Þrífðu eins og fagaðili með þessum ábendingum frá sérfræðingum

Gerðu eignina tandurhreina með réttum verkfærum og ferli.
Airbnb skrifaði þann 26. feb. 2024
3 mín. lestur
Síðast uppfært 26. feb. 2024

Ræstingar milli gesta eru mikilvægur þáttur í fimm stjörnu gestaumsjón. Ein algengasta ástæðan fyrir því að gestir gefa gestgjöfum færri en fimm stjörnur er skortur á hreinlæti.

Ekki láta ryk, bletti eða lykt draga úr annars frábærri gestrisni þinni. Prófaðu þessar ábendingar frá ræstitækninum Diönu Cruz. Hún og eiginmaður hennar þrífa tugi eigna fyrir gestgjafa með eignir á Airbnb í suðvesturhluta Flórída.

Notaðu rétt verkfæri og vörur

Meðhöndlaðu hreingerningar á auðveldari hátt með því að búa þig undir árangur. Diana reiðir sig á fjölbreytta hluti eins og þessa:

  • Fjölnota moppu með örtrefja- og burstahausum til að skrúbba gólf og sópa horn sem erfitt er að ná til
  • Tvíhliða moppufötu til að skilja sápuvatn frá skolvatni
  • Ryksugu með aukabúnaði fyrir teppi og rifur eins og brautir á rennihurð
  • Áfestanlega sturtuslöngu til að skola vask, baðker eða sturtu sem hefur ekki slíka
  • Fjölnota glersköfu fyrir eldavélar og sturtuhurðir eða -klefa
  • Hreinsilausnir sem eru ekki eitraðar til að fjarlægja bletti, sápubletti og fitu í eldhúsinu
  • Svampa sem rispa ekki til að fjarlægja erfiða vatnsbletti á blöndunartækjum úr ryðfríu stáli
  • Bolta fyrir þurrkara til að minnka að ló og hár festist við þvottinn
  • Endurnýtanlega límrúllu til að fjarlægja gæludýrahár af efnisklæddum húsgögnum

Skipulag getur hjálpað þér að nýta tímann sem best. Geymdu allar hreinlætisvörur á einum stað, eins og færanlegan kassa eða læstan eigendaskáp og fylltu á reglulega.

Gerðu ræstingarferlið ítarlegra

Það er mikilvægt að gera meira en krafist ef ef þú vilt fá fimm stjörnur frá gestum, segir Diana. Hún mælir með því að hafa ferli og gátlista svo að þú gleymir engu.

Diana byrjar alltaf á því að taka af rúmunum og öðru líni. „Það er betra að hafa aukasett af hreinum rúmfötum og handklæðum fyrir umskipti samdægurs,“ segir hún. „Stór og mjúk handklæði eru heila eilífð að þorna og það hægir á þér.“

Hún gætir þess sérstaklega að fjarlægja óhreinindi, bletti og hár á algengum stöðum sem gleymast eins og:

  • Undir rúmunum. Kíktu undir öll rúm og þrífðu ryk og fjarlægðu það sem þar gæti hafa gleymst.
  • Innan í skúffum. Opnaðu allar skúffur og fjarlægðu rusl sem þar er.
  • Skápahurðir. Þurrkaðu af framhliðum og brúnum.
  • Heimilistæki. Tæmdu alla mylsnu, agnir eða sull úr brauðristinni, kaffivélinni, örbylgjuofninum og ísskápnum.
  • Innanhússskreytingar. Þurrkaðu af öllum yfirborðum, þar á meðal hillum, gluggatjöldum og pottaplöntum.
  • Útisvæði. Sópaðu innganga og verandir til að losna við óhreinindi, lauf og köngulóarvefi.

Að þessu loknu skaltu skoða verkin þín. Það felur í sér skoðun á þvotti og diskum þegar þú dregur þá út úr þurrkaranum eða uppþvottavélinni.

Pantaðu djúphreinsun á tveggja til þriggja mánaða fresti til að takast á við verk sem þú hefur ekki tíma til sinna þegar umsetningar koma hvor ofan í aðra.

Veldu ferskt loft og hlutlausa lykt

Fólk hefur mismunandi lyktarskyn. Sterk lykt af einhverju tagi getur verið fráhrindandi fyrir gesti. Það virkar yfirleitt ekki að deyfa lykt með klór, loftfrískara eða öðrum lausnum, segir Diana.

Diana mælir með eftirfarandi: 

  • Opnaðu glugga meðan þú ert að vinna þegar veður leyfir.
  • Láttu lofthreinsunartæki ganga í tvær eða þrjár klukkustundir til að eyða sterkari lykt.
  • Úðaðu mildu, fjölnota sótthreinsiefni sem þú hefur þynnt með vatni á sófa, gardínur og teppi.

„Ég reyni að nota aðallega hreinsiefni úr plöntuefni, ekkert of sterkt,“ segir Diana. „Þau eru dýrari en góð fjárfesting. Ég hef fengið svo oft hrós fyrir ferska lykt í eigninni minni.“

Kláraðu allt með fimm stjörnu smáatriðum

Litlu atriðin geta haft mikil áhrif á gesti. Diana mælir með því að gera þrjá hluti til að koma vel fyrir.

  • Áfyllt þægindi. Þar á meðal uppþvottalögur, handsápa, líkamssápa, sjampó og hárnæring. Ef þú býður eitthvað einnota, eins og diskasvamp, skaltu bjóða upp á nýjan í umbúðum.
  • Taktu til aukahluti heimilisins. Komdu fjarstýringum, skrautpúðum og snyrtilega fyrir í skúffum og skápum, sem og hlutum eins og hárþurrku eða pottum og pönnum.
  • Skapaðu fallegt yfirbragð. Brjóttu saman brúnirnar á salernispappírnum og eldhúsþurrkunum svo að þær myndi odd, eins og til dæmis á flottu hóteli.

„Ég kem meira segja ruslapokunum vel fyrir,“ segir Diana. „Gestir taka eftir smáatriðunum. Þeir sýna fram á að manneskja hafi gert hlutina.“

Íhugaðu að bæta við samgestgjafa eða ræstitækni til að ná markmiðum þínum um ræstingar. Aukin aðstoð getur gert umskiptin skilvirkari og hjálpað þér að bjóða gestum fimm stjörnu upplifun.

Diana Cruz og eiginmaður hennar eru ekki í mynd.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Airbnb
26. feb. 2024
Kom þetta að gagni?