Umræða um mismunun í spjalli við gestgjafa á Airbnb

Gestgjafar segja frá fjölbreyttum sjónarmiðum um að gera sér grein fyrir hlutdrægni og uppbyggingu samfélagsins.
Airbnb skrifaði þann 1. apr. 2019
7 mín. myndskeið
Síðast uppfært 14. jún. 2022

Aðalatriði

  • Gestgjafar vilja fá mikilvægar upplýsingar um gesti sína

  • Bent hefur verið á að hægt væri að misnota ljósmyndir í bága við reglur okkar gegn mismunun

  • Reglum Airbnb um notendamyndir gesta er ætlað að koma til móts við þessar áhyggjur

Við hjá Airbnb höldum reglulega fundi með gestgjöfum okkar til að eiga í mikilvægum samræðum um málefnin sem skipta þá mestu. Þessir fundir eiga ýmislegt sameiginlegt hvort sem við fjöllum um einkunnir fyrir staðsetningu eða umsagnir gestgjafa; umræðurnar eru heiðarlegar og hreinskilnar og þar er tekið á erfiðum málum.

Fjölbreytt sjónarmið í samfélagi gestgjafa

Í október 2018 breytti Airbnb því hvernig notendamyndir gesta eru birtar til að ýta undir hlutlægari ákvarðanatöku hjá gestgjöfum. Notendamyndir gesta eru nú aðeins sýndar þegar bókun hefur verið staðfest.

Í spjalli við gestgjafa í London í apríl 2019 ræddu gestgjafar áhrif þessara breytinga og af því spunnust djúpt þenkjandi umræður um hlutdrægni og mismunun. Hvort sem við erum meðvituð um það eða ekki höfum við öll trúarkenningar og hlutdrægni varðandi mismunandi samfélagshópa og hópa fólks. Og sama hve opnum huga við reynum að halda getur hlutdrægni stundum orðið til þess að við tökum ákvarðanir sem hafa áhrif á aðra, hvort sem hún er meðvituð eða ómeðvituð.

Sumir gestgjafar lýstu áhyggjum af breytingunni og ítrekuðu mikilvægi þeirra upplýsinga sem fást um gesti. En margir aðrir, eins og Dennis, fögnuðu breytingunni og bentu á að myndir geta stuðlað að mismunun.

„Margir gestir hafa komið til mín og sagt: „Ástæðan fyrir því að ég valdi þig [sem gestgjafa] er sú að ég vissi að mér yrði ekki hafnað vegna þess hver ég er““, segir Dennis.

Laura Chambers, þáverandi framkvæmdastjóri Airbnb, minntist í lok spjallsins á að þótt umræður um mismunun séu flóknar og erfiðar þá séu þær einnig nauðsynlegar. Það er mörgum erfitt að tala um mismunun en við verðum að horfast í augun á henni, saman, áður en við getum barist gegn henni.

Hvernig notendamyndir gesta virka á Airbnb

Við erum öll hlutdræg. En fyrirtæki eins og Airbnb geta komið í veg fyrir að fólk taki hlutdrægar ákvarðanir. Þess vegna skuldbundum við okkur árið 2016 til að meta hvernig notendamyndir birtast í bókunarferlinu. Nú eru notendamyndir gesta ekki sýndar gestgjöfum fyrr en bókun hefur verið staðfest, sem ýtir undir hlutlægari ákvarðanatöku hjá gestgjöfum.

Við komumst að þessari ákvörðun eftir fjölda samtala við gestgjafa og gesti. Þótt flestir gestir hafi myndir sögðust sumir gestir ekki vilja sýna mynd af sér við bókun. Við virðum einnig áhyggjur þeirra varðandi möguleikann á því að myndir verði misnotaðar á einhvern hátt sem brýtur í bága við reglur okkar gegn mismunun.

Gestgjafar hafa um leið sagt okkur að þeir kunni að meta notendamyndir af því að þær geta hjálpað gestgjöfum og gestum að kynnast áður en ferð hefst og til að þekkja gesti í sjón við innritun. Við höfum einnig tekið eftir því hvernig myndir geta gagnast til að auka traust og samfélagskennd.

Stefnunni sem við fylgjum í dag var ætlað að reyna að uppfylla þarfir bæði gestgjafa og gesta. Markmið okkar er einfalt: að gera heiminn þannig að allir geti alls staðar átt heima. Við viljum ná þessu viðkvæma jafnvægi með því að sýna gestgjöfum myndir gesta þegar bókun hefur verið samþykkt. Frekari upplýsingar um breytingarnar

Til að veita gestgjöfum eins og þér meiri stjórn í þessu ferli og til að mynda traust hjá gestum fyrir ferð getur þú:

Þessi skref geta gagnast gestgjöfum þótt áfram sé reynt að draga úr mismunun. Við tókum einnig saman upplýsingasafn sem útskýrir mismunandi hlutdrægni og staðalímyndir, áhrif þeirra á upplifun fólks á verkvangi Airbnb og hvernig vinna má bug á þeim.

En margt er enn ógert og við vitum að þetta er aðeins hluti af því starfi. Við munum áfram funda með gestgjöfum til að læra hvernig við getum unnið saman svo að fólk af ólíkum bakgrunni finni til öryggis, virðingar og hlýju.

Aðalatriði

  • Gestgjafar vilja fá mikilvægar upplýsingar um gesti sína

  • Bent hefur verið á að hægt væri að misnota ljósmyndir í bága við reglur okkar gegn mismunun

  • Reglum Airbnb um notendamyndir gesta er ætlað að koma til móts við þessar áhyggjur

Airbnb
1. apr. 2019
Kom þetta að gagni?