Festu þig í sessi á svæðinu
Með því að tengjast fólki utan þjónustu samgestgjafa getur þú aukið viðskipti þín sem samgestgjafa. Þú gætir átt rétt á umbun vegna tilvísana þegar þú býður gestgjöfum að vinna með þér.
Komdu þér á framfæri
Með blöndu af markaðssetningu á Netinu og í eigin persónu getur þú fest þig í sessi á svæðinu. Hér eru nokkrar hugmyndir til að koma þér af stað:
- Láttu fólk í kringum þig vita af þér. Deildu þjónustusíðu þinni með vinum, fjölskyldu, nágrönnum og samstarfsfólki. Bjóddu þeim aðstoð við að skrá og sjá um eign sem þú telur að gæti vegnað vel á Airbnb.
- Stofnaðu til samstarfs við fólk í vinnu hjá þér. Spurðu ræstitækna þína, garðyrkjufólk og þá sem sinna viðhaldi hvort þau starfi með einhverjum gestgjöfum sem vantar aðstoð.
- Taktu þátt á viðburðum á svæðinu og vefsamkomum. Stækkaðu tengslanetið með því að kynna þig fyrir húseigendum, litlum fyrirtækjum og aðilum innan ferðaþjónustunnar. Búðu þig undir að útskýra þjónustu þína í stuttum orðum.
Jimmy, samgestgjafi í Palm Springs í Kaliforníu segir að hann hafi aðallega fundið gestgjafa „þökk sé tali manna á milli í nærsamfélaginu.“ Hann fann til dæmis tvær nýjar eignir til að hafa umsjón með í gegnum aðilann sem sinnir þrifum á sundlauginni hans.
Greindu þig frá öðrum
Leiddu hugann að einhverju sem aðrir samgestgjafar myndu hugsanlega ekki sinna en þú gætir tekið að þér. Hér eru nokkrar hugmyndir til að koma þér af stað:
- Láttu nýja gestgjafa fá gátlista. Veittu gestgjöfum leiðsögn um þægindi, hreingerningaráð og mikilvægar vörur til að hafa við höndina.
- Deildu afsláttum sem þú nýtur með gestgjafanum. Þú getur boðist til þess að kynna þá fyrir þjónustuveitendum sem gætu sparað þeim kostnað við hluti eins og viðhald, garðyrkju, list eða húsgögn.
- Settu saman komuglaðning fyrir gesti. Þetta gætu verið handskrifaður miði, nammikarfa og útprentaðar húsleiðbeiningar.
- Útbúðu ferðahandbók fyrir gesti. Nýttu þekkingu þína til að hjálpa gestum að mæla með góðum stöðum til að snæða á, versla, skoða eða njóta útvistar. Bættu handbókinni við skráningarsíðuna og uppfærðu hana reglulega.
Sendu tilvísanir og fáðu umbun
Þú getur boðið gestgjöfum til samstarfs við þig með því að senda tilvísunarhlekk.
- Pikkaðu á hnappinn hér að neðan til að opna tilvísunarsíðuna. Deildu sérsniðnum hlekk þínum með gestgjöfum sem geta notað hann til að opna þjónustusíðu þína sem samgestgjafa.
- Biddu gestgjafa um að senda þér skilaboð frá þjónustusíðunni. Að því loknu getið þið tengst og hafist handa.
- Fylgdu gestgjöfum eftir. Þú getur nálgast stöðu þeirra í beiðnaflipanum í stjórnborðinu.
Þú gætir átt rétt á umbun vegna tilvísana eftir að gestgjafar ljúka fyrstu gjaldgengu bókuninni. Kynntu þér hvaða gestgjafar uppfylla skilyrðin á tilvísunarsíðunni þinni.
Þjónusta samgestgjafa stendur til boða í Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi, Ástralíu, Mexíkó (þar sem hún er rekin af Airbnb Global Services Limited); Kanada (þar sem hún er rekin af Airbnb Living LLC); og Brasilíu (þar sem hún er rekin af Airbnb Plataforma Digital Ltda).
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.