Svona hagar þú sjálfsinnrituninni til að tryggja snurðulausa komu
Sjálfsinnritun er meðal tíu vinsælustu þægindanna á Airbnb. Gestir sía oft leitarniðurstöður eftir eignum sem bjóða upp á hana.* Þú aukið sýnileika skráningar þinnar á Airbnb með því að bjóða sjálfsinnritunarmáta eins og snjalllás.
Sparaðu þér tíma, minnkaðu fyrirhöfn við komu og stuðlaðu að betri umsögnum með því að bjóða gestum upp á einfaldan innritunarmáta.
Veldu innritunarmáta
Vinsælustu sjálfsinnritunarmátarnir eru snjalllás, talnaborð og lyklabox. Það er mikilvægt að veita hverjum gesti einkvæman aðgangskóða í hvert skipti, óháð því hvaða innritunarmáta þú velur.
Mundu að uppfæra skráningarsíðu þína eftir að þú setur upp snjalllás, talnaborð eða lyklabox í eigninni þinni. Þú getur bætt við eða breytt innritunarmátanum í komuleiðbeiningum.
Bættu við innritunarleiðbeiningum
Veittu ábendingar um hvernig komast má inn í eignina. Gestir fá leiðbeiningarnar sjálfkrafa sendar einum til tveimur sólarhringum fyrir innritun.
Útskýrðu hvar hægt er að nálgast, opna og læsa snjalllásinum, talnaborðinu eða lyklaboxinu. Þú getur bætt við myndum til skýringar.
Útbúðu hraðsvör
Nýttu þér þessi sniðmát fyrir stutt skilaboð til að svara algengum spurningum varðandi innritun. Þú gætir til dæmis útbúið skilaboð sem þú sendir gestum í hvert skipti sem spurt er um akstursleiðbeiningar eða bílastæðamál.
Það er ekkert mál að breyta og senda hraðskilaboðin hvenær sem þú átt í samskiptum við gesti.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
*Samkvæmt niðurstöðum Airbnb um þægindin sem oftast var leitað að um allan heim frá 1. janúar til 30. júní 2024.