Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestur

Að breyta fjölda gesta í bókun

Ef þú þarft að gera breytingar á bókuninni, eins og að bæta við viðbótargesti eða fjarlægja einhvern sem kemst ekki í ferðina, getur þú gert það. 

Ef þú vilt deila upplýsingum um ferðina með gestum sem þú hefur þegar gert grein fyrir sem hluta af bókuninni skaltu kynna þér hvernig þú bætir gestum þínum við sem samferðamönnum

Að bæta við eða fjarlægja gesti úr bókun

Svona bætir þú við eða fjarlægir gesti úr bókun í tölvu

  1. Smelltu á ferðir og veldu bókunina sem þú vilt breyta
  2. Undir bókunarupplýsingum smellir þú á breyta bókun
  3. Bættu við eða fjarlægðu gesti
  4. Farðu yfir breytingarnar og verðmuninn
  5. Smelltu á senda beiðni


Hvernig kostnaðurinn getur breyst þegar gestum er bætt við eða þeir teknir út

Heildarverð fyrir ferð getur breyst með nýjum gestafjölda en það fer eftir verðlagningu hjá gestgjafanum þínum. Ef gestgjafinn fer fram á gjald fyrir viðbótargesti er viðbótarkostnaðurinn í flestum tilvikum skuldfærður á sama greiðslumáta og þú notaðir um leið og gestgjafinn samþykkir breytingabeiðnina.

Gestir þurfa að ganga frá viðbótargreiðslu fyrir suma greiðslumáta innan tveggja sólarhringa frá því að gestgjafinn samþykkir beiðni um breytingu á ferð.

Ef þú átt rétt á endurgreiðslu verður hún send með sama greiðslumáta og þú notaðir við bókun. Það ræðst af banka þínum eða fjármálastofnun hve langur tími líður þar til fjárhæðin berst þér. Frekari upplýsingar um meðalúrvinnslutíma.

Gestgjafinn verður að samþykkja breytingabeiðnina til að hún geti talist staðfest

Þegar þú hefur sent beiðni um breytingu á ferð til að bæta gestum við er mikilvægt að bíða eftir samþykki gestgjafans áður en gestirnir mæta. Gestgjafinn þarf fyrst að staðfesta að hann geti tekið á móti öðrum gestafjölda.

Þegar gestgjafinn hefur samþykkt breytinguna færðu staðfestingu og bókunarupplýsingunum verður breytt í samræmi við breytingarnar.

Ef gestgjafinn hefur ekki brugðist við beiðni um breytingu á ferð

Ef þú sendir inn beiðni um breytingu á ferð og gestgjafinn hefur ekki svarað henni getur þú prófað að senda skilaboð til að minna viðkomandi á að fara yfir beiðnina.

Ef þú gekkst frá bókun og kemst ekki lengur

Ekki er hægt að flytja bókun á einhvern annan. Ef þú kemst ekki í ferð þarftu að afbóka og biðja hinn gestinn um að bóka aftur.

Afbókunarkostnaður gæti átt við en það fer eftir afbókunarreglu gestgjafans. Auk þess getur kostnaður vegna endurbókaðrar gistingar verið annar en vegna upphaflegu bókunarinnar.

Ef bókunin þín er hótelgisting

Þú gætir þurft að hafa samband við hótelið til að breyta bókuninni fyrir suma hótelgistingu.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning