Notaðu dagatalið til að fínstilla verðið hjá þér
Þú getur haft umsjón með framboði og verði úr dagatalinu. Þú hefur aðgang að öllum verðeiginleikum frá einum og sama staðnum.
Taktu mið af því sem gestir greiða
Gestir vilja finna frábæran stað á góðu virði. Ef gestgjafar eru meðvitaðir um hvað gestir greiða er auðveldara að koma sér upp samkeppnishæfu verði sem getur leitt til fleiri bókana.
„Sem gestgjafar eigum við það til að hugsa aðeins um hvað við fáum í tekjur í stað þess sem gestir greiða í raun og veru,“ segir Felicity, meðlimur í ráðgjafaráði gestgjafa og ofurgestgjafi í Nýja-Suður Wales í Ástralíu. „Það hjálpar mikið að geta séð þessa upphæð svo skjótt og greinilega og minnir mann á hvað gesturinn er í raun að greiða fyrir nóttina.“
Veltu kynningartilboðum fyrir þér
Hægt er að nota nokkrar leiðir til að fínstilla verð. Kynningartilboð gera þér kleift að bjóða lægra verð fyrir tilteknar aðstæður eða dagsetningar á meðan þú getur boðið hærra verð yfir lengri tíma.
Daniel, meðlimur ráðgjafaráðs gestgjafa á Tenerife á Kanaríeyjum, segir að kynningartilboð geri honum kleift að „setja hærra verð til lengri tíma litið, yfirleitt þrjá mánuði fram í tímann.“ Þaðan af ákveður hann hvort hann vilji nýta kynningartilboðið til að lækka verðið fyrir óbókaðar dagsetningar. „Ég nýti mér einna helst kynningartilboð,“ segir hann.
Ef þú ert nýr gestgjafi gætir þú uppfyllt skilyrðin til að bjóða nýskráningartilboð sem veitir 20% afslátt af gistináttaverðinu fyrir fyrstu þrjár bókanirnar. Það getur hjálpað þér að ná til fyrstu gestanna og byrja að skapa þér orðspor sem gestgjafi.
Íhugaðu að bjóða afslátt til að vekja áhuga gesta
Þú getur einnig prófað þig áfram með mismunandi afslætti fyrir mismunandi aðstæður. Forkaupsafsláttur gæti höfðað til gesta sem bóka fram í tímann á meðan afsláttur á síðustu stundu getur hjálpað til með að fylla upp í lausar dagsetningar í dagatalinu.
Viku- og mánaðarafsláttur getur vakið athygli gesta sem hyggja á lengri dvöl. „Að bjóða afslátt af lengri gistingu er góð leið til að fá gesti til að bóka,“ segir Oliver, gestgjafi í New York. „Mánaðarlangar bókanir hafa einnig í för með sér minna umstang fyrir mig.“
Gakktu úr skugga um að þú hafir stillt lágmarks og hámarks dvalarlengd í samræmi við gildandi lög og reglugerðir á staðnum áður en þú bætir við viku- eða mánaðarafslætti. Breyttu síðan hámarksdvöl þannig að hún sé að minnsta kosti jafn löng og afslátturinn sem þú hyggst bjóða.
Þú getur nálgast öll verðtól ásamt kynningartilboðum og afsláttum í dagatalinu.
Upplýsingarnar í þessari grein gætu hafa breyst frá birtingu.