Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar

Fulltrúar ofurgestgjafa

Fulltrúar ofurgestgjafa eru ofurgestgjafar sem hjálpa fólki um allan heim að kynnast kostum gestaumsjónar. Fulltrúarnir vinna sér inn umbun fyrir að koma nýjum gestgjöfum á Airbnb og veita einstaklingsmiðaða leiðsögn og tól til að hjálpa nýjum gestgjöfum að ná árangri.

Kynntu þér þjónustuskilmála fulltrúaþjónustu ofurgestgjafa fyrir frekari upplýsingar.

Að verða fulltrúi ofurgestgjafa

Ef þú ert ofurgestgjafi og vilt deila reynslu þinni með nýjum gestgjöfum gætir þú gerst fulltrúi ofurgestgjafa í gegnum fulltrúaþjónustu ofurgestgjafa.

Kostir þess að vera fulltrúi ofurgestgjafa eru meðal annars:

  • Að mynda tengsl og leiðbeina nýjum gestgjöfum við að birta fyrstu skráningu sína á Airbnb
  • Umbun fyrir hverja nýja gjaldgenga skráningu á eign sem þú hjálpar við að birta á Airbnb
  • Aðgangur að sérstökum eiginleikum, úrræðum og innsýn

Til að geta sótt um að ganga í þjónustuna mega engar athugasemdir hafa verið gerðar við aðgang þinn og þú þarft að hafa stöðu ofurgestgjafa. Opnaðu vefsíðu fulltrúaþjónustu ofurgestgjafa til að sækja um að gerast fulltrúi ofurgestgjafa.

Að viðhalda stöðunni sem fulltrúi ofurgestgjafa

Á þriggja mánaða fresti athugum við hvort þú uppfyllir ennþá eftirfarandi skilyrði:

  • Þú hefur haldið stöðu ofurgestgjafa
  • Aðgangur þinn stendur enn vel

Fulltrúum ofurgestgjafa sem uppfylla ekki ársfjórðungslegu viðmiðin gæti verið veittur umþóttunartími til að ná aftur stöðu ofurgestgjafa. Airbnb áskilur sér rétt til að gera hlé á þátttöku í þjónustunni eða krefjast þess að gestgjafar sem viðhalda ekki stöðu ofurgestgjafa sæki aftur um að taka þátt í þjónustunni síðar.

Að vera fulltrúi ofurgestgjafa

Þú getur átt í samskiptum við nýja gestgjafa með tvennum hætti:

  • Með því að vísa þeim á Airbnb og svara spurningum sem vakna þegar eign er skráð
  • Með því að eiga í beinum samskiptum við þá í gegnum fulltrúaþjónustu ofurgestgjafa

Að vísa nýjum gestgjöfum á Airbnb

Til að vísa á tilvonandi gestgjafa opnar þú stjórnborð fulltrúa, afritar tilvísunarhlekk þinn og deilir honum með þeim hætti sem þú kýst, t.d. í gegnum skilaboð, tölvupóst, samfélagsmiðla o.s.frv. Tilvonandi gestgjafar sem nota tilvísunarhlekkinn munu lenda á sérsniðinni síðu með nafni þínu og notandamynd þar sem hægt er að skrá nýja eign.

Athugaðu að þú færð aðeins umbun fyrir tilvísunina ef nýi gestgjafinn sem þú vísar á smellir á boðshlekkinn og skráir eign í sömu lotu. Þú getur vísað á hvern þann sem hefur ekki sinnt gestaumsjón áður á Airbnb, jafnvel þótt viðkomandi sé þegar með aðgang að Airbnb.

Þú átt ekki rétt á umbun ef nýr gestgjafi hefur þegar fengið boð um tilvísun frá einhverjum öðrum eða samband við fulltrúa ofurgestgjafa.

Hvernig umbun er reiknuð út

Tekjurnar sem þú færð vegna tilvísana á gestgjafa til Airbnb verða greiddar samkvæmt skilmálum tilvísunarþjónustu gestgjafa. Opnaðu stjórnborð fulltrúa til að skoða hvað þú kemur til með að fá í fjárhagslega umbun. Fjárhagsleg umbun er endurreiknuð reglulega. Airbnb áskilur sér réttinn til að breyta því hvernig fjárhagslegri umbun verður háttað síðar meir, sem og öðrum skilmálum þessarar þjónustu eins og fram kemur í skilmálum tilvísunarþjónustu gestgjafa.

Hvenær þú færð greitt

Þú fær greitt þegar nýr gestgjafi sem þú vísar á lýkur fyrstu gjaldgengu bókun sinni samkvæmt skilmálum tilvísunarþjónustu gestgjafa. Heildarverðmæti bókunar þarf að nema minnst USD 100 eða jafngildri upphæð í öðrum gjaldmiðli (fyrir skatta og gjöld) og henni þarf að ljúka innan 90 dögum frá því að nýi gestgjafinn smellir á tilvísunarhlekkinn frá þér.

