Við kynnum skráningarflipann
Athugasemd ritstjóra: Þessi grein var birt sem hluti af vetrarútgáfunni 2023. Upplýsingar gætu hafa breyst frá fyrstu birtingu. Frekari upplýsingar um nýjustu útgáfu okkar.
Umsjón með skráningarsíðunni er einn mikilvægasti hluti gestaumsjónarinnar vegna þess að hún er staðurinn þar sem gestir kynnast heimilinu þínu. Við höfum séð að skráningar sem tilgreina fleiri upplýsingar fá allt að 20% fleiri bókanir. Margar skráningarsíður tilgreina ekki upplýsingar sem skipta gesti máli vegna þess að það hefur verið of flókið að bæta þeim við.
Þetta er ástæða þess að við kynnum skráningarflipann sem felur í sér nýjan verkfæravöndul til að einfalda umsjón með skráningunni og sýna nánar frá heimilinu.
Hér eru helstu atriði nýja skráningarflipans:
- Umsjónartól skráningarsíðunnar auðveldar þér að bæta við skráningarupplýsingum, þar á meðal þægindum, svefnfyrirkomulagi og fleiru. Með endurhannaða viðmótinu er einnig einfalt að breyta komuupplýsingunum sem gestir þurfa á að halda fyrir innritun.
- Myndleiðangur með gervigreind gerir þér kleift að útbúa myndleiðangur um eignina í einum hvelli. Tólið flokkar myndir eftir herbergi til að gestir geti áttað sig betur á skipulagi heimilisins. Þú getur breytt myndleiðangrinum hvenær sem er og bætt þægindum við hvert herbergi fyrir sig.
- Samþætting snjallláss gerir þér kleift að tengja samhæfa snjalllása við aðgang þinn að Airbnb og útbúa þannig einkvæma dyrakóða fyrir hverja bókun með sjálfvirkum hætti.
Fyrstu skrefin með skráningarflipanum
Pikkaðu á skráningarflipann fyrir miðju stjórnvalmyndarinnar. Núna hefur þú opnað umsjónartól skráningarsíðunnar. Þetta endurhannaða umsjónartól einfaldar innslátt skráningarupplýsinga og veitir ábendingar um hvernig er best að birta þær.
Umsjónartól skráningarsíðunnar skiptist í tvo hluta:
Eignin þín er þar sem þú hefur umsjón með skráningarsíðunni og bætir við upplýsingum um heimilið.
Komuleiðbeiningar er þar sem þú bætir við upplýsingum sem gestir þurfa á að halda fyrir innritun.
Eignin þín
Hér bætir þú við upplýsingum um heimilið eins og skráningartitli, lýsingu og þægindum.
Að bæta við þægindum
Það hefur aldrei verið einfaldara að bæta þægindum við skráningarsíðuna. Opnaðu þægindi og pikkaðu á plúsmerkið (+). Þú getur skoðað næstum 150 þægindi í stafrófsröð eða eftir flokkum, þar á meðal afþreyingu, fjölskyldu og útivist. Þú getur einnig leitað að þægindum eftir heiti, án þess að þurfa að fletta í gegnum listann. Veldu plúsmerkið við hliðina á hvaða eiginleika sem heimilið býður upp á.
Að útbúa myndleiðangur
Hágæða myndir eru með mikilvægustu þáttum frábærrar skráningarsíðu. Þær fanga athygli gesta og geta ýtt undir fleiri bókanir.
Þú getur nýtt þér myndleiðangurinn, sem styðst við gervigreind, til að raða skráningarmyndum þínum í einum hvelli og bjóða gestum upp á myndleiðangur til að þeir átti sig betur á því hvernig eignin lítur út. Það eina sem þú þarft að gera er að pikka á útbúa myndleiðangur. Það er allt og sumt.
Sérsniðna gervigreindarvélin greinir á milli mynda innan- og utanfrá og flokkar hverja mynd sjálfkrafa eftir 19 tegundum herbergja og rýma.
Næst getur þú bætt við upplýsingum um hvert herbergi fyrir sig. Þú getur til dæmis tekið fram að svefnherbergið sé með rúmi í king-stærð eða að sjónvarp sé í stofunni. Þú getur einnig tilgreint upplýsingar um aðgengiseiginleika í samræmi við þessar viðmiðunarleiðbeiningar.
Þú getur breytt myndleiðangrinum hvenær sem er með því að fjarlægja, færa eða bæta við myndum. Að breytingum loknum getur þú forskoðað skráningarsíðuna með því að pikka á hnappinn skoða.
Komuleiðbeiningar
Hér bætir þú við þeim upplýsingum sem gestir þurfa eftir að þeir bóka og áður en þeir koma á staðinn, eins og innritunartíma og sérstakri leiðarlýsingu eða bílastæðaleiðbeiningum. Í fyrsta sinn getur þú séð komuupplýsingar þínar nákvæmlega eins og þær birtast gestum þínum. Þú pikkar einfaldlega á hnappinn skoða.
Að veita komuleiðbeiningar
Með komuleiðbeiningunum getur þú deilt innritunarupplýsingum með gestum þegar þeir hafa gengið frá bókun. Þú getur tilgreint eða breytt innritunarmáta og -tíma, leiðarlýsingu, húsleiðbeiningum og lykilorði fyrir þráðlaust net ásamt fleiru, allt frá einum og sama staðnum.
Að tengja snjalllásinn þinn
Fljótlega munt þú geta tengt snjalllás við aðganginn þinn að Airbnb og útbúið þannig einkvæma dyrakóða fyrir hverja bókun með sjálfvirkum hætti. Þú þarft ekki lengur að breyta dyrakóðum handvirkt á milli bókana.
Gestir geta nálgast kóðann í bókunarupplýsingum sínum á Airbnb ásamt innsláttarleiðbeiningum. Þeir fá einnig dyrakóðann sendan með tölvupósti um leið og gengið hefur verið frá bókun, ásamt tilkynningu rétt fyrir innritun. Hver kóði er aðeins virkur meðan á tiltekinni dvöl stendur. Kóðar renna út 30 mínútum eftir útritun nema að þú breytir tímanum fyrir gestina handvirkt.
Samþætting snjalllása verður innleidd snemma árs 2024 fyrir gestgjafa með skráningar í Bandaríkjunum og Kanada og tilteknar læsingar frá Schlage. Þegar samþættingin verður í boði á þínu svæði getur þú fundið hana undir innritunarmáta. Þú fylgir einfaldlega leiðbeiningunum um tengingu snjalllássins við skráninguna þína á Airbnb.