Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestur

Í uppáhaldi hjá gestum og merkingar

Besta leiðin til að finna frábæra gistiaðstöðu er að lesa það sem fyrri gestir höfðu að segja um upplifun sína. Það er ástæða þess að við komum „í uppáhaldi hjá gestum“ á laggirnar, en það nær yfir tvær milljónir vinsælustu heimilana á Airbnb miðað við einkunnir, umsagnir og gögn varðandi áreiðanleika frá yfir hálfum milljarði ferða.

Eignir í uppáhaldi hjá gestum standa til boða um allan heim og það er einfalt að finna þær á Airbnb. Hver þeirra er sérstaklega merkt í leitarniðurstöðum sem og á skráningarsíðunni. Gestir geta einnig síað leitarniðurstöður eftir eignum í uppáhaldi hjá gestum.

Hvernig eignir komast í uppáhald hjá gestum

Á hverjum degi eru gjaldgeng heimili metin miðað við einkunnir, umsagnir og gögn frá milljónum gesta til að ákvarða hvaða heimili gestir eru hrifnastir af. Heimilin sem uppfylla skilyrðin gætu fengið merkinguna „í uppáhaldi hjá gestum.“

Eignir í uppáhaldi hjá gestum eru ákvarðaðar út frá ýmsum þáttum sem tengjast dvölinni í heild sinni, gæðum eignarinnar og áreiðanleika, þar á meðal:

  • Heildar stjörnueinkunnum og athugasemdum sem gestir gefa í umsögnum sínum
  • Einkunnum í flokkum hvað varðar hreinlæti, nákvæmni, samskipti við gestgjafa, staðsetningu og virði
  • Afbókunarhlutfalli gestgjafa
  • Gæðavandamálum sem hafa verið tilkynnt til þjónustuvers Airbnb
  • Minnst fimm umsögnum á síðustu tveimur árum
  • Aðrir þættir geta átt við og skilyrðin fyrir gjaldgengi geta breyst

Áhersla á vinsæl heimili

Nýju merkingarnar fyrir 1%, 5% og 10% vinsælustu heimilana sýna hvernig gjaldgengar eignir standa sig í samanburði við aðrar, miðað við einkunnir, umsagnir og áreiðanleika. Eignir sem hafa fengið minnst fimm umsagnir á síðustu tveimur árum gætu uppfyllt skilyrðin fyrir merkingu sem birtist efst á skráningarsíðunni.

Flokkun með prósentuhlutfalli

Flokkun eftir prósentuhlutfalli er önnur leið til að bera saman gjaldgengar eignir. Heimili sem uppfylla skilyrðin gætu fengið prósentumerkingu við skráningarsíðu sína.

  • Gylltur bikar kemur fram á skráningarsíðum 1%, 5% og 10% vinsælustu eignanna sem uppfylla skilyrðin, ásamt merkinu „í uppáhaldi hjá gestum“, áherslumerki efst á skráningarsíðunni og merkingu fyrir ofan umsagnirnar
  • Neðstu 10% gjaldgengra eigna fá merkingu fyrir ofan umsagnirnar
  • Flokkun eftir prósentuhlutfalli ber saman eignir sama hafa fengið minnst eina umsögn á síðustu tveimur árum og miðast við ýmsa þætti tengda gæðum og áreiðanleika, þar á meðal:
    • Heildar stjörnueinkunn og athugasemdum sem gestir hafa gefið í umsögnum sínum
    • Einkunnum í flokkum hvað varðar hreinlæti, nákvæmni, samskipti við gestgjafa, staðsetningu og virði
    • Afbókunarhlutfalli gestgjafa
    • Gæðavandamálum sem hafa verið tilkynnt til þjónustuvers Airbnb
  • Prósentuhlutfall birtist aðeins á skráningarsíðum eigna sem:
    • Hafa fengið minnst fimm umsagnir á síðustu tveimur árum
    • Aðeins er lögð áhersla á neðstu 10% ef viðkomandi eignir hafa fengið tilkynningar frá Airbnb varðandi gæðatengd vandamál
  • Aðrir þættir og undanþágur geta átt við og skilyrðin fyrir gjaldgengi geta breyst
Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Leiðbeiningar
    Gestur

    Leit að gistiaðstöðu

    Notaðu síur, skoðaðu kort og lestu lýsingar á stöðum til að þrengja valið og finna réttu eignina fyrir ferðina þína.
  • Leiðbeiningar
    Gestur

    Að nota leitarsíur

    Leitarsíur Airbnb fyrir allt frá þægindum til verðs eru lykillinn að því að finna frábæra gistingu.
  • Leiðbeiningar
    Gestur

    Leitaðu að sveigjanlegri afbókunarreglu

    Finndu eignir með sveigjanlegri afbókunarreglu með því að nota leitarsíuna okkar. Þú getur leitað eftir eignum sem bjóða upp á fulla endurgr…
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning