Að skrifa skilvirka skráningarlýsingu
Ein besta leiðin til að gefa réttar væntingar og fá bókanir er að skrifa ítarlega lýsingu á eigninni. Láttu gesti vita nákvæmlega hvað bíður þeirra þegar þeir koma á staðinn.
Skrifaðu skráningarlýsingu þína
Heimilin á Airbnb telja meira en sjö milljónir. Nýttu þér skráningarlýsinguna til að lýsa því sem er einstakt við eignina þína.
- Hafðu þetta stutt og laggott. Gestir renna oft yfir skráningarlýsingar í fljótu bragði með ákveðna lykileiginleika í huga. Tilgreindu mikilvægustu þættina og forðastu að endurtaka upplýsingar sem koma fram annars staðar á skráningarsíðunni, eins og t.d. allan þægindalistann.
Segðu frá eigninni. Tilgreindu nákvæmlega hvers konar upplifun þú leitast eftir að bjóða gestum þínum. Látlaust herbergi í miðbænum getur verið „fullkomin gistiaðstaða þaðan sem hægt er að skoða borgina“. Íbúð á efstu hæð, umkringd trjám, getur verið „láttu þér líða eins og þú værir í trjáhúsi“.
Leggðu áherslu á sérkennin. Útskýrðu það sem skilur eignina þína að öðrum og leggðu áherslu á vinsælustu þægindin sem gestir leitast eftir. Lestu aðrar skráningarlýsingar og umsagnir til að fá innblástur og kynntu þér hvers konar upplýsingar gestir kunna að meta.
Hafðu raunsæið að leiðarljósi. Ef þú gerir of mikið úr því sem eignin hefur upp á að bjóða eða ýkir kosti hennar getur það valdið vonbrigðum og slæmum umsögnum. Lýstu tilteknum þáttum eignarinnar sem gætu reynst sumum gestum erfiðir af hreinskilni, svo sem fólki með takmarkaða hreyfigetu eða börnum.
Fylltu út alla aðra hluta
Nýttu hlutana sem eftir eru til að hjálpa gestum að átta sig á því hvernig það er að gista í eigninni.
- Eignin þín. Skrifaðu almenna lýsingu á herbergjum og rýmum og leggðu áherslu á skemmtileg en hagnýt atriði sem gestir gætu viljað vita af. Til dæmis: „Bakgarðurinn er afgirtur og býður upp á pláss þar sem börn og gæludýr geta hlaupið um.“
- Aðgengi gesta. Láttu gesti vita hvaða hlutum eignarinnar þeir hafa afnot af. Til dæmis: „Gestir hafa aðgang að sameiginlegri verönd sem er aðliggjandi að aðalhúsinu.“
- Samskipti við gesti. Láttu gesti vita við hverju má búast með því að tilgreina hvernig þú kýst að haga samskiptum í eigin persónu. Valkostirnir eru allt frá því að verja tíma með gestunum, til samskipta sem fara eingöngu fram í gegnum appið.
- Aðrar upplýsingar til að hafa í huga. Tilgreindu allt annað sem þú vilt að gestir viti af og kemur ekki fram annars staðar. Til dæmis: „Húsið er í 10 mínútna göngufjarlægð frá miðbænum.“
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.