Ný leið okkar til að berjast gegn mismunun á Airbnb
Aðalatriði
Project Lighthouse hjálpar okkur að skilja hvenær og hvernig kynþáttamismunun á sér stað á Airbnb
Við vinnum með samtökum um borgaraleg réttindi til að tryggja að við tökum þessi mikilvægu skref á réttan hátt
Við vinnum einnig með leiðandi persónuverndarstofnunum til að tryggja að friðhelgi allra sé virt
Athugasemd ritstjóra: Skýrt var frá nýjum fréttum í desember 2022 þar sem greint var frá upphaflegum niðurstöðum úr Project Lighthouse ásamt baráttu okkar gegn mismunun. Nánari upplýsingar.
Markmið okkar hefur alltaf verið að skapa heim þar sem allir geta alls staðar átt heima. Kynþáttahyggja, hatur og mismunun gengur gegn öllu því sem við trúum á sem fyrirtæki og alþjóðasamfélag. Frá árinu 2016 höfum við fjarlægt 1,3 milljónir manna af Airbnb vegna þess að viðkomandi höfnuðu því að koma fram við aðra án fordóma eða mismununar, en við eigum enn mikið verk fyrir höndum.
Mikilvægt skref í áframhaldandi baráttu okkar gegn mismunun er að skilja hvenær og hvernig hún á sér stað. Við viljum því segja ykkur frá vitaverkefninu, Project Lighthouse, byltingarkenndu framtaksverkefni sem er að hefjast í Bandaríkjunum til að fletta hulunni af mismunun, mæla hana og sigrast á henni þegar bókað er á Airbnb eða tekið á móti gestum.
Við vitum að þið gætuð verið með spurningar um Project Lighthouse og hvað það þýðir fyrir ykkur og við höfum gert okkar besta til að svara þeim hér.
Hvernig mun Lighthouse Project ganga fyrir sig?
Mismunun byggir á skynjun; og á Airbnb skynjar fólk kynþátt út frá atriðum eins og eiginnöfnum og notendamyndum. Við erum að fara af stað með rannsókn með samtökum um borgaraleg réttindi eins og Color of Change og Upturn til að skilja hvenær og hvar kynþáttamismunun á sér stað á verkvangi okkar og skilvirkni reglna okkar sem berjast gegn henni.
Hvernig þróaði Airbnb Project Lighthouse?
Við höfum þróað Project Lighthouse með áliti frá leiðandi samtökum um borgaraleg réttindi og persónuvernd, þar á meðal Asian Americans Advancing Justice - AAJC, Center for Democracy & Technology, Color Of Change, The Leadership Conference on Civil & Human Rights, LULAC, NAACP, National Action Network og Upturn til að tryggja að allir njóti friðhelgi á sama tíma og við vinnum þetta mikilvæga verkefni.
Hver uppfyllir skilyrði til að taka þátt?
Sem stendur verður verkefnið takmarkað við gestgjafa og gesti í Bandaríkjunum.
Hvenær mun Lighthouse Project fara af stað?
Áætlað er að rannsóknir hefjist í september og öllum gestgjöfum og gestum gefst tækifæri til að afþakka þátttöku. Þann 30. júní deildum við upplýsingum um hvernig ferlið virkar og hvernig má afþakka þátttöku. Allir fá að minnsta kosti 30 daga fyrirvara til að afþakka ef þeir velja að taka ekki þátt.
Hvernig vill Airbnb nota persónuupplýsingar mínar?
Í þessu verkefni er mismunun mæld út frá skynjun. Fólk byggir oft skynjun sína á kynþætti einhvers á nafni og útliti viðkomandi. Í þessu skyni munum við deila notendamyndum af Airbnb og eiginnöfnum sem tengjast þeim með óháðum samstarfsaðila sem er ekki hluti af Airbnb. Þessi samstarfsaðili starfar samkvæmt ströngu trúnaðarsamkomulagi svo að viðkomandi er óheimilt að deila þessum upplýsingum með öðrum.
Samstarfsaðilinn skoðar þessar myndir og eiginnöfn og gefur til kynna skynjun sína eða hvaða kynþætti viðkomandi telur að upplýsingarnar sem við deildum bendi til. Viðkomandi mun deila þessu með sérhæfðu teymi hjá Airbnb sem vinnur eingöngu gegn mismunun. Áður en því er deilt eru allar upplýsingar sem geta tengt kynþátt við aðgang fjarlægðar, þar á meðal ljósmyndin, eiginnafnið og aðrar upplýsingar sem hægt er að nota til að komast að því hvaða aðgangi viðkomandi tilheyrir á Airbnb. Airbnb mun ekki tengja kynþátt við tiltekinna aðganga eða miða við þig á grundvelli þessara upplýsinga.
Við nýtum okkur álit samstarfsaðila okkar, meðal annars til að komast að því hvort bókunum þeirra sem taldir eru tilheyra ákveðnum kynþætti sé hafnað oftar en öðrum, en það hjálpar okkur að búa til nýja eiginleika og reglur til að takast á við slíkt. Við höfum stofnað til samstarfs við samtök um borgaraleg réttindi og persónuvernd til að tryggja að friðhelgi allra sé virt.
Mun Airbnb nota reiknirit, andlitsgreiningartækni eða vélanám?
Nei. Við teljum að besta leiðin til að ákvarða upplýsingar um kynþátt sé með því að nota mannlega skynjun en ekki vélanám. Notkun reiknirita, andlitsgreiningartækni eða vélanáms fyrir eitthvað sem er eins viðkvæmt og kynþátt krefst nákvæmrar íhugunar og meðal annars álits frá samtökum um borgaraleg réttindi og friðhelgi. Við myndum leita leiðsagnar og aðstoðar slíkra samtaka og láta ykkur vita af því ef við værum að íhuga slíkt.
Notendamyndir eru ekki sýndar fyrr en bókun er staðfest. Hvers vegna hyggist þið nota notendamyndir í rannsóknarskyni?
Þótt notendamyndir hafi verið fjarlægðar í upphaflega bókunarferlinu höfum við áhuga á að skilja hvaða áhrif notendamyndir gætu haft á aðra þætti í samskiptum notenda á verkvanginum hvað varðar atriði á borð við afbókanir eða umsagnir.
Hvernig mun Airbnb virða friðhelgi mína?
Áður en við greinum upplýsingar um kynþátt eru allar upplýsingarnar aðgreindar frá notandalýsingunni þinni. Það þýðir að þær eru ekki bundnar við tiltekinn aðgang að Airbnb. Við munum ekki nota þessar upplýsingar til að breyta einstaklingsbundinni upplifun neins sem gestgjafa eða gests á Airbnb og við munum ekki nota þessar upplýsingar fyrir annað en starf okkar gegn mismunun, ekki heldur við markaðssetningu eða auglýsingar. Viđ greinum mynstur á umfangsmeiri hátt.
Hvers vegna er Airbnb að tilkynna Project Lighthouse núna?
Við höfum unnið að þessu verkefni í næstum tvö ár og var ætlunin að hefja það síðar á árinu 2020. Í ljósi nýlegra atburða í Bandaríkjunum sáum við okkur knúin til að bregðast hraðar við. Þ
ótt Airbnb rannsaki nú þegar einstök tilvik mismununar sem tilkynnt er um búum við ekki yfir neinum aðferðum til að mæla stærri þróun og mynstur sem tengjast mismunun sem gæti átt sér stað í gegnum Airbnb. Þessi einstöku tilvik mismununar geta verið einkenni stærra kerfisbundins vandamáls og við viljum berjast gegn hvoru tveggja.
Hvað gerist ef Airbnb verður áskynja um ójafnrétti?
Project Lighthouse er hluti af yfirstandandi vinnu okkar við að koma í veg fyrir og bregðast við mismunun á Airbnb. Niðurstöðurnar verða notaðar til að þróa nýja eiginleika og reglur sem skapa jafnari upplifun á verkvangi okkar og skila því viðvarandi markmiði okkar að skapa meiri samkennd.
Mismunun birtist á ýmsa aðra vegu. Hvers vegna leggur Airbnb áherslu á kynþátt?
Við stöndum gegn hvers konar mismunun, ekki bara kynþáttamismunun eða mismunun gegn tilteknum samfélagshópi. Við einsetjum okkur að vinna gegn mismunun á grundvelli kynþáttar, litarafts, þjóðernisuppruna, aldurs, kyns, kynvitundar, trúarbragða, kynhneigðar, fötlunar og fjölskyldustöðu. Þetta eru allt atriði sem hafa áhrif á gestgjafa og gesti um allan heim. Þetta er hluti af stærri baráttu.
Hvernig get ég hætt þátttöku í Project Lighthouse?
Þú getur alltaf breytt afþökkunarstillingum í í stillingum fyrir friðhelgi og gagnamiðlun. Ef þú hættir þátttöku verður upplýsingunum ekki safnað frá þeim tímapunkti fyrir Project Lighthouse. Hafðu þó í huga að með því að setja inn upplýsingar um þig í þessu skyni hjálpar þú okkur að skapa ný viðmið til að afhjúpa, mæla og berjast gegn mismunun á Airbnb. Áður en við greinum upplýsingar um kynþátt eru allar upplýsingarnar aðgreindar frá notandalýsingunni þinni. Það þýðir að þær eru ekki bundnar við tiltekinn aðgang þinn að Airbnb.
Hvað gerir Airbnb til að hjálpa öðrum fyrirtækjum að berjast gegn mismunun?
Tæknifyrirtæki bera gríðarlega ábyrgð á að bjóða upp á sanngjarna upplifun fyrir alla. Við viljum að Project Lighthouse hafi áhrif út fyrir Airbnb og því miðlum við aðferðafræðinni að baki því í tæknilegu riti sem er aðgengilegt almenningi. Við vonum að ritið verði öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar og að það geti verið upphafspunktur frekari nýjunga sem mæla mismunun ítarlega á sama tíma og friðhelgi notenda er tryggð.
Hvað hefur Airbnb gert hingað til til að bregðast við mismunun?
Á undanförnum árum höfum við gert nokkrar breytingar á Airbnb til að berjast gegn mismunun, þar á meðal:
- Reglur okkar gegn mismunun: Allir notendur Airbnb verða að samþykkja samfélagssáttmála okkar og reglur gegn mismunun. Hafir þú orðið fyrir mismunun munum við rannsaka málið, grípa til aðgerða og hjálpa þér að finna aðra gistingu ef þörf krefur.
- Verndun notendamynda: Við erum öll hlutdræg. Fyrirtæki eins og Airbnb geta þó gert betur til að hanna tól sem koma í veg fyrir að fólk taki hlutdrægar ákvarðanir. Þess vegna eru notendamyndir gesta ekki sýndar gestgjöfum fyrr en bókun hefur verið staðfest, sem hvetur gestgjafa til hlutlægari ákvörðunartöku.
- Hlutlægar bókanir: Hraðbókun gerir fólki kleift að bóka eign samstundis sem auðveldar gestgjöfum ferlið og tryggir að ferlið sé hlutlægt fyrir gesti. Hægt er að bóka milljónir eigna með þessari leið og fleiri bætast sífellt við.
- Sérstakt teymi gegn mismunun: Airbnb er með sérhæft teymi sem sérhæfir sig í að gera breytingar á verkvangi okkar sem hjálpa til við að koma í veg fyrir og taka á mismunun, þar á meðal með þróun á verkefnum á borð við Project Lighthouse og verndun notendamynda.
Project Lighthouse eitt og sér mun ekki binda enda á mismunun á verkvangi okkar en það er mikilvægt skref sem getur hjálpað okkur að greina mismunun sem annars myndi ekki koma fram. Þetta er eitt af mörgum verkefnum sem við erum að vinna að til að gera Airbnb sanngjarnara fyrir alla.
Takk fyrir að vera hluti af samfélaginu okkar og fyrir að vinna með okkur til að skapa heim þar sem allir geta alls staðar átt heima.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
Aðalatriði
Project Lighthouse hjálpar okkur að skilja hvenær og hvernig kynþáttamismunun á sér stað á Airbnb
Við vinnum með samtökum um borgaraleg réttindi til að tryggja að við tökum þessi mikilvægu skref á réttan hátt
Við vinnum einnig með leiðandi persónuverndarstofnunum til að tryggja að friðhelgi allra sé virt