Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Finndu þjónustuveitendur í tillögulista gestgjafa

Ertu nýr gestgjafi eða þarftu einfaldlega aðstoð við venjubundin verk? Skoðaðu tillögulista gestgjafa. Þetta er listi yfir þjónustu sem gestgjafar hafa mælt með fyrir hluti svo sem ræstingar, viðhald, málningarvinnu og fleira.

Tillögulisti gestgjafa byggist á trausti og reynslu

Þegar þú finnur frábæran ræstitækni, pípara eða annan þjónustuveitanda sem þú getur svo sannarlega mælt með, er svo gott að geta deilt því þannig að aðrir geti líka notið góðs af. Það er öllum í samfélaginu til góðs. Gestgjafaklúbbar Airbnb eru svæðisbundnir og þar má nálgast góð úrræði og ráð. Þú gætir jafnvel fundið fleiri þjónustuveitendur til að bæta við tillögulistann.

Að finna þjónustuveitanda á svæðinu

  1. Smelltu eða pikkaðu á tillögulista gestgjafa
  2. Þjónustuveitendur sem gestgjafar á svæðinu hafa mælt með birtast á kortinu
  3. Notaðu síuna til að velja tiltekna þjónustu
  4. Hafðu beint samband við þjónustuveitandann með upplýsingunum sem birtast

Þegar þú hefur valið þjónustuveitanda skaltu:

  • Útskýra hvers konar þjónustu þú þarfnast og hvers þú væntir af viðkomandi
  • Ganga úr skugga um að viðkomandi hafi réttindi til að sinna þeirri þjónustu sem þú sækist eftir
  • Staðfesta að viðkomandi búi yfir tilskildum leyfum, heimildum, tryggingum o.s.frv. fyrir tilgreinda þjónustu
  • Ganga úr skugga um að þú sért með verð og gjöld viðkomandi á hreinu

Við mælum með því að þú ræðir við eða hittir þjónustuveitandann í eigin persónu áður en þú deilir persónu- eða fjárhagsupplýsingum.

Að mæla með þjónustuveitanda

Ef þú ert gestgjafi með að minnsta kosti eina eign á skrá og naust frábærrar þjónustu frá einhverjum fagaðila getur þú spurt hvort viðkomandi hafi áhuga á að vera bætt við listann okkar. Tillögulisti gestgjafa kostar ekkert fyrir gestgjafa og þjónustuveitendur. Við þurfum bara nafn og netfang viðkomandi til að hefjast handa.

Svona bætir þú þjónustuveitanda við listann:

  1. Smelltu eða pikkaðu á mæla með þjónustuveitanda
  2. Gefðu upp nafn og netfang þjónustuveitandans
  3. Veldu þá þjónustu viðkomandi sem þú hefur reynslu af og vilt mæla með
  4. Sendu inn tillöguna

Bættu þjónustuveitanda við listann

Við sendum tölvupóst til þjónustuveitandans sem mælt var með og viðkomandi þarf síðan að:

  1. Skrá sig inn á aðgang sinn að Airbnb með sama netfanginu og gestgjafinn sem sendi inn tillöguna tilgreindi. Ef þjónustuveitandinn er ekki nú þegar á Airbnb getur viðkomandi stofnað aðgang með þessu netfangi.
  2. Staðfesta og uppfæra samskiptaupplýsingar sínar fyrir tillögulistann, svo sem nafn og símanúmer.
  3. Haka í viðeigandi reiti til að velja þjónustu sem mælt var með og viðkomandi vill að komi fram í tillögulistanum.

Þjónustuveitendur geta opnað stillingar hvenær sem er til að uppfæra samskiptaupplýsingar sínar og velja þá þjónustu sem mælt var með.

Afskráning úr tillögulistanum

Ef þjónustuveitandi vill gera hlé á þátttöku sinni eða afskrá sig úr listanum getur viðkomandi afhakað við alla þjónustu sína úr stillingum og smellt svo eða pikkað á vista. Þjónustuveitandinn kemur með þessum hætti ekki fram í leitarniðurstöðum þar til viðkomandi endurvirkjar meðmælin úr stillingum á ný.

Tillögulista gestgjafa er ekki ætlað að auglýsa eignir eða til kynningar í eigin þágu. Kynntu þér þjónustuskilmálana.

Var þessi grein gagnleg?
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning