Að útbúa hlýlegt og þægilegt rými
Aðalatriði
Hjálpaðu gestum að koma sér vel fyrir með því að skapa pláss fyrir eigur þeirra
Bættu við hugulsömum atriðum eins og blómum og hleðslutækjum fyrir síma
Útvegaðu auka handklæði, salernispappír og hluti eins og kaffi og te
Óháð því hvernig eign þú býður á Airbnb eru nokkrir einfaldir hlutir sem þú getur gert við undirbúning fyrir komu fyrstu gestanna til að gera hana hlýlega og notalega.
Vandaðu þig við hönnun
Íhugaðu hvernig hönnunin á eigninni getur verið heimilislegri og hlýlegri og þetta þarf ekki að vera flókið eða dýrt.
Hér eru nokkrar ábendingar um hugulsama hönnun:
- Vertu með hluti sem sýna persónuleika þinn, eins og minjagripi frá ferðalögum þínum
- Gættu þess að eignin sé ekki of tómleg en það getur virkað ópersónulegt
- Fylgdu ákveðnu litaþema og vertu með listmuni, vefnaðarvöru og aðra hluti sem passa við það
- Leggðu áherslu á einn grip sem fangar augað, eins og djarfa ljósakrónu eða risavaxinn hægindastól
- Skreyttu með plöntum eða blómum til að gera rýmið líflegra.
Vertu með nóg af þægindum
Það er lágmark að útvega salernispappír, sápu, eitt handklæði og kodda á hvern gest ásamt rúmfötum fyrir hvert rúm.
Gestir kunna einnig yfirleitt að meta:
- Auka handklæði, teppi og kodda
- Sjampó og hárnæringu
- Hárþurrku
- Hluti eins og kaffi, te og ketil
- Almennar hreinsivörur
Útbúðu notalegt svefnherbergi
Svefnherbergið er þar sem gestirnir sofa og geyma eigur sínar og því er mikilvægt að það sé notalegt. Hugsaðu út í hvað myndi láta þér líða sem heima hjá þér á ókunnugum stað.
Þú getur til dæmis gert eftirfarandi:
- Búðu til pláss fyrir einkamuni með því að útvega kommóðu með tómum skúffum, fataskáp með lausum herðatrjám eða farangursgrind
- Komdu náttborði með lampa fyrir þannig að gestir geti lagt frá sér gleraugun, símann eða bók nálægt rúminu
- Vertu með góða dýnu, nokkra aukakodda og mjúk teppi svo að hver og einn geti búið um sig eins og viðkomandi finnst þægilegast
- Vertu með plöntur, spegil, vatnskönnu og glas, alþjóðlegt breytistykki og hleðslutæki sem passar í margar tegundir síma til að gera svefnherbergið notalegt
Hugaðu að smáatriðunum
Þú getur stuðlað að ánægjulegri dvöl gesta með því bæta nokkrum atriðum til viðbótar við annars frábæra gestrisni þína.
1. Fjarlægðu óþarfa hluti. Ef þú deilir eigninni með gestum er mikilvægt að hugsa um hvaða hlutum þú stillir upp og hverju þú gengur frá. Eignin getur virkað opnari og hlýlegri þegar búið er að laga til í henni og persónulegum munum komið fyrir á smekklegan hátt.
2. Veittu leiðbeiningar. Útskýrðu fyrir gestunum hvernig heimilistæki og annar búnaður sem stendur til boða virkar (eins og gasarinn, loftkælingin eða bílskúrshurðin). Þú getur komið slíkum leiðbeiningum fyrir í húsleiðbeiningunum.
3. Gistu yfir nótt. Með því að gista öðru hverju yfir nótt í eigninni getur þú áttað þig betur á því hvað vantar eða þarfnast úrbóta. Finnst þér eignin hlýleg og notaleg? Ertu með allt sem þú þarft til að þér líði vel og eins og heima hjá þér? Gerðu breytingar á fyrirkomulaginu þangað til að þú getur svarað báðum þessum spurningum játandi.
4. Halltu öllu hreinu. Hvort sem þú sérð um ræstingar eða ræður utanaðkomandi þjónustu til þess er mikilvægt að halda heimilinu hreinu og fylgja fimm skrefa ræstingaferlinu fyrir og eftir komu hvers gests. Þú getur bætt við ræstingagjaldi til að standa undir tímakostnaði við ræstingar eða ræstiþjónustu. Við höfum útbúið gátlista sem þú getur stuðst við þegar þú undirbýrð eignina fyrir komu gesta.
Aðalatriði
Hjálpaðu gestum að koma sér vel fyrir með því að skapa pláss fyrir eigur þeirra
Bættu við hugulsömum atriðum eins og blómum og hleðslutækjum fyrir síma
Útvegaðu auka handklæði, salernispappír og hluti eins og kaffi og te