Svona bjóðum við gestgjöfum sæti við borðið
Samstarf okkar við gestgjafa er kjarninn í undirbúningi Airbnb fyrir skráningu félagsins á markað. Að lokinni vinnu með leiðandi gestgjöfum um allan heim kynnum við formlega verkefni svo að gestgjafar fái sæti við borðið og tækifæri til njóta góðs af velgengni fyrirtækisins okkar.
Verkefnið samanstendur af tveimur jafn mikilvægum hlutum:- Ráðgjafaráð gestgjafa á Airbnb: Fjölbreyttur hópur gestgjafa á Airbnb sem fundar reglulega með stjórnendum Airbnb og endurspeglar rödd samfélags gestgjafa ásamt því að tryggja að hugmyndir gestgjafa heyrist
- Gestgjafasjóður Airbnb: Sjóður sem á að styðja við samfélag gestgjafa okkar nú og í framtíðinni. Við gerum ráð fyrir að hann verði upphaflega fjármagnaður með 9,2 milljón hlutum í Airbnb
Við bjóðum ykkur sæti við borðið með því að fjárfesta í þjónustu og framtaksverkefnum sem styðja samfélag gestgjafa—og þannig heyrast raddir ykkar örugglega í því sem við tökum okkur næst fyrir hendur sem fyrirtæki.
Við vitum að þið hafið spurningar svo að hér eru nokkur svör.
Hvert er hlutverk ráðgjafaráðs gestgjafa? Hvað getur það haft áhrif á?
Ráðgjafaráð gestgjafa verður rödd gestgjafa á Airbnb hjá yfirstjórn Airbnb. Við gerum ráð fyrir því að meðlimir ráðgjafaráðs gestgjafa fundi mánaðarlega með Airbnb og mæti árlega á opinberan ráðsfund
með stjórnendum til að kynna tillögur frá samfélagi gestgjafa auk þess að deila reglulegum fréttum með samfélaginu um framvindu mála.
Eitt mikilvægt hlutverk ráðsins er að móta fjárfestingastefnu gestgjafasjóðs Airbnb þegar fjármagni verður úthlutað. Þetta gæti falið í sér stefnubreytingar, styrktaráætlanir og hugmyndir að nýsköpun. Ráðið getur þó fram að því haft áhrif á áætlanir Airbnb og langtímaskipulag.
Hverjir verða í ráðgjafaráði gestgjafa og hvernig voru meðlimirnir valdir?
Í ráðgjafaráðinu 2021 munu starfa 10 til 15 meðlimir úr hópi samfélagsleiðtoga okkar, þar á meðal gestgjafar sem eru virkir í félagsmiðstöðinni. Þess var gætt að tryggja fjölbreytni meðal fulltrúa þar sem svæði, kynþáttur, kyn og félagslegur bakgrunnur gestgjafa, sem og hvernig gestgjafa er um að ræða, voru tekin inn í myndina.
Fyrsta skipunin varir í eitt ár og meðlimirnir bera ábyrgð á því að ákveða viðmið og valferli fyrir nýja meðlimi ráðsins. Þið megið eiga von á kynningu frá þeim fyrir lok árs.
Hvernig mun ráðgjafaráð gestgjafa vera málsvari minn hjá yfirstjórn Airbnb?
Ráðinu ber að sjá til þess að gestgjafar hafi sæti við borðið.
- Það myndar formleg tengsl milli gestgjafa á Airbnb og yfirstjórnar Airbnb og situr mánaðarlega fundi með Airbnb auk þess að mæta á opinberan ráðsfund á hverju ári til að kynna hugmyndir gestgjafa
- Það deilir reglulega ákvörðunum og fréttum frá fundum sínum með samfélagi gestgjafa
- Fyrsta ráðið mun einnig ákveða valferlið fyrir nýja meðlimi ráðsins og móta formlegt ferli til að safna hugmyndum frá samfélagi gestgjafa
Hvernig sendi ég inn hugmynd? Hvernig veit ég hvort hún verði í raun tekin til skoðunar?
Við munum hanna formlegt ferli með fyrsta ráðgjafaráðinu fyrir gestgjafa til að senda inn hugmyndir til stjórnar Airbnb á opinberum ráðsfundum. Við segjum nánar frá þessu þegar við kynnum meðlimi ráðsins.
Hvað er stofnframlag?
Stofnframlagið er geymt hjá þar til gerðu fjármálafyrirtæki sem heldur utan um sjóðinn (í þessu tilviki á formi hlutafjár) til að fjárfesta í sérstökum málefnum eða verkefnum sem félagið stýrir. Í mörgum tilvikum tengist stofnframlagið góðgerðasamtökum eða háskólum.
Stuðningur með stofnframlaginu getur varað til langs tíma þar sem „höfuðstóll“ er geymdur (í þessu tilviki er markmiðið 1 milljarður Bandaríkjadala) og vöxtum eða ávöxtun af höfuðstólnum er fjárfest þegar hægt er.
Hér er dæmi. Háskóli gæti verið með 100 milljón Bandaríkjadala stofnframlag, með 5% ársávöxtun. Þannig fær háskólinn 5 milljón Bandaríkjadali á hverju ári til að fjárfesta í námsstyrkjum o.þ.h. án þess að gengið sé á sjóðinn.
Hvað er gestgjafasjóður (stofnframlag) Airbnb?
Gestgjafar ættu að njóta góðs af árangri Airbnb ef fyrirtækið nýtur farsældar. Gestgjafasjóðurinn er sjóður stofnaður af Airbnb sem við gerum ráð fyrir að verði stofnaður með framlagi 9,2 milljón hluta í Airbnb. Þegar, og ef, stofnframlagið nær einum milljarði Bandaríkjadala ætlum við að fjárfesta þeim hluta sjóðsins sem nær yfir milljarðinn í verkefni og tillögur til að styðja við gestgjafa á Airbnb.
Lykilatriði í athugasemdum sem við fengum frá gestgjöfum við skipulag þessa verkefnis var að gera ráð fyrir sveigjanleika. Þess vegna munum við óska eftir nýjum hugmyndum og athugasemdum frá samfélagi gestgjafa um hvernig nýta má framlagið og þess vegna gætu fjárfestingar breyst ár frá ári á grundvelli þessara athugasemda.
Hvernig verður stofnframlaginu úthlutað?
Stofnframlagið var gefið til hagsbóta fyrir gestgjafa og úthlutun fjármuna á tilteknu ári verður mótuð af athugasemdum frá gestgjöfum og ráðgjafaráði okkar. Áhersla gæti verið lögð á lítinn hóp gestgjafa sem þarfnast aðstoðar eða sem hafa náð tilteknum markmiðum. Einnig væri hægt að fjárfesta í nýrri vöru sem gagnast öllum.
Dæmi um mögulega þjónustu sem kom upp á málstofum gestgjafa eru:
- Neyðarsjóðir fyrir gestgjafa þegar hættuástand stendur yfir
- Fjárfesting í nýjum vörum sem hjálpa gestgjöfum að ná árangri
- Árleg útborgun til valins hóps gestgjafa sem gera mest til að ná markmiðum Airbnb
- Styrkveitingar vegna fræðslukostnaðar fyrir gestgjafa og fjölskyldur þeirra
Þær verða sveigjanlegar og miðast við þann lærdóm sem við drógum af hjálparsjóði gestgjafa 2020. Gestgjafar munu hafa áhrif á fjárfestingar í samfélaginu hvert ár sem úthlutun á sér stað.
Við viljum að ráðgjafaráðið leiðbeini okkur frá upphafi og munum því funda með ráðinu fyrir árslok til að hafa samráð við það um nálgun okkar.Hver ákveður hvernig fjármununum verður varið?
Ætlun okkar er að stofnframlagið verði varanlegur og gagnlegur sjóður fyrir gestgjafa sem mótast af hugmyndum þeirra og skoðunum. Þó að Airbnb ráði að fullu hvernig fjármunum er úthlutað byggjum við úthlutunina á ráðum og athugasemdum frá samfélagi gestgjafa.
Ráðið mun funda reglulega með framkvæmdastjórn Airbnb til að viðra hugmyndir, þar á meðal á opinberum ráðsfundum til að koma hugmyndum frá samfélagi gestgjafa á framfæri.
Ef fyrirtækið tekur endanlega ákvörðun um það í hvað peningarnir renna hafa gestgjafar þá einhver raunveruleg áhrif á mótun sjóðsins?
Þetta verkefni verður aðeins farsælt ef gestgjöfum finnst það efla þá og styðja. Því lítum við á það sem einn hluta af stærri heild. Ætlun okkar er að verkefnið gefi gestgjöfum rödd með formlegu tillöguferli og markverðum sjóði svo að þeir geti mótað fjárfestingar í samfélagi gestgjafa með tímanum.
Þó að Airbnb taki allar ákvarðanir um fjárfestingar koma tillögurnar sem við fjármögnum frá samfélagi gestgjafa okkar eða mótast af því.
Af hverju bíðið þið þar til stofnframlagið verður eins milljarðs Bandaríkjadala virði áður en tekið verður úr sjóðnum?
Stofnframlagið er langtímafjárfesting í gestgjöfum okkar sem á að vera til staðar svo lengi sem Airbnb er til staðar. Við viljum að þessi árangur nýtist ekki aðeins gestgjöfum í dag heldur einnig þeim sem eiga eftir að ganga í samfélag Airbnb.
Með því að láta stofnframlagið fyrst ávaxtast og verða 1 milljarðs Bandaríkjadala virði getum við nýtt það fyrir nýjar tillögur og verkefni í framtíðinni til að tryggja fjármögnun á tillögum gestgjafa til lengri tíma litið.
Við munum reglulega greina frá verðmæti sjóðsins og við tökum áfram við athugasemdum og tillögum samfélagsins þangað til hann verður 1 milljarðs Bandaríkjadala virði og fjármögnum þær með sama hætti og í dag.
Hvað ef verðmæti fjárgjafar lækkar eða nær aldrei einum milljarði Bandaríkjadala?
Við vonum að stofnframlagið verði eins milljarðs Bandaríkjadala virði og við gætum aukið hlutafjárframlagið að því sem nemur allt að 2% af verðmæti fyrirtækisins með tímanum.
Við fjárfestum þangað til áfram eins í hugmyndum og tillögum frá samfélagi gestgjafa og við gerum í dag með aðstoð og ráðum ráðgjafaráðsins okkar.
Hvað eru samfélagsstyrkir Airbnb og hvernig virka þeir?
Áður en fjárgjöfin nær einum milljarði Bandaríkjadala er ætlun okkar að leggja fram 10 milljón Bandaríkjadali í styrki á ári, fjármagnað beint af Airbnb, til að styðja góðgerðasamtök eða framtaksverkefni í samfélögum gestgjafa á staðnum. Ráðgjafaráð gestgjafa getur haft áhrif á hverja við styðjum byggt á athugasemdum gestgjafa.
Hvernig þróuðu þið þessi framtaksverkefni?
Við fengum fjölda athugasemda gestgjafa við þróun þessara framtaksverkefna. Við byrjuðum að safna athugasemdum á árunum 2019 og 2020 með fjölbreyttum hópi gestgjafa á málstofum og í rýnihópum. Heildarumfangið verður ákveðið í samráði við gestgjafa, sem fer ekki aðeins saman við sýn okkar heldur er bein afleiðing málstofa okkar með gestgjöfum undanfarið ár.