Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestur

Staðfestu kredit- eða debetkortið þitt þegar þú gengur frá greiðslu

Stundum þarf bankinn þinn að staðfesta hvort þú sért í raun að nota kredit- eða debetkortið þitt til að greiða á Netinu. Staðfestingarferlið notast við þríþætta (3DS) öryggisvottun. Líkt og flestir söluaðilar á Netinu hefur Airbnb útbúið ferli á greiðslusíðunni til að gera bankastofnunum kleift að framkvæma þríþætta öryggisvottun og hún birtist á skjánum sem staðfestu kortið þitt eftir að þú velur hnappinn staðfesta og greiða.

Það sem þarf til að staðfesta kortið þitt

Gakktu úr skugga um að þú hafir uppfært stillingar þínar fyrir greiðsluöryggi hjá kreditkortafyrirtæki þínu til að þessi öryggisvottun fari fram á þann hátt sem hentar þér best. Gættu þess einnig að samskiptaupplýsingar þínar hjá kreditkortafyrirtækinu eða bankanum séu réttar.

Hvernig öryggisvottun á korti gengur fyrir sig

  1. Airbnb notar þríþætta öryggisvottun til að hafa samband við kortaútgefanda og athuga hvort viðkomandi vilji staðfesta greiðsluna.
  2. Geri bankinn kröfu um öryggisvottun birtir Airbnb þér beiðni þess efnis til að þú getir lokið henni. Hún birtist í sprettiglugga sem staðfestu kortið þitt á greiðsluskjánum.
  3. Airbnb veit hvorki né stjórnar því hvers konar staðfestingarferli bankinn þinn leggur fram og það gæti verið mismunandi eftir banka.
  4. Airbnb mun gera tilraun til að skuldfæra kortið eftir að þú lýkur staðfestingarferli bankans á sprettiglugganum staðfestu kortið þitt.
  5. Ef þér tekst ekki að ljúka ferlinu staðfestu kortið þitt eða lokar skjánum mun bankastofnun þín ekki heimila skuldfærslu kortsins og greiðslan því ekki fara í gegn.

Hvenær staðfestingar á kredit- eða debetkorti þínu er krafist

Bankastofnanir og söluaðilar um allan heim gætu notast við þríþætta öryggisvottun í öryggisskyni fyrir korthafa sína.

Evrópskt ferli kallað sterk auðkenning eða SCA gerir bankastofnunum kleift að sannvotta greiðslur viðskiptavina sinna á Netinu með þríþættri öryggisvottun. Þetta þýðir að bankastofnanir í mörgum Evrópulöndum nýta sér þríþætta öryggisvottun fyrir greiðslur sem fara fram á Netinu innan Evrópu.

Sterk auðkenning er hönnuð til að koma í veg fyrir óheimilaða notkun á kortinu þínu með því að staðfesta að greiðslan komi í raun og veru frá þér.

Öryggisvottun með tækinu þínu

Þú gætir tekið eftir annars konar ferli þar sem beðið er um að þú notir tækið þitt til að staðfesta greiðsluna með sömu skrefum og þú myndir vanalega taka til að aflæsa tækinu (t.d. með andlitsgreiningu, fingrafari eða aðgangskóða). Þessi aðferð er valfrjáls.

Í þessari útgáfu af ferlinu staðfestu kortið þitt getur þú búist við því að fá skilaboðin „Google Chrome er að gera tilraun til að staðfesta auðkenni þitt á adyen.com.“

Þegar þú notar tækið þitt til að staðfesta kortið mun hvorki Airbnb né samstarfsaðilar okkar safna lífkennaupplýsingum þínum, svo sem andlitsdráttum, fingrafari eða aðgangskóða tækisins. Þessar upplýsingar fara aldrei úr símanum eða tækinu meðan á þessari öryggisvottun stendur.

Getir þú ekki lokið öryggisvottun

Berist þér ekki einnota aðgangskóði frá bankanum við staðfestingu kortsins eða getir þú einhverra hluta vegna ekki orðið við beiðni bankans skaltu:

  1. Ganga úr skugga um að stillingar fyrir staðfestingu greiðslu og samskiptaupplýsingar séu réttar hjá kortaútgefanda þínum eða bankastofnun.
  2. Ef öryggisstillingar þínar hjá bankanum virðast réttar og frekari greiðslutilraunir mistakast gætir þú prófað að nota annan greiðslumáta.
Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning