Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Handbók
Gestur

Hvernig bókun er breytt

Þarftu að breyta bókun? Slíkt getur komið fyrir en við erum þér innan handar. Svona dregur þú beiðnir til baka, breytir dagsetningum og bætir gestum við eða fjarlægir svo að bókunin gangi eins vel og mögulegt er.

Að gera breytingar á ferð þinni fyrir komu

Viltu gera einhverjar breytingar áður en þú kemur? Sem betur fer getur þú séð um flest í ferðaflipanum. Finndu einfaldlega bókunina, gerðu breytingar (eins og á dögum eða gestafjölda) og sendu gestgjafanum breytingabeiðni. Meðan þú bíður eftir svari getur þú einnig skoðað stöðu beiðninnar undir ferðir eða sent gestgjafanum skilaboð.

Hafðu í huga að þú gætir þurft að hafa samband við hótelið til að breyta bókuninni fyrir suma hótelgistingu.

Að breyta dagsetningum bókunar
Sendu gestgjafanum beiðni um breytingu á ferð fyrir aðra daga eða til að stytta eða framlengja bókunina.

Að breyta gestafjölda í bókun
Kynntu þér hvernig gestum er bætt við eða þeir fjarlægðir úr bókuninni.

Að athuga stöðu á breytingabeiðni vegna ferðar
Kynntu þér hvernig þú færð upplýsingar um stöðu breytingabeiðni.

Að draga beiðni um breytingu á ferð til baka
Fáðu upplýsingar um hvernig þú dregur beiðni um breytingu til baka áður en hún er samþykkt.

Að breyta bókun þinni á upplifun

Að gera breytingar meðan á ferðinni stendur eða eftir útritun

Viltu breyta bókunardagsetningum en ferðin er þegar hafin? Sendu breytingabeiðni úr ferðaflipanum — ef gestgjafinn samþykkir verður bókunin uppfærð og þú greiðir mismuninn eða færð hann endurgreiddan eftir því sem við á. Ef þú vilt hins vegar gista lengur en bókuninni er þegar lokið þarftu að senda nýja bókunarbeiðni til gestgjafans. 

Að breyta bókun meðan á ferð stendur
Kynntu þér hvernig þú getur sent gestgjafanum breytingabeiðni sem viðkomandi þarf síðan að samþykkja.

Lengdu dvölina
Kynntu þér hvernig þú getur lengt bókun.

Ef gestgjafi býður þér gistingu í annarri eign
Frekari upplýsingar um það sem gerist við þessar aðstæður og valkostina sem þú hefur.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning