Réttar væntingar með nákvæmri staðsetningu

Gestir verða að geta fundið eignina á auðveldan hátt.
Airbnb skrifaði þann 8. mar. 2023
2 mín. lestur
Síðast uppfært 8. mar. 2023

Staðsetning skráningar getur skipt miklu máli varðandi það hvort gestir ákveði að ganga frá bókun. Þegar gestir hafa gengið frá bókun þurfa þeir nákvæma staðsetningu til að innritunin gangi hnökralaust fyrir sig.

Nákvæm staðsetning sett inn

Það er mikilvægt að birta nákvæma staðsetningu á skráningarsíðunni þinni. Einnig er góð hugmynd að veita svipaðar upplýsingar í skráningarlýsingunni þinni. „Ég tilgreini hvar heimilið er staðsett í skráningarlýsingunni,“ segir Juliette, meðlimur ráðgjafaráðs gestgjafa í Naíróbí, Kenía.

Þú getur aðeins breytt heimilisfanginu áður en þú samþykkir fyrstu bókunina. Eftir það þarftu að hafa samband við þjónustuverið til að fá aðstoð.

Sjáðu til þess að gestir eigi gott með að finna eignina

Þegar það kemur að því að veita gestum leiðarlýsingu að eigninni fyrir innritun er ekkert sem kallast „of nákvæmar“ upplýsingar. Juliette deilir GPS-hnitunum með gestum sínum. Hún segist einnig deila nákvæmum smáatriðum, eins og litnum á hliðinu hennar og hvað er skrifað á það.

Juliette er einnig til taks í kringum innritunartímann ef gestir skyldu lenda í vandræðum með að finna eignina. „Gestirnir eru með símanúmerin okkar og hringja vanalega í okkur ef eitthvað er,“ segir hún.

Þú getur bætt frekari upplýsingum við skráningarlýsinguna, eins og upplýsingum um hverfið og bílastæði. Þessar upplýsingar, auk kortsins, gefa gestum betri væntingar og hjálpa þeim að taka meðvitaða ákvörðun við bókun.

Val um almenna eða nákvæma staðsetningu

Þú hefur val um hvernig staðsetningin birtist í leitarniðurstöðum Airbnb:

  • Almenn staðsetning: Kortið sýnir svæðið í kringum eignina í innan við 1 km radíus (hálf míla) frá heimilisfanginu.
  • Nákvæm staðsetning: Kortið sýnir pinna á næstu þvergötu en ekki nákvæma staðsetningu. Þú getur dregið kortið þar til pinninn bendir á réttan stað.

Gestir fá ekki upplýsingar um götuheitið þar til bókunin hefur verið staðfest. Sjálfgefin stilling er almenn staðsetning.

Almenn staðsetning (vinstra megin) og nákvæm staðsetning (hægra megin) birtast á kortinu í leitarniðurstöðum Airbnb.

Frekari upplýsingum bætt við

Ef gestir eiga í vandræðum með að finna eignina gæti verið góð hugmynd að setja upp götunúmer á útidyrnar hjá þér eða betri lýsingu í innkeyrsluna.

Stundum þarf maður að vera svolítið skapandi. „Það er erfitt að finna moldarhúsin okkar,“ segir Keshav, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa í Nýju-Delí, Indlandi. „Götuuppbyggingin er svolítið frábrugðin því sem gengur og gerist. „Þú þarft að fá fylgd einhvers sem þekkir til.“

Keshav hefur verið að vinna að lausn til að auðvelda gestum að innrita sig án aðstoðar. „Við höfum verið að hugsa um hvernig við gætum komið upp litlu, varanlegu skilti við aðalgötuna,“ segir hann.

Að meta valkostina

Upplýsingar um eignina þína, þar á meðal staðsetningu hennar, gefa gestum raunhæfar væntingar og svara spurningum þeirra um hvort eignin þín uppfylli þarfir þeirra. Þær auka líkurnar á að gestir bóki og hjálpa til við að koma í veg fyrir neikvæðar umsagnir.

Gestir gætu til dæmis viljað meta fjarlægðina að næstu stoppistöð fyrir almenningssamgöngur eða fá staðfestingu á því að eignin við ströndina sé alveg við sandinn. Með því að birta nákvæma staðsetningu í leitarniðurstöðum gæti eignin orðið eftirsóknarverðri.

Hins vegar getur stillingin fyrir almenna staðsetningu einfaldað umsjónina með friðhelgis- og öryggismálum. Ef þú velur að birta aðeins svæðið í kringum eignina þína í leitarniðurstöðum gæti það veitt þér og gestum þínum meiri hugarró.

Airbnb
8. mar. 2023
Kom þetta að gagni?