Vertu til reiðu þegar gestir þurfa á þér að halda

Svaraðu hratt og af samkennd og notaðu réttu verkfærin.
Airbnb skrifaði þann 26. feb. 2024
2 mín. lestur
Síðast uppfært 26. feb. 2024

Tímanleg og skýr samskipti eru lykillinn að fimm stjörnu gestaumsjón. Gestir segja að það sé mikilvægt að fá gagnlegar leiðbeiningar og skjót svör. „Góð samskipti verða til þess að gestum líður vel, sem er kjarni gestaumsjónar,“ segir Sadie, ofurgestgjafi í Santa Fe, Nýju-Mexíkó.

Leggðu þig fram um að veita þær upplýsingar sem gestir þarfnast þegar þeir þarfnast þeirra.

Hjálpaðu til

Fólk þarf að sinna ýmsu á ferðalögum. Hafðu það að markmiði að veita gagnlegar upplýsingar á réttum tíma án þess að veita gestum meira en þeir komast yfir.

  • Notaðu tímasett skilaboð. Þetta gerir þér kleift að deila ákveðnum upplýsingum þegar líklegt er að gestir vilji þær. Margir gestgjafar senda til dæmis leiðarlýsingu að eign sinni í tímasettum kynningarskilaboðum daginn fyrir innritun.

  • Skrifaðu ítarlegar húsleiðbeiningar. Vertu með skýrar leiðbeiningar um hvar er að finna mikilvæga hluti og ítarlegar leiðbeiningar fyrir tæki.

  • Hafðu gagnlegar upplýsingar á mörgum stöðum. Þú gætir komið fyrir notkunarleiðbeiningum nálægt hitastillinum og útigrillinu sem og í húsleiðbeiningunum þínum. Gestir ættu að geta fundið þær upplýsingar sem þeir þurfa án þess að þurfa að leita að þeim.

Vertu fljót(ur) til

Gestir gera ráð fyrir að þú svarir hratt, einkum á innritunardegi eða ef vandamál koma upp. Ef spurningar eru ekki áríðandi meðan á dvöl stendur er raunhæft að svara innan 12 klukkustunda. Þú ættir að svara innan klukkustundar ef málið er áríðandi, til dæmis ef lykil vantar.

  • Settu inn tilkynningar. Notaðu Airbnb appið til að fylgjast með skilaboðum gesta. Veldu tilkynningar í síma í appinu og stillingum tækisins, hafðu tækið við höndina með kveikt á hljóðinu og athugaðu með skilaboð öðru hverju meðan á dvöl stendur.

  • Vertu með varaáætlun. Útvegaðu aðstoð þegar þú ert ekki til taks. Fáðu samgestgjafa eða annan aðila og deildu samskiptaupplýsingum með gestum.

  • Notaðu hraðsvör. Þetta gerir þér kleift að svara ákveðnum spurningum enn hraðar með því að skrifa svör fyrirfram. Þú gætir til dæmis sett inn hraðsvar þar sem þú tilgreinir uppáhaldsveitingastaðina þína í nágrenninu til að senda þegar gestum þegar þeir biðja um ráðleggingar á staðnum.

Sýndu skilning

Reyndu að skoða allar aðstæður út frá sjónarhóli gestsins, sérstaklega þegar eitthvað fer úrskeiðis.

  • Sýndu stillingu. Óvænt vandamál geta verið áskorun fyrir alla. Dragðu andann djúpt og einbeittu þér að því að leysa úr málinu.
  • Sýndu gagnsæi. Láttu gesti vita að þú hafir fengið beiðnina og að þú sért að vinna í málunum. Útskýrðu hvenær þú býst við að finna lausn og hvernig þú lætur viðkomandi vita.
  • Svaraðu af samkennd. Settu þig í spor gesta þinna. Litlir hlutir geta jafnvel verið stórmál þegar þeir eru að heiman.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
26. feb. 2024
Kom þetta að gagni?