Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestur

Ekki er hægt að bæta símanúmeri við aðganginn þinn

Áttu í vandræðum með að bæta við eða staðfesta símanúmerið þitt? Hér eru nokkrar ábendingar sem þú getur prófað.

Vandræði með að bæta símanúmeri við aðgang þinn að Airbnb

Getir þú ekki bætt nýju símanúmeri við aðganginn þinn á Netinu né skráð þig inn á fyrirliggjandi aðgang skaltu prófa eftirfarandi skref:

  • Skráðu þig út af aðganginum, hreinsaðu skyndiminnið í vafranum og reyndu aftur
  • Afvirkjaðu viðbætur í vafranum eða notaðu huliðsglugga eða einkavafraglugga
  • Prófaðu með öðrum vafra
  • Gakktu úr skugga um að þú hafir slegið inn rétt landsnúmer

Símanúmerið er þegar í notkun

Ef þú færð villu um að númerið sem þú slóst inn sé nú þegar í notkun gætir þú verið með fleiri en einn aðgang að Airbnb eða fleiri en eitt símanúmer skráð. Í þessu tilfelli getur þú:

  • Prófað að skrá þig inn með netfanginu þínu í staðinn.
  • Fjarlægt símanúmerið frá hinum aðganginum eða bætt við öðru

Athugaðu: Aðeins er hægt að deila, bæta við eða staðfesta símanúmer á fjórum aðgöngum í mesta lagi. Sé því bætt við fimmta aðganginn verður númerið ógilt á elsta aðganginum.

Vandræði með að taka á móti símtali fyrir staðfestingu á auðkenni

Það getur tekið allt að 14 daga þar til hægt er að nota ný símanúmer sem bætt er við fyrir staðfestingarferli.

Ef staðfesting í gegnum síma er ekki í boði þar sem þú ert gætir þú fengið skilaboðin: „Þessi staðfestingaraðferð er ekki í boði á þínu svæði eins og stendur.“ Í slíku tilfelli ættir þú að nota SMS eða WhatsApp til að staðfesta auðkenni þitt. Kynntu þér fleiri ábendingar um villugreiningu á staðfestingu auðkennis

Getur þú enn ekki notað símanúmerið þitt?

Ef staðfestingarkóðinn berst þér enn ekki gætir þú þurft að nota annað símanúmer. Ekki er víst að allar tegundir síma geti tekið á móti staðfestingarkóðanum. Til dæmis:

  • Fyrirtækjasímar sem eru tengdir við margar símalínur/starfsmenn
  • Landlínur fyrir íbúðarhúsnæði eða fyrirtæki
  • Flest sýndarsímanúmer eins og t.d. netsímaþjónustur

Hafðu samband við okkur til að fá aðstoð ef engin þessara tillaga leysti málið.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning