Nýjar aðgangsheimildir fyrir samgestgjafa og einfaldar útborganir

Stýrðu aðgangsheimildum samgestgjafa og deildu útborgunum á Airbnb.
Airbnb skrifaði þann 11. jún. 2024
2 mín. lestur
Síðast uppfært 11. jún. 2024

Athugasemd ritstjóra: Greinin var birt sem hluti af sumarútgáfu Airbnb 2023. Upplýsingar gætu hafa breyst frá fyrstu birtingu. Kynntu þér nýjustu útgáfu okkar.

Þegar þú nýtur aðstoðar samgestgjafa getur gestaumsjónin orðið minna krefjandi og meira gefandi. Þetta getur verið nágranni, fjölskyldumeðlimur, vinur eða einhver sem þú ræður til starfa. Samgestgjafar geta hjálpað þér að hafa umsjón með dagatalinu, uppfæra skráninguna og svara skilaboðum gesta.

Þið sögðuð okkur að þið vilduð geta stýrt hverju samgestgjafar hafi aðgang að í skráningunni og geta deilt útborgunum fyrir bókanir beint í gegnum Airbnb. Við höfum uppfært verkfæri okkar fyrir samgestgjafa til að auðvelda gestaumsjónina.

Svona getur þú nálgast verkfæri samgestgjafa

Opnaðu skráningaflipann og veldu skráningu. Flettu niður að hluta samgestgjafa til að nálgast upplýsingar um samgestgjafa þína, stilla aðgangsheimildir þeirra og setja upp útborganir.

Þaðan getur þú einnig boðið nýjum samgestgjöfum. Viðkomandi þarf að vera með aðgang að Airbnb til að samþykkja boðið.

Bjóddu samgestgjafa að ganga til liðs við þig, stilltu aðgangsheimildir viðkomandi og sérsníddu boðið í nýja hlutanum fyrir samgestgjafa.

Stilling aðgangsheimilda samgestgjafa

Þegar þú býður samgestgjafa biðjum við þig um að tilgreina aðgangsheimildir viðkomandi hvað varðar umsjón með skráningunni. Valkostir eru meðal annars:

  • Full aðgangsheimild til að hafa umsjón með dagatalinu og skráningunni, fjarlægja og stilla aðgangsheimildir annarra samgestgjafa, senda gestum skilaboð, skoða útborganir og færsluskrá ásamt því að senda og hafa umsjón með endurgreiðslubeiðnum fyrir þína hönd í gegnum úrlausnarmiðstöðina samkvæmt eignavernd gestgjafa*

  • Skilaboða- og dagatalsheimild til að skoða dagatalið og senda gestum skilaboð 

  • Dagatalsheimild til að skoða dagatalið ásamt inn- og útritunarupplýsingum 

Allir samgestgjafar verða tilgreindir sem slíkir á skráningarsíðunni að undanskildum þeim sem hafa aðeins dagatalsheimild. Samgestgjafar með fulla aðgangsheimild geta stillt sjálfa sig sem aðalgestgjafa skráningarinnar og þú hefur einnig val um að stilla það. Þú getur breytt heimildum samgestgjafa hvenær sem er.

Að deila útborgunum með samgestgjöfum á Airbnb

Þú getur valið að deila hluta af tekjum þínum með einum eða fleiri samgestgjöfum. Þegar þú hefur stillt hvernig útborgunum er deilt og samgestgjafinn gefið samþykki sitt mun viðkomandi fá útborganir fyrir bókanir eftir að gestir innrita sig. Útborganir sem deilt er með öðrum eru háðar takmörkunum á sumum stöðum. Frekari upplýsingar

Þessi verkfæri samgestgjafa eru hluti af sumarútgáfu Airbnb 2023 sem felur í sér 25 uppfærslur fyrir gestgjafa.

Umsjón með aðgangsheimildum og útborgunum samgestgjafa

Uppfæra núna

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

*Samgestgjafar skráninga í Japan geta ekki stofnað, haft umsjón með eða leyst úr beiðnum í úrlausnarmiðstöðinni fyrir hönd gestgjafa vegna hluta sem hafa skemmst eða tapast, né endurgreiðslubeiðnum samkvæmt eignavernd gestgjafa.

Eignavernd gestgjafa er ekki vátrygging. Hún nær ekki yfir gestgjafa sem bjóða gistingu í Japan þar sem japanska gestgjafatryggingin gildir. Gestgjafar sem buðu gistingu á meginlandi Kína njóta verndar gestgjafaverndarinnar í Kína. Öll tryggingarmörk eru sýnd í Bandaríkjadölum.

Samningsbundnar skyldur Airbnb samkvæmt eignavernd gestgjafa falla undir vátryggingu sem Airbnb kaupir fyrir skráningar á eignum í Washington-fylki. 

Eignavernd gestgjafa er háð skilmálum, skilyrðum og takmörkunum en slíkt á ekki við um gestgjafa með búsetu eða starfsstöð í Ástralíu. Fyrir þá gestgjafa er eignavernd gestgjafa háð þessum skilmálum, skilyrðum og takmörkunum.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
11. jún. 2024
Kom þetta að gagni?