Athugaðu: Þetta þýðir ekki að gistináttaverð eignarinnar þurfi að vera hærra en USD 100, heldur að heildarverð bókunar (að öllum nóttum meðtöldum) verði að vera að minnsta kosti USD 100.

Gjaldgengar bókanir verða að vera ósviknar bókanir. Sviksamlegar bókanir af hvers konar toga, samkomulag um að deila fjárhagslegri umbun eða annað fyrirgreiðslufé brýtur gegn reglum þjónustunnar. Gestgjafinn verður einnig að vera nýr gestgjafi á verkvanginum sem þýðir að viðkomandi hefur ekki verið með virka skráningu áður. Hafðu í huga að fólk sem hefur þegar verið vísað á, eða sem notar API-hugbúnaðartengingu er ekki gjaldgengt. Fólk sem býr á tilteknum landsvæðum gæti auk þess ekki verið gjaldgengt.

Útborganir greiðast yfirleitt um 14 dögum eftir að gestur útritar sig úr gjaldgengri bókun (en þær gætu tekið lengri tíma sé gerð krafa um staðfestingu eða upp komi aðstæður sem ekki eru undir okkur komnar). Ef útritunardagur gjaldgengrar bókunar er til dæmis 10. janúar verður greiðslan almennt millifærð í kringum 24. janúar.

Samskipti við nýja gestgjafa sem fulltrúi ofurgestgjafa

Verðir þú fulltrúi ofurgestgjafa gætir þú fengið samband við nýja gestgjafa í gegnum fullrúaþjónustu ofurgestgjafa. Þú getur nýtt reynslu þína til að leiðbeina gestgjöfum í gegnum ferlið við uppsetningu skráningar; gefið góð ráð varðandi þrif og myndatöku ásamt öðru; deilt persónulegri reynslu þinni og innsýn og fengið umbun í leiðinni.

Með þjónustunni fylgir stjórnborð þar sem þú getur fylgst með tengingum þínum við nýja gestgjafa og framvindu þeirra. Airbnb hefur tekið saman ábendingar, tillögur og námskeið sem þú getur nýtt þér eftir þörfum í ferlinu með tilvonandi gestgjöfum. Úrræði okkar standa þér til boða til að svara spurningum sem kunna að vakna.

Að fá samband við nýjan gestgjafa í gegnum þjónustuna

Markmið okkar er að koma þér í samband við nýja gestgjafa sem gætu notið góðs af sértækri reynslu þinni. Þegar sambandi er komið á tekur kerfi okkar mið af fjölda þátta, þar á meðal:

  • Staðsetningu: Kerfið kemur á sambandi milli nýrra gestgjafa og fulltrúa ofurgestgjafa sem búa eða sinna gestaumsjón í sama landi.
  • Tímabelti: Við reynum að mynda sambönd innan sama tímabeltis til að einfalda samskiptin.
  • Tegund skráningar: Tegund skráningar eða skráninga þinna—öll eignin, sérherbergi eða sameiginlegt rými.
  • Tungumáli: Töluðu tungumáli eða tungumálum. Þessu má breyta úr notandastillingum þínum á Airbnb.

Athugaðu: Við endurmetum kerfið okkar reglulega og þessir þættir eru því háðir breytingum. Þegar samband er gefið á milli mismunandi landa byggist það á sameiginlegu tungumáli.

Tölfræðiupplýsingar fulltrúa ofurgestgjafa

Sem fulltrúi ofurgestgjafa getur þú skoðað upplýsingar um samskipti þín við tilvonandi gestgjafa. Þessar upplýsingar ná yfir þætti eins og svarhlutfall eða prósentufjölda nýrra gestgjafa undir þinni leiðsögn sem ná fyrstu bókun sinni. Tölfræðiupplýsingarnar eru uppfærðar regluglega þannig að þú getir greint samskipti þín við tilvonandi gestgjafa.

Hvernig umbun er reiknuð út

Upphæðin sem þú vinnur þér inn með því að leiðbeina nýjum gestgjöfum ræðst af búsetulandi þínu. Opnaðu stjórnborð fulltrúa til að skoða hvað þú kemur til með að fá í fjárhagslega umbun. Fjárhagsleg umbun er endurreiknuð reglulega. Airbnb áskilur sér rétt til að breyta því hvernig fjárhagsleg umbun verður ákvörðuð síðar meir.

Hvenær þú færð greitt

Þú færð greitt þegar nýr gestgjafi sem þú hefur fengið samband við lýkur við fyrstu gjaldgengu bókun sína samkvæmt skilmálum fulltrúaþjónustu ofurgestgjafa. Heildarverðmæti bókunar þarf að nema að minnsta kosti USD 50 eða jafngildri upphæð á staðnum (fyrir skatta og gjöld) til að uppfylla skilyrðin og bókuninni verður að ljúka innan 365 daga frá því að þú færð samband við nýja gestgjafann.

Athugaðu: Þetta þýðir ekki að gistináttaverð eignarinnar þurfi að vera hærra en USD 50, heldur að heildarverð bókunar (að öllum nóttum meðtöldum) verði að vera að minnsta kosti USD 50.

Gjaldgengar bókanir verða að vera ósviknar bókanir. Falskar bókanir, bókanir fjölskyldu eða vina, samkomulag um að deila tilvísunarumbun eða annað fyrirgreiðslufé brýtur gegn reglum þjónustunnar. Gestgjafinn verður einnig að vera nýr gestgjafi á verkvanginum sem þýðir að viðkomandi hefur ekki áður gengið frá bókunum á Airbnb fyrir neinar skráningar sínar.

Útborganir greiðast yfirleitt um 14 dögum eftir að gestur útritar sig úr gjaldgengri bókun (en þær gætu tekið lengri tíma sé gerð krafa um staðfestingu eða upp komi aðstæður sem ekki eru undir okkur komnar). Ef útritunardagur gjaldgengrar bókunar er til dæmis 10. janúar verður greiðslan almennt millifærð í kringum 24. janúar.

Leiðbeiningar fyrir fulltrúa ofurgestgjafa

Fulltrúar ættu að hafa þessar leiðbeiningar í huga:

  1. Til að setja aðstoðina sem þú veitir í samhengi getur verið gott að kynna sig sem fulltrúa ofurgestgjafa sem hefur það að markmiði að hjálpa nýjum gestgjöfum að svo að gestaumsjón gangi vel strax í upphafi á Airbnb.
  2. Fulltrúar ofurgestgjafa eru ekki starfsfólk Airbnb og fylgja ekki fyrirmælum Airbnb né starfsfólks okkar. Þetta þarf að koma skýrt fram í samskiptum þínum hvað varðar tilvísanir og þegar þú tengist nýjum gestgjöfum. Fulltrúar ofurgestgjafa eru sjálfstæðir verktakar með eigin rekstur og mega hvorki nota heiti Airbnb, kennimerki né önnur hugverk í markaðsetningu eins og í lénsheitum, firmaheitum, vörumerkjum, tilboðum í leitarorð, slóðum á samfélagsmiðla eða öðrum gagnaauðkennum. Frekari upplýsingar má nálgast í skilmálum fulltrúaþjónustu ofurgestgjafa.
  3. Þegar þú sinnir hlutverki þínu sem fulltrúi ofurgestgjafa ættir þú ekki að veita lögfræðiráðgjöf, skattaráðgjöf eða aðra sérhæfða ráðgjöf sem krefst leyfis eða sérþekkingar, hvort sem það er á sviði skatta, fasteigna, leigu, mats, heimilda eða annars.
  4. Árangursríkir fulltrúar ofurgestgjafa senda ekki nýjum gestgjöfum og þeim sem þeir vísa á, skilaboð í tíma og ótíma. Þeir virða friðhelgi þeirra og hafa aðeins samband við fólk sem hefur veitt samþykki fyrir því.
  5. Í tölvupóstum, á samfélagsmiðlum og í öðru efni gæti verið góð hugmynd að birta fyrirvara, eins og til dæmis: „Sem fulltrúi ofurgestgjafa Airbnb fæ ég greitt þegar þú gerist gestgjafi.“
  6. Fulltrúar ofurgestgjafa hafa ekki heimild til að útbúa markaðsefni til notkunar á vefsíðum og samfélagsmiðlum eða öðru sem gæti gefið til kynna að viðkomandi sé á vegum Airbnb eða hafi tengingu við Airbnb á hátt sem gæti verið villandi fyrir nýja gestgjafa eða þriðju aðila.
  7. Airbnb hvetur fulltrúa ofurgestgjafa að byggja upp rekstur sinn og vörumerki en ef fulltrúi ofurgestgjafa fær tilvísun á nýjan gestgjafa frá Airbnb má fulltrúinn hvorki innheimta né krefjast greiðslu frá viðkomandi fyrir aðstoðina við startpakka Airbnb.
  8. Ekki taka þátt í sviksamlegu athæfi sem getur falið í sér að búa til falsaðar bókanir, komast að samkomulagi um að deila umbun og/eða hafa samband við nýja gestgjafa sem Airbnb vísar á en svara síðan ekki fyrirspurnum þeirra.
  9. Þú ættir ekki að deila viðkvæmum upplýsingum sem varða viðskiptaáætlun þína eða verðáætlun með nýjum gestgjöfum, né skalt þú hafa áhrif á verðið sem aðrir gestgjafar stilla. Gestgjafar hafa fulla stjórn á eigin verði og geta breytt því hvenær sem er og á hvaða hátt sem þeir vilja.
Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning