Uppfærslur auðvelda umsjón með dagatalinu í farsíma

Veldu margar dagsetningar með einni stroku og fáðu yfirlit yfir heilt ár í einu.
Airbnb skrifaði þann 17. jan. 2024
2 mín. lestur
Síðast uppfært 25. maí 2023

Athugasemd ritstjóra: Þessi grein var birt sem hluti af sumarútgáfu Airbnb 2023. Upplýsingar gætu hafa breyst frá fyrstu birtingu. Frekari upplýsingar um nýjustu útgáfu okkar.

Dagatal gestgjafa er einn mest notaðasti eiginleiki Airbnb appsins. Þið hafið sagt okkur að einföld verkefni taki of langan tíma, eins og að þurfa að pikka á hvern dag fyrir sig til að velja tímabil sem spannar margar vikur.

Við kynnum tvær uppfærslur sem einfalda umsjón með dagatalinu úr farsíma.

  • Val á dagsetningum með einni stroku: Veldu dagsetningar á tilteknu tímabili með því að ýta á þá fyrstu, halda inni í stutta stund og strjúka yfir og niður til að bæta fleiri dagsetningum við. Er næsta vika til dæmis ennþá laus hjá þér? Þú getur breytt verðinu fyrir þessar dagsetningar án þess að þurfa að loka dagatalinu eða skipta á milli valmynda.

  • Árlegt yfirlit: Frá og með júnímánuði getur þú skoðað framboðið hjá þér fyrir allt árið ásamt verði hvers mánaðar á sömu valmyndinni. Veldu „ár“ í fellivalmyndinni efst á dagatalinu til að sýna alla 12 mánuðina í einu. Dagsetningar með yfirstandandi bókunum, bókunum á næstunni og í vinnslu birtast í sama lit og í mánaðaryfirlitinu. Pikkaðu á tiltekinn mánuð til að breyta gistináttaverðinu fyrir allan mánuðinn.

Við höfum fært öll verðtólin á einn og sama stað í dagatalinu. Pikkaðu einnig á gírhjólatáknið fyrir stillingar efst í hægra horni valmyndarinnar. Þú getur einnig notað hnappana fyrir neðan verðið hjá þér til að bera það saman við álíka eignir sem verið er að bóka í nágrenninu eða til að fá sundurliðun á verðinu sem gestir koma til með að greiða og því sem þú færð í tekjur.

Þessar uppfærslur eru hluti af sumarútgáfu Airbnb 2023 sem felur í sér 25 uppfærslur fyrir gestgjafa. Fáðu forsýn og byrjaðu að nota þessi nýju tól strax í dag.

Airbnb
17. jan. 2024
Kom þetta að gagni?