Hvernig hraðbókun virkar
Hraðbókun gerir gestum kleift að bóka lausar dagsetningar samstundis. Þú þarft ekki að fara yfir og samþykkja hverja bókunarbeiðni fyrir sig, sem sparar tíma. Margir gestir kunna einnig að meta þægindin sem fylgja hraðbókun.
Svona ganga hraðbókanir fyrir sig
Þú getur alltaf kveikt og slökkt á hraðbókun. Uppfærðu bókunarstillingar þínar í skráningarflipanum.
Þegar hraðbókun er notuð þurfa allir gestir sem bóka að ljúka staðfestingu auðkennis á Airbnb, samþykkja húsreglur þínar og uppfylla kröfur þínar til gesta.
Þú getur hagað kröfunum þannig að hraðbókun standi aðeins gestum til boða sem eiga sér snurðulausa ferðasögu. Það þýðir að viðkomandi hefur lokið að minnsta kosti einni gistingu og hefur ekki fengið neikvæðar umsagnir.
Ef þú gerir kröfu um opinber skilríki við innritun eða ef slíkt er áskilið samkvæmt lögum þar sem eignin er staðsett, getur þú óskað eftir því frá gestum með því að senda viðkomandi skilaboð í gegnum skilaboðaflipann.
Þú þarft að uppfæra dagatalið þitt reglulega þegar þú notar hraðbókun. Íhugaðu að samstilla dagatalið þitt á Airbnb við önnur dagatöl sem þú notar. Það hjálpar þér að koma í veg fyrir að fá óvæntar bókanir eða þurfa að fella niður bókun vegna skipulagsáreksturs, sem gæti leitt til afbókunargjalda og annarra afleiðinga.
Þú getur afbókað án afleiðinga hafir þú gilda ástæðu fyrir því, til dæmis ef gestur lætur vita af því að viðkomandi sé líklegur til að brjóta einhverja af húsreglum þínum. Hafðu í huga að þú getur aldrei afbókað ef ástæðan brýtur í bága við reglur Airbnb gegn mismunun.
Ástæður þess að þú gætir áfram fengið bókunarbeiðni
Stundum gætu þér borist bókunarbeiðnir, jafnvel þegar þú notar hraðbókun og ástæður gætu verið eftirfarandi:
- Ekkert framboð er í dagatalinu hjá þér.
- Þú hefur nýlega fellt niður bókun.
- Gestur sem uppfyllir ekki kröfurnar hjá þér gæti sent bókunarbeiðni.
Þú þarft að svara með því að samþykkja eða hafna bókuninni eða senda mögulegum gestum skilaboð innan sólarhrings.
Veldu bókunarstillingarnar sem henta þér best
Þú stjórnar því hvenær og hvernig gestir bóka eignina þína. Þó að hraðbókanir bjóði upp á skilvirkni og þægindi gætu bókunarbeiðnir komið sér betur fyrir suma gestgjafa.
Veldu þann kost sem er líklegastur til að hjálpa þér að komast hjá því að fella niður bókanir hjá gestum af ástæðum sem hægt væri að koma í veg fyrir.