Tillögur birtast þegar slegið er inn í leitarreitinn. Notaðu örvarnar upp og niður við yfirferð. Ýttu á „enter“ til að velja. Ef nokkur orð eru valin saman eru þau notuð sem leitarstrengur. Ef tillagan er hlekkur opnast sú síða í vafranum.
Leiðbeiningar
Gestgjafi

Að svara breytingabeiðni gests varðandi ferð

Stundum þurfa gestir aukinn sveigjanleika. Ef gestir vilja breyta staðfestri bókun (eins og að bæta við nóttum eða fækka þeim, velja aðrar dagsetningar, bæta við eða fækka gestum) ættu þeir að senda þér breytingarbeiðni. 

Þú ættir ekki að breyta eða fella niður bókanir fyrir hönd gesta þar sem það gæti haft slæm áhrif á stöðu þína sem gestgjafa. Láttu gestina frekar vita að þeir hafi kost á því að gera það sjálfir. Gestir geta einnig breytt bókun sinni í gegnum hlekkinn sem þeir fá í staðfestingarpóstinum.

Að svara breytingarbeiðni gests

Opnaðu skilaboðin á milli þín og gestsins og finndu sýna beiðni. Breytingarnar taka sjálfkrafa gildi ef þú samþykkir þær og mismunurinn verður annaðhvort innheimtur hjá gestinum eða endurgreiddur, eftir því sem við á.

Þú getur hafnað beiðninni ef breytingarnar ganga ekki upp fyrir þig. Ef þú getur tekið á móti gestunum með annars konar breytingum getur þú sent viðkomandi fyrirspurn í skilaboðum eða sent breytingarbeiðni

Hve langan tíma þú hefur til að svara beiðni

Þótt engin tímamörk séu til staðar getur þú komið í veg fyrir afbókanir með því að svara breytingarbeiðnum sem fyrst. 

Hvenær gestir geta sent breytingarbeiðni

Gestir geta sent breytingarbeiðni um leið og bókun hefur verið staðfest og allt fram að útritun, jafnvel meðan á dvölinni stendur.

Ef þú getur ekki orðið við breytingarbeiðninni

Engin viðurlög eru við því að hafna breytingarbeiðni.

Það kemur sér vel að láta gestinn vita að þú getir ekki orðið við breytingarbeiðninni og hvers vegna, til dæmis vegna þess að umbeðnar dagsetningar skarast á við aðar bókanir.

Var þessi grein gagnleg?

Greinar um tengt efni

Fáðu aðstoð í tengslum við bókanir, aðganginn þinn og fleira.
Innskráning eða nýskráning