Þessi umsjónarmaður fasteigna jók bókanir með verkfærum Airbnb

Kynntu þér hvernig gestgjafi í Colorado hefur umsjón með meira en 120 skráningum.
Airbnb skrifaði þann 6. nóv. 2019
3 mín. lestur
Síðast uppfært 9. okt. 2023

Candace þarf sífellt að halda boltunum á lofti við umsjón meira en 120 eigna fyrir einstaklinga sem eiga heimili í vinsæla skíðabænum Breckenridge, Colorado.

Sem sölustjóri hjá eignaumsýslufélaginu VisitBreck þarf Candace að þekkja eigendurna og þarfir þeirra. Hún verður að muna eftir hverri fasteign, og vita allt um þægindin og viðhald á hverjum stað, en þetta geta verið allt frá raðhúsum í fjallshlíðum til níu svefnherbergja fjallahalla. Auk þess þarf hún að fylgjast með framboði og stöðugt að aðlaga verð fyrir hvert heimili til að hámarka nýtingu.

„Margir af eigendum okkar leigja eignirnar sínar út til að hafa efni á að eiga annað fallegt heimili sem þeir geta notið með fjölskyldu sinni“ segir Candace sem kom til þessa fyrrverandi gullæðisbæjar eftir háskólanám til að fara á snjóbretti og er þar enn. “En fyrir marga þeirra er það einnig staðreyndin að einhver sér um heimili þeirra þegar þeir eru ekki hér. ” Hún segir það til dæmis vera „stórmál“ að vita hvenær rör gætu sprungið í köldu veðri.

Verkvangur Airbnb er einfaldur og nær mikilli dreifingu

Candace leitaði til Airbnb fyrir um fimm árum til að halda utan um fjarvistir heimiliseigenda og til að fá stöðugan gestafjölda. Á þeim tíma var VisitBreck að leitast við að auka markaðssetningu til að ná til fleiri. „Við völdum Airbnb vegna vaxtar verkvangsins,“ segir hún. „Okkur leist svo á að þetta væri frábær verkvangur fyrir fasteignirnar okkar.“

Þetta lukkaðist heldur betur. Candace segir að frá því að hún byrjaði á Airbnb hafi bókunum fjölgað.* Hún þakkar það ekki aðeins dreifingu Airbnb, heldur öllum umsjónarverkfærunum sem hafa einnig einfaldað henni marga þætti skipulagsins sem starf hennar krefst. Þegar hún skráir sig til dæmis inn á stjórnborð verkvangsins getur hún smellt á fjölskráningardatal sem gerir henni kleift að sjá allar rúmlega 120 eignirnar í einu. „Það kom sér vel í verkfærakistunni,“ segir hún.

Verðverkfæri hjálpa umsjónarmanni fasteigna að auka nýtingu

Dagatalið kemur henni að góðu gagni við að halda utan um mismunandi leiguverð fyrir allar eignirnar og hinar ýmsu árstíðir þar sem gestirnir eru mismunandi í hverri eign (fólk sem vill komast á skíði að vetri til, sjá lauflitina að hausti til eða fara í göngur í náttúrunni á sumrin). „Ef ég er með eignir sem ganga ekki nógu vel get ég opnað dagatalið og valið hvaða eign sem er til að bjóða leiguna á kynningartilboði,“ segir hún.

Reglusett Airbnb fyrir verð gera henni kleift að hækka eða lækka verð á tilteknu tímabili miðað við þætti eins og árstíð. Fjölbreyttu verðverkfærin segir hún hafa skipt sköpum í því að VisitBreck tókst að ná um 30% hærra nýtingarhlutfalli. „Við eigum mun auðveldara með umsjón verða,“ segir hún, „svo að vöxturinn hefur verið verulegur.“

VisitBreck hefur bætt við sig nýjum eignum og aukið þjónustu við fasteignaeigendur í ljósi árangursins. Félagið veitir einnig þjónustu við innanhússhönnun og hefur komið á fót smásölu með húsgögn sem það kaupir af handverksfólki frá staðum og mörgum öðrum.

Hefurðu áhuga á faggistingu á Airbnb?
Frekari upplýsingar

*Upplifun sérhvers gestgjafa á Airbnb er einstök. Tekjur gestgjafa eru mjög mismunandi og fara eftir ýmsum þáttum, þar á meðal framboði, verði, samþykkis- og afbókunarhlutfalli, nýtingarhlutfalli og eftirspurn á staðnum.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
6. nóv. 2019
Kom þetta að gagni?