Það sem Airbnb.org hefur látið af sér leiða á árinu 2022

Gestgjafar um allan heim hjálpuðu til við að hýsa yfir 140.000 manns sem átti ekki í önnur hús að venda vegna neyðarástands á árinu.
Airbnb skrifaði þann 6. des. 2022
5 mín. myndskeið
Síðast uppfært 6. des. 2022

Aðalatriði

  • Fleiri fengu tímabundið húsnæði að kostnaðarlausu á neyðartímum en nokkru sinni fyrr

  • Miðpunktur starfsins beindist að Úkraínu og Afganistan en einnig að stuðningi við fjölskyldur í Bandaríkjunum og Suður-Ameríku

  • Þetta er mögulegt þökk sé örlæti gestgjafa og styrktaraðila

Árið 2022 var metár í sögu Airbnb.org. Þökk sé samstarfi við gestgjafa og mannúðarsamtök á heimsvísu útveguðu góðgerðasamtökin yfir 140.000 manns tímabundna gistingu að kostnaðarlausu. Það er meira en síðustu níu ár samanlagt.

Eftirfarandi hópar nutu aðstoðar þökk sé örlæti gestgjafa og styrktaraðila:

  • Fólk sem flúði Úkraínu vegna innrásar Rússlands
  • Flóttafólk frá Afganistan sem komu til Norður-Ameríku
  • Fjölskyldur á flótta frá Suður-Ameríku vegna pólítísks og fjárhagslegs óstöðugleika
  • Samfélög í Bandaríkjunum sem lentu í fellibyljunum Ian og Fiona

Airbnb.org eru góðgerðasamtök sem starfa óháð Airbnb. Samtökin voru innblásin af gestgjafa sem opnaði heimili sitt árið 2012 fyrir fólki sem átti um bágt að binda vegna fellibylsins Sandy. Undanfarinn áratug hefur starfið þróast til að hjálpa fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín, hjálparstarfsfólki, flóttafólki, hælisleitendum og framlínustarfsfólki sem berst gegn dreifingu COVID-19.

Yfir 6 milljón manns hafa yfirgefið Úkraínu í leit að öryggi frá því að Rússland réðst inn í landið í febrúar 2022. Flóttamannafjöldi í Evrópu hefur ekki verið svona mikill síðan á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.

Airbnb.org einsetti sér að finna 100.000 flóttamanns tímabundið húsnæði. Styrkir bárust frá 95 löndum og tugir þúsunda gestgjafa skráðu sig til að bjóða gistingu að kostnaðarlausu eða með afslætti. Þessi mikli stuðningur gerði Airbnb.org kleift að taka höndum saman með samtökum um alla Evrópu og Norður-Ameríku til að útvega flóttafólki gistiaðstöðu.

Jaðarsettum samfélagshópum veitt aðstoð

Jaðarsettir samfélagshópar verða verst úti á neyðartímum. Airbnb.org hélt stuðningi sínum áfram við þessa samfélagshópa á árinu 2022.

Sem dæmi unnu Black Women for Black Lives og Global Empowerment Mission með Airbnb.org að því að aðstoða afríska nemendur sem höfðu lagt stund á nám í Úkraínu. Sumar ríkisstofnanir litu ekki á erlenda nemendur sem flóttamenn og fjöldi nemenda varð fyrir kynþáttafordómum þegar þeir reyndu að yfirgefa Úkraínu og leita sér úrræða í öðrum löndum.

Annar samstarfsaðili, ORAM (samtök fyrir flóttafólk, hælisleitendur og fólksflutninga), lagði áherslu á að sinna hinsegin flóttafólki frá Úkraínu sem mætti mismunun. Í Berlín kom ORAM sambandi á milli Dima, samkynhneigðs mann frá Kænugarði og Mary, bandarískum ríkisborgara í Berlín sem skráð hafði íbúð sína á Airbnb.org. Mary veitti Dima öruggan stað til að vera á þegar hann kom til Þýskalands (eins og greint er frá í myndbandinu hér að ofan).

Nýsköpunaraðstoð veitt

Mörg önnur mannúðarsamtök buðu upp á gistingu í gegnum Airbnb.org sem hluta af starfi sínu, þar á meðal:

  • HIAS í Ekvador styður við fólk eins og Danielu sem flúði ofbeldi í Kólumbíu ásamt fjölskyldu sinni. HIAS kemur fólki í samband við gestgjafa eins og Mery sem býr í Quito hverfinu þar sem margir flóttamenn setjast að. HIAS býður þjálfun í að taka á móti fólki sem hefur lent í áföllum og veitir stuðning meðan á dvöl stendur.
  • Community Sponsorship Hub eru fyrstu samtökin í Bandaríkjunum sem vinna eingöngu að því að koma á samfélagslegri stuðningsþjónustu við flóttafólk. Í gegnum verkefnið „Sponsor Circle“ áttu samtökin í samstarfi við íbúa hinna ýmsu borga til að taka á móti nýbúum frá Afganistan og Úkraínu.
  • Insight Ukraine eru hinsegin mannréttindasamtök sem hafa hjálpað þúsundum að flýja Úkraínu og finna sér húsnæði, geðheilbrigðisþjónustu og læknishjálp sem tekur mið af hinsegin fólki.
  • Münchner Freiwillige setti upp hjálparmiðstöðvar fyrir fólk sem kom til München frá Úkraínu til að veita því fjölbreytta þjónustu og þar á meðal húsnæði.

Við þökkum gestgjöfum, styrktar- og samstarfsaðilum sem gengu til liðs við þessa alþjóðahreyfingu, fyrir að breiða út samkennd á neyðartímum.

Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.

Aðalatriði

  • Fleiri fengu tímabundið húsnæði að kostnaðarlausu á neyðartímum en nokkru sinni fyrr

  • Miðpunktur starfsins beindist að Úkraínu og Afganistan en einnig að stuðningi við fjölskyldur í Bandaríkjunum og Suður-Ameríku

  • Þetta er mögulegt þökk sé örlæti gestgjafa og styrktaraðila

Airbnb
6. des. 2022
Kom þetta að gagni?