Byggðu upp reksturinn

Reyndir samgestgjafar deila ábendingum sínum til að ná árangri.
Airbnb skrifaði þann 12. des. 2023
4 mín. lestur
Síðast uppfært 12. des. 2023

Ein leið til árangurs hefst á því að kynna sér hvernig aðrir reyndir samgestgjafar hafa myndað tengsl við gestgjafa og aukið umsvif reksturs síns.

Að byggja frá grunni

John, reyndur samgestgjafi í Scottsdale, Arizona, gerðist gestgjafi á Airbnb árið 2015 og síðan samgestgjafi fimm árum síðar. Að vera samgestgjafi hefur reynst honum einföld leið til að stækka eignasafn sitt án mikils kostnaðar. Hann heyrir stöðugt frá fólki sem langar til að hefja gestaumsjón á Airbnb en hefur ekki efni á að kaupa eign undir reksturinn.

John bendir á að hægt sé að byrja smátt til að læra tökin á gestaumsjóninni og fyrsti viðskiptavinurinn gæti mögulega verið vinur, nágranni eða fjölskyldumeðlimur. Þannig gætir þú uppfylt gjaldgengi til að gerast reyndur samgestgjafi, svo lengi sem þú uppfyllir öll skilyrði og hafir tilskilin leyfi.

„Ef þú getur byggt upp traust húseiganda er einfaldasta leiðin til að hefjast handa og læra réttu tökin sú að vera samgestgjafi,“ segir hann.

Þrátt fyrir að hafa aðeins verið á Airbnb í nokkur ár hefur John getað gert gistirekstur sinn og þjónustu sem samgestgjafi að helstu tekjulind sinni. Þó að þetta feli í sér mikla vinnu og skipulagninu, ásamt traustu samstarfi við gestgjafa „áttar fólk sig oft ekki á því hve fljótt hjólin geta farið að snúast ef allt gengur vel,“ segir hann.

Nýting staðarkunnáttunnar

Dominic, reyndur samgestgjafi í Cornwall á Englandi, hóf vegferð sína sem umsjónaraðili fasteigna í kringum árið 2007 og gerðist svo gestgjafi á Airbnb átta árum síðar. Einn daginn spurði nágranni Domnic hvort hann hefði áhuga á að gerast samgestgjafi sinn.

„Ég hugsaði með mér að þar sem ég var hvort sem er nú þegar að fylgjast með appinu og svara skilaboðum, gæti það hentað mér og mínum lífstíl vel að hafa umsjón með öðrum á sama tíma,“ segir hann. „Síðan þá hef ég komið mér upp góðu eignasafni.“

Dominic ítrekar mikilvægi þess að vera kunnugur staðarháttum. „Ég þarf að kynnast eigendum og eigninni sjálfri mjög vel til þess að geta svarað öllum spurningum þegar þær koma upp,“ segir hann. „Ég þekki veitingastaðina á svæðinu og ég þekki húsið.“

Góðu fréttirnar eru þó að þú þekkir svæðið einfaldlega með því að búa þar. Ef þú hefur tök á að kynnast hverjum húseiganda og eign viðkomandi, munt þú hafa allt á hreinu líkt og Dominic þegar gestur sendir þér skilaboð með spurningu.

Að finna jafnvægið

Þegar þú stofnar fyrst til samstarfs við tiltekinn gestgjafa getur þú ákveðið hvað þarf að ræða um. „Ef öll umsjón fellur í minn hlut, á mínu nafni, er ég líklegri til að spyrja gestgjafa mun fleiri spurninga,“ segir John.

Honum er það mikilvægt að stefna hans í gestaumsjóninni samræmist stefnu gestgjafans. „Hvernig gestgjafi vilt þú vera?“ spyr hann tilvonandi samstarfsaðila. „Viltu leggja áherslu á að gestir njóti allra þæginda, eins og eldhúss þar sem allt er til alls? Hefurðu tök á að bregðast hratt við ef eitthvað bilar? Ertu með sparisjóð ef loftræstingin hættir að virka? Ég miða við þætti eins og þessa.“

John gengur einnig úr skugga um að hann og gestgjafinn hafi sömu væntingar þegar kemur að samskiptum við gesti, uppfærslu verðs og dagatals og almenns viðhalds, bæði á skráningarsíðunni og eigninni sjálfri.

„Ég fer mjög ítarlega yfir hlutina með húseigendum,“ segir hann. „Fyrsti þátturinn er alltaf að kanna hvort grundvöllur sé fyrir samstarfi við viðkomandi húseiganda og hvort okkur eigi eftir að koma vel saman. Við verðum að geta átt í góðum samskiptum. Það er númer eitt.“

Hann hefur einnig komið sér upp ítarlegum gátlista sem hann sendir húseigendum áður en samstarfinu er komið á. Með því að ganga úr skugga um að gestgjafar leggi aðeins meira í hlutina en bara að útvega nauðsynjar, getur hann verið viss um að hann geti veitt gestum fimm stjörnu upplifun.

Að halda skipulagi við umsjón margra skráninga

Eftir því sem gestgjafarnir sem þú átt í samstarfi við verða fleiri þarftu að koma þér upp skilvirkum leiðum til að halda utan um hina ýmsu þætti daglegs rekstrar. Fyrir Dominic þýðir það að taka einn dag sérstaklega frá í hverri viku.

„Ég tek mér einn dag í hverri viku þar sem ég útbý öll skilaboð sem ég ætla að senda þá vikuna,“ segir hann. „Mörg þeirra geta verið í formi sniðmáts en ég kýs að sérsníða þau að einhverju leiti.“ Hann nýtir daginn einnig til að fara yfir verð komandi vikna — „að halda skipulagi og sinna hlutunum tímanlega er algjört lykilatriði.“

Viltu komast í samband við aðra reynda samgestgjafa eins og John og Dominic? Stofnaðu aðgang á Slack* þegar þú færð boð og skráðu þig í gestgjafaklúbbinn á þínu svæði.

*Slack er ekki tæknilegt verkfæri og er veitt á valfrjálsum forsendum. Þjónustuverkvangur reyndra samgestgjafa áskilur sér réttinn til að afturkalla aðgang tiltekins reynds samgestgjafa, skyldi sá hinn sami brjóta gegn reglum Airbnb. Notkun verkvangsins er einnig háð þjónustuskilmálum og friðhelgisstefnu Slack.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.
Airbnb
12. des. 2023
Kom þetta að gagni?