Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Samfélagsreglur

Hver getur verið með aðgang að Airbnb

Traust er undirstaða samfélags okkar á Airbnb. Markmið okkar er að allir geti treyst því að gestir og gestgjafar séu þeir sem þeir segjast vera og að allir virði samfélagsviðmið Airbnb. Það er ástæða þess að við förum fram á að þú ljúkir staðfestingu á auðkenni þegar þú bókar gistingu eða skráir eign. Við grípum auk þess til ákveðinna ráðstafana í öryggisskyni og til að ganga úr skugga um að notendur hafi náð lögaldri. 

Til að auka öryggi enn frekar gætum við gert bakgrunnsathugun á notendum sem eru staðsettir í Bandaríkjunum og gestgjöfum á Indlandi. Hér fyrir neðan má finna nánari upplýsingar og dæmi um hvað við leyfum ekki.

Dæmi um það sem við leyfum ekki

  • Að villa á sér heimildir: Aðgangar ættu að innihalda réttar upplýsingar um aðgangshafa ásamt myndum eða gögnum sem hægt er að rekja til einstaklingsins.
  • Notendur undir lögaldri: Einstaklingum yngri en 18 ára er óheimilt að stofna aðgang að Airbnb, sinna gestaumsjón eða ganga frá bókun. Einstaklingar undir lögaldri sem taka þátt í dvöl eða upplifun verða að vera í fylgd með fullorðnum.
  • Aðild að hættulegum samtökum: Einstaklingum tengdum öfgahópum, haturshópum og skipulögðum glæpahópum er óheimilt að hafa aðgang að Airbnb.

Bakgrunnsathuganir (notendur í Bandaríkjunum og gestgjafar á Indlandi)

Við gerum ekki bakgrunnsathuganir á öllum notendum Airbnb. Ef eiginnafn og kenninafn eru fyrirliggjandi ásamt fæðingardegi og -ári, gætum við gert bakgrunnsathugun á notendum í Bandaríkjunum í gegnum viðurkennda þjónustuaðila, til að athuga hvort viðkomandi hafi hlotið dóm fyrir glæpi. Við gætum einnig gert bakgrunnsathuganir á gestgjöfum á Indlandi. Í skimun okkar er leitað að tilteknum brotum sem gefa vísbendingu um að aukin hætta gæti steðjað að samfélagi okkar og við notum niðurstöðurnar til að ákvarða við hvaða aðstæður fólki með tiltekna brotasögu gæti verið bannað að nota verkvanginn okkar.

Gildar og nákvæmar aðgangsupplýsingar eru nauðsynlegar fyrir öryggi gesta og gestgjafa. Ef þú verður vitni að eða upplifir hegðun sem brýtur gegn reglum okkar skaltu láta okkur vita.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

  • Gestur

    Að forðast svik, svindl og misnotkun

    Við grípum inn í til að vernda heilindi verkvangs Airbnb og draga úr áhættu og tapi í tengslum við svik, svindl og misnotkun með því að gríp…
  • Gestur

    Að greiða fyrir langdvöl

    Þegar langdvöl (í 28 nætur eða lengur) er bókuð verður fyrsti mánuðurinn innheimtur og afgangurinn er innheimtur með mánaðarlegum afborgunum…
  • Gestur

    Tryggingarfé

    Airbnb og gestgjafar geta gert kröfu um tryggingarfé. Tryggingarféið getur miðast við eiginleika eignarinnar og/eða tímasetningu bókunarinna…
Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning