Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Að skrifa umsögn sem kemur að góðu gagni

Langar þig að segja öðrum frá nýlegum gesti þínum eða dvöl? Okkur finnst það frábært. Opnaðu umsagnir á Airbnb til að hefjast handa.

Skilyrði sem umsagnir þurfa að uppfylla:

  • 1.000 stafa hámark
  • Þær verða að vera í samræmi við umsagnarreglur okkar

Mikilvægt er að hafa í huga að þú verður að senda inn umsögn fyrir gistingu innan 14 daga frá útritun. Að 14 dögum liðnum getur þú ekki lengur sent inn umsögn. Þú getur auk þess ekki breytt umsögn sem þú hefur þegar sent inn eftir að 14 daga tímabilinu lýkur eða eftir að hinn aðilinn sendir inn sína umsögn, hvort sem gerist fyrr.

Þættir sem gott er að hafa í huga

Bestu umsagnirnar eru þær sem koma öðrum að góðu gagni. Leiddu hugann að því sem þér þætti gott að vita af áður en þú bókaðir gistingu eða tækir á móti gestum í eign þinni. Leggðu áherslu á atriði eins og:

  • Samskipti þín og gestsins, gestgjafans og annarra sem voru með í för. Einkenndust þau af vinsemd og virðingu?
  • Allt það sem stóð upp úr, svo sem hreinlæti, persónulegt yfirbragð, þægindi eða jafnvel gómsætt kaffi
  • Hagnýtar upplýsingar — var gestgjafinn liðlegur og til taks? Varstu himinlifandi með staðsetninguna? Var skráningarlýsingin nákvæm?

Þú hefur einnig kost á því að skrifa einkaathugasemd sem verður deilt þegar opinberu umsagnirnar verða birtar. Kynntu þér nánar hvernig umsagnir fyrir gistingu ganga fyrir sig.

Aðrar leiðir til að deila athugasemdum

Þú hefur kost á því að skrifa einkaathugasemd til gestgjafans eða gestsins sem verður aðeins deilt með viðkomandi þegar opinberu umsagnirnar verða birtar.

Þú getur einnig birt opinbert svar við umsögnum sem skrifaðar hafa verið um þig. Þó að þú getir ekki fjarlægt tiltekna umsögn getur þú tilkynnt hana ef þú telur að hún brjóti gegn umsagnarreglum okkar.

Þarftu frekari upplýsingar? Kynntu þér nánar hvernig umsagnir fyrir gistingu ganga fyrir sig.

Hverju er deilt í opinberum umsögnum

Umsagnir gagnast gestum nú enn betur þar sem þær fela í sér nánari upplýsingar um þann sem skrifar umsögnina, meðal annars:

  • Borgina, landið, heimsálfuna eða svæðið sem viðkomandi er frá
  • Dvalardag (t.d.: Júní 2023, fyrir þremur vikum, í dag o.s.frv.)
  • Tegund ferðar (t.d.: Dvaldi með börnum, hópi eða gæludýrum)
  • Dvalarlengd (t.d.: Ein nótt, nokkrar nætur, um það bil vika eða rúm vika)

Upplýsingarnar gætu verið byggðar á opinberum upplýsingum á notandasíðu umsagnaraðilans eða öðrum upplýsingum sem umsagnaraðilinn sendi inn til að nýskrá sig á Airbnb eða ganga frá bókun sinni. Hafðu samband við okkur til að fela upplýsingar af þessu tagi.

Að breyta umsögn

Við stuðlum að heiðarlegum og hlutlausum umsögnum með því að takmarka möguleika gestgjafa og gesta á að breyta umsögn eftir að hún hefur verið skrifuð.

  • Ef þú ert fyrri til að senda inn umsögnina getur þú breytt henni hvenær sem er innan 14 daga umsagnartímabilsins eða þar til hinn aðilinn sendir inn sína umsögn
  • Þegar báðar umsagnirnar hafa verið sendar inn eða 14 daga umsagnartímabilinu er lokið, hvort sem kemur á undan, verða báðar umsagnirnar sjálfkrafa birtar og þá verður ekki lengur hægt að breyta þeim
  • Bæði umsagnir gesta og gestgjafa eru birtar samtímis og ekki er hægt að breyta þeim eftir að þær eru birtar (þar af leiðandi getur hinn aðilinn ekki lesið umsögnina þína og breytt eigin umsögn í kjölfarið)
  • Þú getur ekki óskað eftir breytingum á umsögn sem skrifuð er um þig en þú getur haft samband við okkur til að óska eftir breytingu á því hvernig tiltekið persónufornafn er notað til að lýsa þér í umsögninni

Umsagnir fyrir upplifanir eru aðeins skrifaðar af gestum. Þú hefur tvo sólarhringa til að breyta umsögn eftir að þú sendir hana fyrst inn, jafnvel þótt hún hafi þegar verið birt. Kynntu þér hvernig umsagnir fyrir upplifanir ganga fyrir sig.

Að breyta nýlegri umsögn

    1. Opnaðu notandalýsingu > umsagnir sem þú hefur skrifað
    2. Veldu umsagnir eftir þig
    3. Veldu umsögnina sem þú vilt breyta og smelltu á breyta


    Að taka út umsagnir

    Þegar búið er að birta umsögn sem þú skrifaðir getur þú haft samband við okkur til að óska eftir því að hún verði fjarlægð.

    Ef einhver annar skrifaði umsögnina getur þú ekki fjarlægt hana en þú getur tilkynnt hana til okkar ef þú telur að hún brjóti gegn umsagnarreglum okkar. Hafðu í huga að sá sem skrifar tiltekna umsögn hefur alltaf rétt á að óska eftir því að hún verði fjarlægð.

    Langar þig að segja öðrum frá nýlegum gesti þínum eða dvöl? Okkur finnst það frábært. Opnaðu umsagnir á Airbnb til að hefjast handa. Hérna eru nokkrar ábendingar um hvernig má skrifa umsögn sem gagnast öðrum.

    Svaraðu nýlegri umsögn

    Þú getur birt opinbert svar við umsögn sem skrifuð var um þig. 

    1. Smelltu á notandalýsingu > umsagnir
    2. Smelltu á umsagnir um þig
    3. Opnaðu umsögnina sem þú vilt svara og smelltu á skrifa opinbert svar
    4. Skrifaðu svarið og smelltu á senda

    Svar þitt verður birt samstundis og þú getur ekki breytt því eftir það. Gefðu þér því tíma til að íhuga það sem þú vilt segja.

    Var þessi grein gagnleg?

    Greinar um tengt efni

    Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
    Innskráning eða nýskráning