Val á réttri afbókunarreglu

Finndu reglu sem hentar þér og þörfum þínum sem gestgjafi.
Airbnb skrifaði þann 5. feb. 2020
4 mín. lestur
Síðast uppfært 19. jan. 2023

Aðalatriði

  • Rétta afbókunarreglan gæti ýtt undir bókanirnar sem þú vilt fá

  • Taktu mið af þörfum þínum, markmiðum og þeirri tegund gesta sem þú leitast eftir þegar þú velur reglu

  • Þú getur breytt um reglu hvenær sem er

Það getur verið list að velja réttu afbókunarregluna. Skráningin þarf að höfða til gesta án þess að vera afbókuð mikið—og í dag vilja gestir aukinn sveigjanleika við undirbúning á ferðalögum.

Vegna mismunandi þarfa allra gestgjafa höfum við útbúið nokkrar afbókunarreglur. Þú getur valið þær hefðbundnu reglur og langtímareglur sem henta þér best.*

Almennar reglur

Almenna afbókunarreglan hjá þér er fyrir styttri bókanir. Hún gildir um allar bókanir sem vara skemur en 28 nætur samfleytt.

  • Sveigjanleg afbókunarregla: Gestir geta afbókað með meira en sólarhrings fyrirvara og fengið endurgreitt að fullu og þú færð ekki útborgað. Þú færð fyrstu nóttina greidda ef gestur afbókar með minna en sólarhrings fyrirvara og innritar sig ekki. Ef afbókað er eftir innritun færðu greitt fyrir hverja gistinótt auk einnar nætur til viðbótar.
  • Hófleg afbókunarregla: Gestir geta afbókað með meira en fimm daga fyrirvara og fengið endurgreitt að fullu og þú færð ekki útborgað. Ef gestur afbókar með styttri fyrirvara færðu greitt fyrir hverja gistinótt auk einnar nætur til viðbótar ásamt 50% allra ónýttra nátta.
  • Stíf afbókunarregla: Gestir þurfa að afbóka meira en 30 dögum fyrir innritun til að fá fulla endurgreiðslu. Gestir geta einnig fengið endurgreitt að fullu ef þeir afbóka innan tveggja sólarhringa frá bókun ef það er gert minnst 14 dögum fyrir innritun. Þú færð útborgað 50% af öllum nóttum ef gestir afbóka með 7 til 30 daga fyrirvara fyrir innritun. Ef gestir afbóka minna en 7 dögum fyrir innritun færðu útborgað 100% af öllum nóttum.
  • Ströng afbókunarregla: Gestir þurfa að afbóka innan tveggja sólarhringa frá bókun og meira en 14 dögum fyrir innritun til að fá fulla endurgreiðslu. Þú færð útborgað 50% af öllum nóttum ef gestir afbóka með 7 til 14 daga fyrirvara fyrir innritun. Þú færð útborgað 100% af öllum nóttum ef afbókun er með styttri fyrirvara.

Langtímareglur

Langtímaafbókunarreglan gildir um allar bókanir sem vara samfleytt í 28 nætur eða lengur. Hún gildir umfram almennu regluna hjá þér.

  • Stíf langtímaafbókunarregla: Gestir þurfa að afbóka meira en 30 dögum fyrir innritun til að fá endurgreitt að fullu. Ef gestur afbókar eftir það færðu greitt fullt verð fyrir allar gistinæturnar auk 30 viðbótarnátta. Ef minna en 30 dagar eru eftir af bókun þegar gestur afbókar færð þú 100% útborgun fyrir allar eftirstandandi nætur.
  • Ströng langtímaafbókunarregla: Gestir sem afbóka geta aðeins fengið fulla endurgreiðslu ef afbókun á sér stað innan tveggja sólarhringa frá bókun og minnst 28 dögum fyrir innritun. Ef gestur afbókar eftir það færðu greitt fyrir allar gistinæturnar auk 30 viðbótarnátta frá afbókunardeginum. Ef gestur afbókar þegar minna en 30 dagar eru eftir af bókun færð þú 100% útborgun fyrir allar eftirstandandi nætur.

Athugaðu: Ræstingagjöld eru alltaf endurgreidd ef gesturinn afbókar fyrir innritun, óháð afbókunarreglu gestgjafans. Endurgreiðsla á þjónustugjöldum gesta er háð aðstæðum. Frekari upplýsingar um endurgreiðslu gjalda

Þú getur alltaf breytt um afbókunarreglu til að stýra því hvað gestir geta afbókað með miklum fyrirvara fyrir innritun til að fá endurgreitt.

Hvaða regla hentar mér best?

Hún fer eftir því hvaða áhrif afbókun myndi hafa á þig og gistirekstur þinn. Hugsaðu um þarfir þínar og markmið ásamt þeirri tegund gesta sem þú leitast eftir og veldu reglu í samræmi við það.

Íhugaðu að velja sveigjanlega reglu ef:

  • Það er lítið að gera og þú vilt ná til gesta sem vilja sveigjanleika í ferðaáætlunum sínum.
  • Það er háannatími og líklegt er að eignin verði bókuð aftur ef gestur afbókar.
  • Mikil samkeppni er þar sem eignin er og þú hefur engar áhyggjur af síðbúnum afbókunum.

Íhugaðu að velja hóflega reglu ef:

  • Þú vilt draga úr afbókunum á síðustu stundu.
  • Þú vilt hafa einhvern tíma til að fá aðra bókun ef gestur afbókar.
  • Þú vilt höfða til gesta með flóknara skipulag, t.d. viðskiptaferðamenn sem verða að bóka eignir með möguleika á endurgreiðslu.

Íhugaðu að velja stífa reglu ef:

  • Þú vilt forðast afbókanir en ræður við þær með nægum fyrirvara.
  • Þú vilt hafa meiri tíma til að fá aðra bókun ef gestur afbókar.
  • Eignin þín er eftirsótt allt árið um kring.

Munurinn á stífu og ströngu afbókunarreglunum er að með þeirri stífu geta gestir fengið endurgreitt að fullu þegar afbókað er meira en 30 dögum fyrir innritun.

Íhugaðu að velja stranga afbókunarreglu ef:

  • Þú vilt forðast afbókanir og hefur ekki tíma til að finna eða hafa umsjón með bókunum sem koma í staðinn.
  • Þú tekur á móti gestum í eigin persónu og afbókanir á síðustu stundu setja dagskrána þína úr skorðum.
  • Eignin þín er eftirsótt og ströng regla kemur ekki í veg fyrir að gestir bóki hana.

Sumir gestgjafar afla hærri tekna með því að bæta möguleika án endugreiðslu við afbókunarregluna. Með þessum valkosti geta gestir valið strangari afbókunarreglu með afslætti, yfirleitt 10% afslátt af grunnverðinu hjá þér. Ef viðkomandi samþykkir og hættir síðar við bókunina heldur þú allri útborgun þinni fyrir allar bókaðar gistinætur.

Þegar þú velur afbókunarreglu snýst allt um að finna það sem hentar þér og gestum þínum. Mundu bara að margir vilja hafa sveigjanleika á ferðalögum sínum. Prófaðu að byrja með sveigjanlegustu afbókunarregluna sem hentar þér til að ná þessum bókunum.

Kynntu þér meira í handbók okkar um uppsetningu árangursríkrar skráningar

*Aðrar reglur gilda um bókanir í Þýskalandi, á Ítalíu og í Suður-Kóreu.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Rétta afbókunarreglan gæti ýtt undir bókanirnar sem þú vilt fá

  • Taktu mið af þörfum þínum, markmiðum og þeirri tegund gesta sem þú leitast eftir þegar þú velur reglu

  • Þú getur breytt um reglu hvenær sem er
Airbnb
5. feb. 2020
Kom þetta að gagni?