Þetta þurfa gestgjafar að vita um tilkynningu Airbnb
Aðalatriði
Okkur finnst við vera á tímamótum í ferðaþjónustu og við viljum hjálpa ykkur við undirbúninginn
Við kynntum ítarlega uppfærslu á appi okkar, vef, reglum og fleiru
Meðal breytinga eru betra þjónustuver, betri skilaboðatól og sjálfvirkar komuleiðbeiningar fyrir gesti
Nú þegar opnast eftir lokanir í mörgum heimshlutum gerum við ráð fyrir mestu aukningu ferðaþjónustu í heila öld. Til að hjálpa þér að undirbúa þig hefur Brian Chesky, forstjóri Airbnb, kynnt nýja skýrslu um þá þróun sem mun einkenna ferðalög framtíðarinnar.
Hann kynnti einnig yfir 100 ný tól, eiginleika og uppfærslur á Airbnb sem gagnast gestgjöfum um allan heim að nýta sér þetta einstaka tækifæri. Skoðaðu myndbandið hér að ofan fyrir kynningu Brians með frekari upplýsingum.
Einföldun einkennir allar þessar breytingar:
- Auðveldara fyrir gesti að sækja sér innblástur, finna fullkomnu eignina og bóka hratt með nýjum eiginleikum eins og sveigjanlegum áfangastöðum og sveigjanlegum dagsetningum
- Auðveldara fyrir nýja gestgjafa að byrja með nokkrum einföldum skrefum með bættu þjónustuveri og gagnlegum úrræðum
- Og eftir heilt ár þar sem gestaumsjón var erfiðari en nokkru sinni fyrr er nú síðast en ekki síst auðveldara fyrir gestgjafa að hafa umsjón með daglegum verkefnum, gleðja gesti og blómstra á Airbnb
Innsýn í nokkrar af mikilvægustu breytingunum
Margir gestgjafar búa sig nú undir fjölgun ferðamanna og því vildum við gera tól okkar og eiginleika öflugri og auðveldari í notkun. Hér eru nokkur dæmi um þær spennandi endurbætur sem við höfum gert:
Auðskiljanlegra og samræmdara app og vefur
Við höfum gert mikilvægar breytingar á helstu stjórnhnöppunum í Airbnb appinu og á vefnum til að auðvelda leit af því sem þarf. Við samræmdum einnig notendaviðmót í appinu og á vefnum eftir að margir gestgjafar bentu á það svo að nú eru hnappar og flipar eins sama hvaða tæki er notað.
Nánari upplýsingar um breytingarnar
Dagsflipinn: Ný heimasíða gestgjafa
Við breytingarnar bættum við einnig við glænýrri miðstöð fyrir gestgjafa sem kallast dagsflipinn. Dagsflipinn birtir öll helstu verk, tilkynningar og uppfærslur á sama stað og hjálpar þér að hafa umsjón með daglegum verkum gestgjafa á sama skjá.
Gestgjafar hafa áður sagt okkur að það hafi tekið of langan tíma að finna það sem þurfti. Með dagsflipanum er sami skjár, á öllum tækjum, sem sýnir hratt og auðveldlega allt sem þarf vegna bókana, beiðna, fyrirspurna, frétta og tilkynninga.
Betra og hraðara innhólf
Allir góðir gestgjafar vita að 5 stjörnu dvöl hefst með frábærum samskiptum við gesti. Innhólfið er ómissandi verkfæri fyrir gestgjafa og við höfum gert nokkrar mikilvægar uppfærslur til að bæta það.
Nýja innhólfið er allt að 10 sinnum hraðara og inniheldur lykileiginleika eins og leit og síur til að finna hratt mikilvæg skilaboð. Við bættum einnig við tímasettum skilaboðum og hraðsvörum til að spara tíma, auka sjálfvirkni og einfalda gestaumsjón.
Nýjar sjálfvirkar komuleiðbeiningar fyrir gesti
Innritun gesta er vendipunktur í hverri bókun. Gestgjafar hafa látið okkur vita að innritun gesta geti verið leiðigjörn og tímafrek.
Við kynnum nýtt tól í þessum mánuði sem birtir mikilvægustu upplýsingarnar fyrir innritun í hverri bókun efst á ferðaflipa gesta tveimur sólarhringum fyrir innritun.
Kynntu þér nýju komuleiðbeiningarnar og útbúðu þínar eigin
Bætt þjónustuver
Samskipti okkar við gestgjafa byggja á tólunum í þjónustuverinu og aðstoðarfulltrúum Airbnb. Við erum að gera gagngerar endurbætur á aðstoð til að þjónusta ykkur betur.
Þar á meðal höfum við tvöfaldað fjölda aðstoðarfulltrúa frá því í fyrra og nú leggjum við áherslu á samkennd í samskiptum í hjálparmiðstöð okkar ásamt því að reglur okkar eru gagnsærri og samræmdari. Við vinnum einnig að því að bjóða sérstakan stuðning við ofurgestgjafa frá og með 30. september 2021 í Norður-Ameríku og við útvíkkum stuðninginn um allan heim fram að áramótum.
Nánari upplýsingar um betrumbætta þjónustuverið
Þetta eru bara fáein dæmi um meira en 100 endurbætur sem við kynnum í þessum mánuði. Við mælum með því að þú kynnir þér allar breytingarnar, prófir nýju tólin og eiginleikana og látir okkur vita hvernig við getum bætt okkur frekar.Aðalatriði
Okkur finnst við vera á tímamótum í ferðaþjónustu og við viljum hjálpa ykkur við undirbúninginn
Við kynntum ítarlega uppfærslu á appi okkar, vef, reglum og fleiru
Meðal breytinga eru betra þjónustuver, betri skilaboðatól og sjálfvirkar komuleiðbeiningar fyrir gesti