón með dagatalinu er stór hluti af gestaumsjóninni og kemur bæði þér og gestum þínum að gagni. Hér eru nokkrar ábendingar til að koma þér af stað:

Haltu utan um upplýsingar varðandi gesti

  • Kynnstu gestum þínum áður en þeir koma með því að skoða notandalýsingar þeirra eða spjalla við þá til að setja tóninn fyrir dvölina
  • Skrifaðu niður innritunarleiðbeiningar og láttu samskiptaupplýsingar þínar fylgja með ásamt aðgangsorði fyrir þráðlausa netið, upplýsingar um hverfið, húsreglur og aðrar mikilvægar upplýsingar sem gestir þurfa að hafa til að koma sér fyrir og slaka á
  • Ef þú vilt gera kröfu um að gestir séu með notandamynd til að geta bókað eignina getur þú kynnt þér hvernig þú gerir kröfu um notandamynd til að bóka

Búðu eignina undir komu gesta

  • Sjálfsinnritun er góð leið til að hleypa gestum inn ef þú ert ekki á staðnum
  • Magninnkaup af nauðsynjavörum fyrir gesti, s.s. sápu, flöskuvatni eða snarli, er góð byrjun
  • Vertu með nokkur aukasett af rúmfötum og handklæðum við hendina svo að þú þurfir ekki að bíða eftir þvottavélinni.
  • Það gæti komið sér vel að ráða ræstitækna og umsjónarþjónustu. Margir gestgjafar bæta við ræstingagjaldi til að standa undir slíkum kostnaði

Þarftu frekari aðstoð? Opnaðu úrræðamiðstöðina og skoðaðu ábendingar um hvernig þú getur gert upplifun gesta frábæra, t.d. með því að útbúa innritunarleiðbeiningar.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning